Erfitt að segja til um forboða stærri jarðskjálfta

Vegna eðli jarðskjálfta og miðað við hversu ólíkir og ólíkar jarðskjálftahrinur geta verið. Þá er mjög erfitt að segja til um það hvort að hrinan sem kom í dag og kvöld sé fyrirboði stærri jarðskjálfta. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá. En sé saga Suðurlandsbrotabeltisins höfð til hliðsjónar þá er ekki ólíklegt að það sé komið að stórum jarðskjálfta. En sú spennulosun sem hófst með suðurlandsjarðskjálftunum árið 2000 er ekki lokið, þó svo að ekki hafið komið jarðskjálftar í sjö ár núna. En heildarspennulosun á Suðurlandsundirlendinu getur tekið allt að þrettán ár að losna út, en stundum tekur það ekki nema sex mánuði. Í öllum tilvikum þá koma jarðskjálftar sem eru Ms5.5 til Ms7.0 (á ricther) að stærð, en stærð jarðskjálftana veltur á staðsetningu þeirra. Jarðskjálftar sem verða austar (nær Heklu og Eyjafjallajökli) í suðurlandsbrotabeltinu verða jafnan stærri en jarðskjálftar sem eru vestar í því. En stærð jarðskjálftana ræðst fyrst og fremst að þykkt og hversu seig jarðskorpan er.

Tengist frétt: Skjálftahrinan á Selfossi ekki talin fyrirboði um stærri skjálfta