Dagur Evrópu 9 Maí og fullyrðingar Evrópuvaktarinnar

Það verður seint sagt að málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi sé gáfulegur. Sérstaklega í ljósi þess að málflutningur andstæðinga ESB gengur ekki upp og hefur aldrei gert það. Á vef sem heitir Evrópuvaktin er að finna ýmsan áróður og rangfærslur um ESB og hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Vefurinn Evrópuvaktin er rekin og hefur alltaf verið rekin af hörðum ný-frjálshyggjumönnum (þessum sem eru alltaf í vinnu hjá íslenska ríkinu. Vegna þess að þeir gætu ekki rekið pusluvagn án þess að setja hann á hausinn) sem eru hvað mest í kringum Davíð Oddsson. Enda er ritstjórn Evrópuvaktarinnar Björn Bjarnarson og Styrmir Gunnarson. Vefhýsingin er í höndum spillts manns sem heitir Friðbjörn Orri Ketilsson (mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins og hefur meðal annars keypt af honum skúffufyrirtæki til að bjarga honum). Fyrirtæki hans, sem ber nafnið Vefmiðlun ehf er í raun ekkert nema skúffa. Þeir eru reyndar með skrifstofu, en eftir því sem ég kemst næst þá safnar hún bara ryki megnið af árinu.

Fullyrðing Evrópuvaktin er þessi hérna um Dag Evrópu [link 2] þann 9 Maí ár hvert. Þetta er bara ein af mörgum röngum fullyrðingum Evrópuvaktarinnar um ESB. Þessi fullyrðing er höfð eftir breska slúðurblaðinu the Daily Express, sem er mjög vafasamt blað. Enda heldur þetta blað ýmsu vafasömu fram reglulega.

Blaðið segir að forstöðumönnum breskra stofnana til mikillar undrunar sé þeim ekki aðeins skipað að setja ESB-fánann á stangir við hinar opinberu byggingar heldur einnig að taka mynd af honum blaktandi þar og senda hana í tölvupósti til framkvæmdastjórnar ESB. Á þann hátt verði fylgst með því að þeir fari að reglum.

Bretum misboðið vegna kröfu um að draga ESB-fánann að húni 9. maíEvrópuvaktin.

Þessi fullyrðing er jafn röng og hún er vitlaus. Enda er þetta ekkert nema uppspuni af hálfu The Daily Express og Evrópuvaktarinnar.

Samkvæmt svari sem ég fann frá árinu 2002 kemur þetta hérna fram.

WRITTEN QUESTION E-1712/02

by Joan Colom i Naval (PSE) to the Commission

(13 June 2002)

Subject: Europe Day Celebrations in schools in the EU

The government of the Autonomous Community of the Balearic Islands has declared 9 May (Europe Day) a holiday for schools, institutes and universities in its territory, and obliges them to devote the day to EU-related activities.

Can the Commission provide information on similar initiatives in the other EU countries and regions? Would the Commission be willing to put forward a proposal for schools throughout the Union to devote 9 May, in coming years, to activities relating to European integration?

Answer given by Mrs Reding on behalf of the Commission

(24 July 2002)

The Commission does not have at its disposal any study giving an overview of the Member States or regions which might have declared 9 May a lesson-free day which must be devoted to activities relating to the European Union.

The Commission nevertheless congratulates the authorities of the Autonomous Community of the Balearic Islands on having taken such an initiative. However, the Commission does not at present have any plans to submit a proposal for making this a general practice.

It is quite probable that some schools choose 9 May as a symbolic date, but other dates are also suitable for the theme of European construction. In 2001, for example, thousands of schools took part in a European Comenius Week from 24 to 27 November 2001; these dates had been chosen in consultation with the national agencies in the 30 countries participating in the Socrates programme. For 2003, a number of representatives of Parliament within the Convention have proposed that 21 March be devoted to a debate on the future of the EU in all secondary-level schools throughout Europe.

The Commission also supports, to the full extent of its means and powers, other initiatives in schools (Europe at school, European Young People’s Parliaments etc.). It is for each Member State to assume full responsibility for the organisation of its education system and the content of its programmes.

Þannig að ríkjum er í sjálfsvald sett hvernig þau halda upp á Dag Evrópu þann 9 Maí. Ennfremur í leit á EU-Lex (lagasafn ESB) þá kemur ekkert annað fram um Dag Evrópu í lagatextum ESB.

Það má sjá á þessu svari að sú fullyrðing sem Evrópuvaktin setur fram er ekkert nema röng og uppspuni.

Þá hefur ESB-þingið sent fyrirmæli til stjórnenda breskra skóla um það hvernig þeim beri að fagna Evrópudeginum. Þar er mælt með því að nemendur verði látnir vinna verkefni sem tengist ESB og einnig að komið verði á fót Evrópu-kaffistað þar sem aðeins verði unnt að greiða fyrir þjónustu með evrum. Þá er hvatt til þess að börnum sé kennt að syngja „þjóðsöng“ ESB, það er Óðinn til gleðinnar úr 9. sinfóníu Beethovens.

Eins og kemur fram í svarinu sem er að finna á vefsíðu EU-Lex hérna að ofan. Þá er þessi fullyrðing röng. Enda stenst hún ekki nánari skoðun eins og ég er búinn að sanna.

Þessi málflutningur er auðvitað ekkert nema örvænting af hálfu andstæðinga ESB á Íslandi og ný-frjálshyggjunar sem setti Ísland á hausinn árið 2008 og hefur ekki einu sinni beðist afsökunar á því eða tekið ábyrgð á gjörðum sínum.

Hvað varðar The Daily Express. Þá er þessi hérna samantekt af Wikipedia ágætt dæmi um það hvernig fréttaflutningur er stundaður á þessu blaði.

„Diana Express“

The Daily Express has a reputation for consistently printing conspiracy theories about the death of Diana, Princess of Wales as front page news, earning it the nickname, the Daily Ex-Princess; this has been satirised in satirical magazine Private Eye, the newspaper being labelled the Diana Express or the Di’ly Express, and has been attributed to Desmond’s close friendship with regular Eye target Mohamed Fayed.[26] For a long period in 2006 and 2007, these front-page stories would consistently appear on Mondays; this trend ceased only when the paper focused instead on the Madeleine McCann story (see below). Even on 7 July 2006, the anniversary of the London bombings (used by most other newspapers to publish commemorations) the front page was given over to Diana. This tendency was also mocked on Have I Got News for You when on 6 November 2006, the day other papers reported the death sentence given to Saddam Hussein on their front pages, the Express led with “SPIES COVER UP DIANA ‘MURDER’”. According to The Independent „The Diana stories appear on Mondays because Sunday is often a quiet day.“[27] In February and March 2010, the paper returned to featuring Diana stories on the front page on Mondays.

Það er alveg augljóst að þeir sem byggja málflutning sinn á The Daily Express hafa ekki bara tapað rökræðunum. Þeir eru hættir að taka þátt í rökræðunni og það fyrir nokkru síðan. Í þessu tilfelli þá eru andstæðingar ESB á Íslandi löngu hættir að taka þátt í umræðunni um hugsanlega ESB aðild Íslands og yfirgáfu svæðið fyrir margt löngu síðan.

Það er augljóst að enginn saknar þeirra. Enda er þarna á ferðinni mjög svo óvandaður hópur af fólki. Eins og augljóst má vera af málflutningi þess á internetinu og í fjölmiðlum á Íslandi.