Svikabrigsl Ögmundar Jónassonar

Það er ansi lágt risið á Ögmundi um þessar mundir. Enda sekkur hann stöðugt dýpra í sína eigin blekkingu og ranghugmyndir. Núna síðast skrifaði hann þetta á bloggsíðuna sína.

[…]

Á fundi ríkisstjórnarinnar 13. júlí sl. komu samningsamarkmið Íslands í peningamálum til umfjöllunar, svo og aftur 21. ágúst eftir þessi svikabrigslaskrif Þorsteins Pálssonar, sem af hálfu stjórnvalda gegnir trúnaðarstöðu í ESB ferlinu. Hið rétta er að þrír fyrirvarar komu fram á þessum fundum: Varðandi afnám gjaldeyrishafta; varðandi inngöngu í ERM II gjaldeyrissamstarfið og varðandi upptöku evru.

[…]

ESB OG LÝÐRÆÐISRÉTTURINN – Vefsíða Ögmundar Jónassonar þann 1.09.2012

Það er talsvert sérstakt að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli saka samningamann í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu um Svikabrigsl. Þetta ætti svo sem ekki að koma á óvart. Þar sem hugmyndafræði Ögmundar gengur fyrst og fremst útá völd, stjórnun og almennt séð græðgi.

Það kemur almenningi á Íslandi ennfremur ekkert við þó svo að Ögmundur vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Það er eingöngu hans skoðun. Það er ennfremur ólýðandi að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli vera að grafa svona undan samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu eins og hérna er verið að gera.