Af 1% veikingu evrunnar

Margir innlendir og erlendir fjölmiðlar slá því upp á dramatískan hátt að evran hafi veikst um 1% á einum degi. Reyndar var veikingin 2,1% samkvæmt gögnum Seðlabanka Evrópu. Það sem gleymist þó í þessari umræðu er sú staðreynd að evran hefur styrkst um 14% (13,9%) á einu ári (6 Maí 2010 til 6 Maí 2011).

Þessari staðreynd segja fjölmiðlar ekki frá, hvorki íslenskir eða erlendir. Enda mundi það draga óendanlega mikið úr dramatíkinni um evruna ef þessi staðreynd kæmi fram í fréttum hjá þeim.

Það er þó ljóst að þessi lækkun evrunar mun aðeins gera útflutningi evruríkjanna gott. Enda gilda sömu lögmál um evruna og íslensku krónuna. Veikari evra styrkir útflutninginn frá evruríkjunum og eykur hagvöxt. Það sem munar þó á íslensku krónunni og evrunni er að evran er nothæfur gjaldmiðill allstaðar í heiminum. Íslenska krónan er það ekki. Það ætti einhver að segja Steingrími J. Fjármálaráðherra frá þessari staðreynd við tækifæri.

2 Replies to “Af 1% veikingu evrunnar”

  1. Jafn áreiðanlegt tímarit og Der Spiegel fjalla mikið og skuldavandamál Portúgals og Grikklands. Tímaritið taldi sig hafa heimildir fyrir því að grikkland hyggðist segja sig úr evru-samstarfinu. Ljóst er að slíkt hefur verið til umræðu og þá ekki eingöngu meðal fræðimanna. Reyndar er það svo að slík ákvörðun yrði erfiðust fyrir grikki sjálfa.

    1. Eini staðurinn þar sem úrsögn Grikkja úr ESB og þar með evrunni hefur verið á borðum spákaupmanna. Sem nota sér svona óvissuástand til þess að græða mikla peninga. Þá helst með því að búa óvissuna til sjálfir með svona orðrómum og röngum fréttum eins og þarna á sér stað.

Lokað er fyrir athugasemdir.