Íslandi lokað fyrir útlendingum

Núna er það stefnan að loka Íslandi fyrir útlendingum. Helsta afsökunin sem er notuð til þess að banna þetta er að ónýtt land sé auðlynd. Á meðan það er smá sannleikskorn í þessu. Þá verður samt að skoða hlutina í samhengi. Grímsstaðir á fjöllum er víst 300 ferkílómetra jörð. Fullyrt hefur verið að þetta sé 0.3% af flatarmáli Íslands.

Jarðir á Íslandi eru settar upp til þess að nýta þær. Í lagflestum tilfellum fer þessi nýting þannig fram að það eru bændur sem búa á jörðunum og nýta hana til þess að framleiða matvöru. Önnur hefur þessi nýting ekki verið undanfarna áratugi á Íslandi. Hvað Grímsstaði á fjöllum varðar. Þá má víst ekki halda sauðfé þarna, og ég sé ekki að annar búskapur muni koma fram á þessari jörð. Bæði vegna staðsetningar hennar og landslags.

Hvað varðar hótel, gólfvöll og fleira á Grímsstöðum á fjöllum þá er þetta ekki eitthvað sem ég mundi hafa áhyggjur af. Ef að þessi áform ganga ekki upp. Þá ganga þau bara ekki upp og ekki neitt meira með það. Þá verður bara jörðin seld aftur og eitthvað annað gert í staðinn. Hvað svo sem því líður. Þá er alveg ljóst að melanir og óbyggðin verður þarna til staðar áfram. Enda ómögurlegt að byggja yfir allt þetta landsvæði, eins og margir augljóslega ímynda sér þessa dagana.

Íslendingar nota hinsvegar margþættar og undarlegar réttlætingar til þess að loka Íslandi fyrir útlendingum. Tap á auðlyndum (sem eru kannski ekki einu sinni til staðar) er vinsæl réttlæting.

Íslenskur almenningur ætti að fara búa sig undir innflutningshöft (eða flytja frá Íslandi sem annan möguleika). Vegna þess að það er sú stefna sem íslendingar eru að taka með því að styðja þær pólitísku ákvarðanir sem einangrunarsinnar í stjórnmálaflokkum á Íslandi boða.

Þjóð hinna glötuðu tækifæra

Íslendingar þykjast vera voðalega sniðugir með því að banna útlendingum að stunda fjárfestingar á Íslandi. Þetta sést best á viðbrögðum dagsins eftir að Innanríkisráðherra kom í veg fyrir landakaup Kínverjans á Grímstöðum á Fjöllum. Rökstuðningur Ögmundar stenst ekki nánari skoðun, og hefur í raun aldrei gert það. Það eru margir sem halda því og trúa að þetta sé ekki neitt vandamál. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er svona á fleiri sviðum á Íslandi. Fyrir nokkru síðan sendi danskt félag inn kauptilboð til þess að kaupa hina gjaldþrota Húsasmiðju. Það var ekki einu sinni litið á það tilboð samkvæmt fréttum. Þess í stað var Húsasmiðjan seld Framtakssjóði Íslands og aðilum sem eru örugglega nátengdir fyrrverandi eigendum Húsasmiðjunar.

Enda er það þannig að Íslandi og íslenskri menningu er lýst sem gjörspilltri og handónýtri. Enda er ekki hægt að stunda viðskipti á Íslandi nema að þekkja rétta aðila, að vera „innmúraður“ eins og íslendingar kalla það í daglegu tali sín á milli. Þetta er eitthvað sem íslendingar þekkja allir sjálfir og sumir hafa reynt þetta á eigin skinni að auki.

Síðan til þess að auka skömmina og niðurlægingu íslendinga. Þá kemur Ögmundur, Innanríkisráðherran sjálfur með þessi hérna skilaboð í fjölmiðlum á Íslandi.

Aðspurður hvað hægt væri að gera ef Huang Nubo myndi setja á stofn fyrirtæki innan EES og kaupa landið í gegnum það segir Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig.“

Ögmundur Jónsson, 25 Nóvember, 2011. Vísir.is, Ögmundur vill banna öllum útlendingum að fjárfesta á Íslandi

Ögmundur þarf ekki að hafa áhyggjur af fjárfestingum útlendinga á Íslandi í kjölfarið á þessum ummælum sínum. Erlendir fjárfestar munu einfaldlega strika Ísland af listanum sem vænlegan fjárfestinakost hjá sér, og fara með fjármagnið sitt annað. Á meðan getur Ögmundur reynt að réttlæta minnkandi gjaldeyrisforða Íslandi, og versnandi lífskjör sem fylgja þessum ákvörðunum hans. Vegna þess að fjárfestingar eru grundvöllur þess að verði hagvöxtur í hinu íslenska hagkerfi. Hver réttlætingin verður þegar fram líða stundir veit ég ekki. Ég er samt alveg viss um að réttlætingin verður rósrauð af sjálfshóli og heilögu réttlæti fyrir íslendinga. Gallin er bara að þetta sem Ögmundur lifir augljóslega fyrir færir íslendingum ekki vinnu, og ekki mat á borðið heldur.

Íslendingar eru svo sannarlega þjóð hinna glötuðu tækifæra. Enda eru það íslendingar sem leiða sjálfa sig til glötunar og engir aðrir.

Ögmundur sýnir að vinstri Grænir hafa ekki áhuga á erlendri fjárfestinu á Íslandi

Núna, þegar íslendinga vantar erlenda fjárfestingu, gjaldeyri og fleira í þeim dúr. Þá eru ákveðnir þjóðfélagshópar staðráðnir í því að ekkert af þessu skuli gerast á Íslandi. Fremstir þar á meðal eru Vinstri Grænir, síðan kemur Framsóknarflokkurinn og síðan Sjálfstæðisflokkurinn. Þessir flokkar hafa það á stefnuskránni hjá sér að loka Íslandi fyrir erlendum fjárfestingum og einangra Íslenskt efnahagslíf algerlega frá umheiminum.

