Það er bjalla í Heimssýn, og hún er biluð

Íhaldsmenninir og öfgamenninir í samtökunum Heimssýn halda því statt og stöðugt fram að það sé verið að gera „bjölluat“ í ESB með aðildarumsókn Íslands að ESB.

Drögum umsóknina tilbaka og hættum að gera bjölluat í Brussel.

Heimssýn þann 22. Júní 2011. ESB opnar á frestun aðildarviðræðna við Ísland

Því miður er þetta rangt hjá þeim. Aðildarumsókn Íslands að ESB er mjög svo alvarlegt málefni, sem þessir öfgamenn einfaldlega skilja ekki og neita að sætta sig við. Enda haga þetta fólk sér eins og verstu vitleysingar. Enda ber þessi hegðun þess merkis að þessu fólki sé nákvæmlega sama um staðreyndinar og hagsmuni almennings á Íslandi.

Þessi hópur sem stendur að Heimssýn hefur alltaf verið á móti auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Þetta fólk var á (forverar þessu voru á móti NATO aðild Íslands) móti EFTA aðild Íslands, síðan var það á móti EES aðild Íslands og núna í dag er það á móti ESB aðild Íslands. Tal þessa fólks um að það sé heimur fyrir utan ESB er bara tómt bull. Vegna þess að þetta fólk mun berjast á móti þeim samskiptum ef til þeirra kæmi. Enda eru þetta harðir einangrunarsinnar þarna á ferðinni, sem vilja pólitíska og efnahagslega einangrun Íslands og íslensku þjóðarinnar.

Alltaf hefur þetta fólk spáð heimsendi á Íslandi við aðild. Frægastur er spádómur Ragnar Arnalds um verra ástand á Íslandi við EFTA aðild. Sagan er búinn að dæma þetta fólk hræsnara og lygara, en það lætur sér samt ekki segjast og mun aldrei gera það. Enda skipta sannleikurinn og staðreyndir málsins engu máli hjá þessu fólki. Þar sem það mun alltaf berjast fyrir einangrun Íslands.

Samkvæmt frétt Rúv. Þá verða tveir lagakaflar í samningaviðræðum Íslands og ESB opnaðir og lokaðir á Mánudaginn. Þar sem lögin á Íslandi eru alveg eins og lög ESB (búin að taka upp þann kafla í aðildarviðræðum ESB í gegnum EES samninginn nú þegar).

[…]

Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins, þar sem fulltrúar allra aðildarríkjanna, ráðherrar eða embættismenn eru saman komnir, verður haldin á mánudaginn í Brussel og þar hefjast aðildarviðræðurnar formlega. Fjórir kaflar verða opnaðir, og þar af verður tveimur lokað jafnharðan, þar sem löggjöf Íslands og loggjöf Evrópusambandsins eru samhljóða. Það eru kaflar um vísindi og rannsóknir og um menntun og menningu. Hinir kaflarnir tveir eru um opinber útboð annars vegar og um upplýsingatækni og fjölmiðla hins vegar. Þar standa út af nokkur atriði sem eru ósamhljóða en eru þó ekki talin valda vandræðum í samningum.

[…]

Aðildarviðræður við ESB Frétt Rúv 22. Júní 2011.

Þá má koma afstöðu Heimssýnar í mjög fá orð og án mikilla vandræða. Sjá setninguna hérna fyrir neðan.

Heimssýn er að selja almenningi glópagull.