Heimska AFLs á Austurlandi

Það má með sanni segja að félagið AFLs hafi gert sig rækilega að fífli með þessari yfirlýsingu sinni í fjölmiðla. Þessi samtök hefðu betur þagað, önnur eins vitleysa hefur ekki sést á prenti í mjög langan tíma.

Þessi afneitun þeirra á staðreyndum heimsins breytir honum ekki. Sú krafa sem þarna er sett fram sýnir bara og sannar að fólkið sem samdi þessa (merkingalausu) yfirlýsingu er ekki með öllum mjalla. Enda er það augljóst að umræðan í fjölmiðlum hefur lítið með stöðuna á mörkuðum að gera, enda er það þannig að meirihluti lausafjárskreppunnar er að gerast erlendis. Gráðugir íslenskir sveitamenn eru hinsvegar að súpa seyðið af sinni græðgi og þörf fyrir skyndigróða í þessari kreppu. Enda geta þeir hvergi farið þegar bankanir sem þeir fengu lánin hjá eru annaðhvort segja nei eða eru farnir á hausin.

Þessi yfirlýsing hjá þeim er hreinræktað dæmi um hina Íslensku sveitamennsku. Þessi sveitamennska veldur því að Íslendingar gera sjálfa sig fífli reglulega á alþjóðavettfangi. Einstaka sinnum koma svona yfirlýsingar og krafa um að stjórna umræðunni eins og AFLs setti fram hérna og kemur fram í fréttinni.

Ég mæli með því að AFLs verði lagt niður og gáfulegri samtök stofnuð. Helst samtök sem koma ekki með svona heimskulegar kröfur í fjölmiðla landsins, og gera sjálfan að algjöru fífli í leiðinni.

Tengist frétt: Gaspri um kreppu verði hætt