Fjöldi eftirskjálfta hefur komið fram

Frá því að tveir stærstu jarðskjálftanir urðu, þá hefur fjöldi lítilla eftirskjálfta komið fram. Samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofnunar þá eru stærðir þessa atburða frá 0.5ML uppí ML2.1 (á ricther) að stærð. Fastlega má reikna með eftirskjálftum eitthvað fram eftir kvöldi, hinsvegar er erfitt að fullyrða að það verði raunveruleikinn, þar sem að svona jarðskjálftahrinur geta verið með öllu óútreiknanlegar ef að svo ber undir.

Tengist frétt: 3,5 stiga jarðskjálfti norðan við Selfoss