Jarðskjálftavirkni hefst á ný hjá Upptyppingum

Jarðskjálftavirkni er aftur farinn af stað nærri Upptyppingum, eftir hlé sem varði í rúmlega 4 mánuði. Þetta þýðir væntanlega að kvikan sem þarna er undir er aftur farinn af stað. Allir þeir jarðskjálftar sem komið hafa fram núna eru mjög litlir og fáir ná stærðinni ML2.5. Dýpi jarðskjálftanna núna er í kringum 7 km samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofunnar. Það er mun minna en þegar síðasta hrina gekk yfir þetta svæði fyrir uþb 4 mánuðum síðan.

Ég ætla mér að fylgjast með virkninni þarna eins og ég get.