Setlög jarðar, í tímaskala

Ég hef ákveðið að svara lygaranum mofi eftir því sem ég hef tíma til. Í staðinn fyrir að svara kjaftæðinu sem kemur frá honum, þá ætla ég að vísa í þau vísindalegu gögn sem ég veit um hverju sinni og eftir því sem ég get fundið á internetinu.

Mofi er núna að bulla og ljúga um setlög jarðar og steingervinga í þeim, en steingervingar birtast ekkert bara uppúr þurru í setlögum, þó svo að þannig líti það út fyrir manni sem hefur nákvæmlega enga þekkingu á steingervingum og setlögum. Það „kort“ sem hann kemur með af precambrian tímabilinu í sögu jarðar er ekki eins einfalt og hann hann heldur fram. Því til sönnunar ætla ég að vísa í kort sem kemur frá Berkeley háskólanum í Bandaríkjunum.

Hérna er kortið af tímaskala jarðar. Ef fólk er að velta því fyrir sér hvar við erum að tímascalanum, þá er það efst fyrir ofan 5 milljón ára línuna. Smá klausa í einum rammanum þar undir tíma sem kallast Holocene. En maðurinn er búinn að vera til rúmlega allt það tímabil, nútímamaðurinn varla allt það tímabil. Svo langur er tíma rammin á sögu jarðar.

Ég læt þetta duga að sinni, mun fjalla meira um þetta seinna ef ég tíma í það.

Nýr steingervingur breytir þekkingu á þróun mannsins

Nýr steingervingur sem fannst í Afríku fyrir nokkrum mánuðum síðan hefur breytt hugmyndum manna um þróun mannsins. En það virðist sem að maðurinn hafi þróast mun fyrr frá öpum en áður var haldið, en samkvæmt rannsóknum. Þá eru vísindamenn núna að setja skilnaðinn á milli apa og manns í kringum 20 milljón ár, en áður var talið að þessi aðskilnaður hefði orðið fyrir 6 milljónum árum síðan. Fleiri rannsóknir þarf að gera áður en öruggt svar fæst um hvernig þessi þróun varð, einnig sem það þarf að finna fleiri steingervinga til þess að varpa ljósi á þróunun mannkyns, í ljósi nýrra gagna.

Frétt um málið: Fossil find pushes human-ape split back millions of years

Górillur sjást nota verkfæri

Vísindamenn hafa séð górillur nota frumstæð tól útí náttúrunni í fyrsta skipi. Górillunar nota þessi tæki meðal annars til að athuga hversu gljúpar og djúpar mýrar eru sem þær eru að fara yfir, en þær gera þetta einnig þegar þær fara yfir vatn og læki. Hérna er frétt BBC News.

Górilla

Kónguló sem er 20 milljón ára gömul

Vísindamenn fundu fyrir tveim árum eintak af kónguló sem var inní harnaðri trjákvöðu. Þessi kónguló hefur varðveist alveg ótrúlega vel miðað við tímann sem er liðin frá því að hún dó, en hún dó fyrir um tuttugu milljón árum síðan. Vísindamaðurinn sem hefur rannsakað þessa kóngurló náði að taka blóð útúr kóngurlónni sem er inní trjákvoðunni. Og með því vonast vísindamaðurinn til þess að finna út hvernig þessi kóngurló dó, og hversu gömul hún var þegar hún dó og hvert hún var að ferðast. Einnig sem vísindamaðurinn vonast til þess ná út erfðaefni (DNA) úr blóði þessar kongulóar. Hérna er frétt BBC News um þetta.

Kóngulóin