Síminn hækkar verðskrá sína – í 3 skiptið á árinu

Síminn hf hefur ákveðið að hækka verðskrá sína í 3 skiptið á þessu ári. Fyrri hækkanir áttu sér stað í Janúar, Júní og núna í September. Verðskráin hjá þeim hækkar núna í kringum 4% (eins og í síðustu tvö skipti), þær afsakanir sem notaðar eru þær sömu og í fyrri skiptin. Gengi krónunnar, launaskrið osfrv. Allt þetta mun ekki standast nánari skoðun að mínu mati. Ennfremur er augljóst að Síminn er að auka verðbólguþrýsting á Íslandi með þessum hækkunum hjá sér.

Hérna er tilkynning Símans um hækkanir.

Verðhækkun hjá Símanum

Nokkrar hækkanir verða á verðskrá Símans þann 15. september næstkomandi.
Meðaláhrif til hækkunar á símreikninga einstaklinga og fyrirtækja er um 4%.
Ástæður verðbreytinga nú eru kostnaðarhækkanir í rekstri sem tengjast meðal
annars launaskriði og breytingum á gengi íslensku krónunnar. Á undanförnum
mánuðum hefur verið unnið að því að útvíkka sparnaðarleiðir Símans, meðal
annars með því að fjölga svokölluðum vinum í Frelsi og GSM áskrift ásamt
fjölskylduleið sem býður 0 kr. GSM í GSM og 0 kr. í heimasímann. Þá hefur
sparnaðarleið Símans „Þú í útlöndum“ verið útvíkkuð svo hún nær nú til
allra viðskiptavina Símans í GSM áskrift.

Hérna síðan tafla með verði sem sýnir hækkanir á verðskrá Símans.