Mjólkureinokun í 76 ár á Íslandi

Það hefur ríkt einokun á mjólkurmarkaðinum í heil 76 ár á Íslandi núna, og það sem meira er. Þessi einokun er ekki að fara neitt á næstunni ef að þeir sem eru hvað harðastir á móti ESB aðild fá sínu framgengt. Sérstaklega þar sem að ef þessu fólki tekst að halda Íslandi fyrir utan ESB. Þá mun það þýða áframhaldandi einokun í mjólk og öðrum vörutegundum á Íslandi um ókomin ár.

Sé miðað við skoðanakannanir hinsvegar þá virðast íslendingar vilja hafa sína einokun á mjólk, og öðrum vöruflokkum. Viðskiptafrelsi og hagsæld er eitthvað sem greinlega hugnast ekki íslendingum. Hvað þá fjölbreytt vöruúrval í verslunum á Íslandi eins og þekkist í nágrannalöndum okkar (nema kannski Noregi).

Það er reyndar hætta á því að þessi sjálfstæði mjólkurframleiðandi verði fljótlega gerður gjaldþrota af MS eins og aðrir sem hafa reynt að komast inná þennan markað undanfarna áratugi á Íslandi.

Frétt Vísir.is um mjólkureinokunina.

Mini-mjólk komin á markað