Tímabundin búseta á Íslandi

Ég er núna fluttur til Íslands. Þessa fimm mánuði sem ég var í burtu þá tek ég eftir því að lítið hefur breyst, sami vitleysishátturinn er ennþá í gangi á Íslandi. Það sem helst hefur breyst er að kaupmáttur fólks hefur minnkað til muna og efnahagsástandið heldur áfram að versna á Íslandi.

Það er stefnan hjá mér að búseta mín á Íslandi verði ekki lengri en 3 ár, sem er örlítil stytting frá því sem var upphaflega hjá mér. Á þessum tíma ætla ég að tryggja tekjur mínar rækilega með e-bóka útgáfu á internetinu (og einnig auglýsina frá Amazon og Google Adsense) (á Amazon Kindle og Smashwords). Það er þó alveg ljóst að búseta mín á Íslandi verður aldrei styttri en 1 ár hjá mér. Ég þarf einnig að borga upp skuldir á þessum tíma. Sem ætti alveg að takast, jafnvel þó svo að ég sé bara á örorkubótum núna í dag.

Ég ætla mér nefnilega að lifa ódýrt á meðan ég bý á Íslandi.

Þegar allt er síðan almennilega tilbúið hjá mér. Þá mun ég flytja aftur til Danmerkur og hefja búsetu í Kaupmannahöfn. Ég hefði gert þetta í Danmörku ef að íslenska krónan hefði ekki fallið úr 20 kr (frá því að ég tók ákvörðun um að flytja til Danmerkur upphaflega) og í 22 kr núna í Júní 2011. Þegar ég verð kominn með tekjur sem duga í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni þá mun ég geta hafið búsetu í Danmörku án vandamála.

Þegar það gerist þá mun ég ekki flytja aftur til Íslands. Ég mun bara koma sem ferðamaður, og einstaka sinnum til þess að sinna jarðskjálftamælanetinu mínu sem ég mun vonandi starfrækja á Íslandi í mörg ár í viðbót.

3 Replies to “Tímabundin búseta á Íslandi”

  1. Ég skal viðurkenna að ég þekki þig ekki neitt. En almennt litist mér betur á að þú kláraðir framhaldsskólann og tækir í framhaldinu BS gráðu við HÍ. Ég sé til dæmis að þú hefur áhuga á jarðfræði. Hefurðu velt því fyrir þér að stunda jarðfræðinám við HÍ? Þetta er ein af fáum deildum við skólann sem standast alþjóðlegan samanburð með glæsibrag.

    Það er rétt að útgáfa e-bóka getur í undantekningartilvikum reynst ábótasöm. Það er aldrei að vita nema að þú gætir jafnvel grætt á þessu. Hver veit. Aftur á móti væri þér hollt að hafa í huga að flestir tapa tíma en græða ekkert.

    Ég veit að námsleiðin er löng (lágmark 4 ár fyrir þig held ég) og á köflum leiðinleg. En með BS próf í góðu fagi frá HÍ eru þér allar dyr opnar í útlöndum.

    1. Samkvæmt þessum hérna (hann gefur út sjálfur sínar ebækur). Þá hefur þú rangt fyrir þér.

      http://jakonrath.blogspot.com/

      Ég er góður í jarðfræði, það skal alveg játast. Hinsvegar hef ég uppgvötað það á síðustu árum að ég er bestur í að skrifa. Ég er alveg nógu góður í að skrifa þannig að ég hafi tækifæri til þess að hafa nægar tekjur af því að lifa ágætu lífi á því að eingöngu að skrifa e-bækur. Jarðfræðin sem áhugamál er eitthvað sem hentar mér alveg ágætlega, og mér finnst best að halda því þannig. Ég get alltaf kynnt mér jarðfræðina betur ef þess þarf. Ég var á einum tímapunkti að spá að fara og gera jarðfræðina að ferli mínum, var alveg búinn að ákveða það. Hinsvegar ákvað ég að hætta við það, vegna þess einfaldlega að ég er betri í öðru en jarðfræði. Það er að skrifa texta og koma orðum niður á blað (svo að segja).

      Ég fæ einnig mjög mikið úr því að selja e-bækur, frekar en að gefa út hefðbundnar bækur. Ég ætla mér samt að bjóða upp á einstaka bækur í prenti. Þar sem það er prentað eftir pöntunum, sem er mun snjallara en hin leiðin.

      Því ákvað ég í Danmörku að verða rithöfundur að atvinnu, og mér líst bara mjög vel á þá ákvörðun. Það sem meira er, ég tel að sú stefna henti mér langbest. Enda er ég þannig týpa að ég er frekar listrænn frekar en eitthvað annað. Þó svo að ég hafi einnig áhuga á jarðfræði og vísindum almennt.

Lokað er fyrir athugasemdir.