Jarðskjálftahrinan hjá Selfossi

Í dag klukkan 13:00 hófst jarðskjálftahrina hjá Selfossi, framan af degi var eingöngu um smáskjálfta að ræða. Þá jarðskjálfta sem voru á stærðarbilinu 0.0 til 1.5 á ricther, ekki var um marga jarðskjálfta að ræða og lá hrinan niðri í marga klukkutíma í dag. En það var ekki fyrr en klukkan 18:48 í kvöld að jarðskjálftahrinan tók kipp með jarðskjálfta sem hugsanlega var nálægt því að vera ML4.0 (á ricther) að stærð. Það er stór spurning hvort að þessir jarðskjálftar séu forboði stærri jarðskjálfta, á þessari stundu er mjög erfitt að spá í það. En það gæti breyst mjög fljótlega.

Jarðskjálftinn sem er með stærðina ML4.0 (á ricther) er líklega staðsettur vitlaust af sjálfvirka mælakerfinu hjá Veðurstofunni. Hann varð líklega í nágrenni Selfoss eins og aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu.

Hægt er að sjá jarðskjálftana á jarðskjálftaplottinu mínu hérna.

Tengist frétt: Fjölda smáskjálfta vart á Selfossi