Síðan lýgur þetta fólk því að íslensku þjóðinni að það sé opið fyrir erlendri fjárfestingu. Þar sem augljóst er það ekki. Svona miðað við fyrri verk og störf í þessum efnum. Íslendingar eiga að hafna svona hugsunarhætti og hugmyndafræði. Enda er þetta hættulegt og mun aðeins leiða til þess að íslendingar dragast aftur úr nágrannaþjóðunum hvað lífsgæði varðar og fleira í þeim dúr.

Það væri ennfremur stór framför ef að Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mundi skila af sér ráðherraembættinu fyrir kvöldmat í kvöld. Þjónustu hans er ekki lengur óskað af íslensku þjóðinni.

Haugalygi Bændasamtaka Íslands um verðlag á landbúnaðarvörum

Bændasamtök Íslands halda áfram að ljúga því að íslensku þjóðinni að íslenskar landbúnaðarvörur séu ódýrar. Á meðan staðreyndin er hinsvegar sú að íslenskar landbúnaðarvörur eru rándýrar þrátt fyrir mikla landbúnaðarstyrki. Ástæðan er auðvitað sú að á Íslandi er alger einokun á ákveðnum landbúnaðarvörum (mjólkurvörum, ostum og öðrum tengdum hlutum), síðan er fákeppni á öðrum landbúnaðarvörum. Bæði í framleiðslu og sölu. Vegna þessar fákeppni og einokun á íslenskum markaði þá er verðlag á landbúnaðarvörum hátt, gæði lítil og úrval ennþá minna.

Þær „kannanir“ sem Bændasamtök Íslands gera eru því marklausar með öllu og hafa ekkert raungildi. Þetta er í raun ekkert nema áróður af hálfu Bændasamtaka Íslands og hefur aldrei verið neitt annað. Staðreyndin er sú að í Svíþjóð og Danmörku er mikil samkeppni og frjáls markaður með landbúnaðarvörur. Milli þessara landa er einnig mismunandi skattkerfi á matvöru. Sem dæmi er aðeins 7% skattur á matvöru í Svíþjóð, en aftur á móti er 25% skattur á matvöru í Danmörku. Ég þekki ekki skattaprósentuna í Noregi. Í Noregi er ekki frjáls markaður með matvöru, og þar er ástandið mjög svipað varðandi samkeppni og á Íslandi. Það sem helst munar er sú staðreynd að Norðmenn geta keyrt yfir til Svíþjóðar og verslað þar í matinn, eða tekið ferjuna til Danmerkur og verslað þar í matinn ef þeir vilja. Íslandi er enginn slíkur möguleiki til boða vegna fjarlægðar.

Í Danmörku og Svíþjóð er einnig mikið um tilboð á matvöru og eru þau stöðugt að breytast stöðugt. Það veldur því að fólk verslar oft meira en á hagstæðara verði. Slík tilboð er ekki að finna á Íslandi vegna einokunar og fákeppni á markaðinum með landbúnaðarvörur.

Sú fullyrðing að íslenskar landbúnaðarvörur séu ódýrari er ekkert nema þjóðsaga og hefur aldrei verið neitt annað.

Fréttir af þessu máli.

Íslenskar vörur oft ódýrari í krónum talið (Vísir.is)

Veðmálið gegn íslensku þjóðinni

Í dag er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þeir sem hafa tekið þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni eru í samtökum sem kallast Heimssýn, samtök sem hafa það að markmiði að viðhalda kjaraskerðinu íslendinga í gegnum íslensku krónuna, verðbólgu og háa vexti. Allt þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni er til þess að þjóna hagsmunum fárra. Íslendingar ættu að þekkja þetta fólk. Þetta er fólkið sem fór í gegnum efnahagshrunið og það sér ekki einu sinni á því. Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins sem er á móti Evrópusambandsaðild Íslands á 600 milljónir inn á bankabók í hreinan hagnað. Hann hefur tekið veðmál gegn íslensku þjóðinni. Bjarni Ben, núverandi formaður sjálfstæðisflokksins tapaði milljörðum en er ekki gjaldþrota og á milljarða inn á bankabók. Hann er líka á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Steingrímur J, er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu vegna þess að hann dreymir gamla tíma einangrunar og skömmtunar. Þar sem ráðherrar á Íslandi höfðu svo gott sem alræðisvald yfir almenningi á Íslandi, og spilling fékk að þrífast óáreitt á Íslandi. Þetta eru þeir tímar sem Steingrím J, og fleiri dreymir um að komi aftur til baka á Íslandi.

LÍÚ er nú þegar komið í Evrópusambandið, enda á LÍÚ margar af stærstu útgerðum innan Evrópusambandsins. Allt frá Spáni til Finnlands. Þeir nota evru til þess að gera upp bókhaldið hjá sér og borga reikninga. Þeir eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bændasamtök Íslands eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrífast í spillingu og eftirlitsleysi. Vilja flytja út meira lambakjöt til Evrópusambandsríkja en á sama tíma vilja þau takmarka innflutning á landbúnaðarvörum til Íslands. Svo að íslenskir sláturleyfishafar geti nú örugglega haldið verði háu úti búð en lágu til íslenskra bænda á sama tíma. Þarna er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þessir menn njóta síðan stuðnings Jóns Bjarnarsonar Land og Sjávarútvegsráðherra. Manni sem hefur fyrir löngu síðan staðið á sama um hagsmuni almennings og ver þess í staðinn hagsmuni fyrirtækja og samtaka sem hafa það eitt markmiði að arðræna íslenskan almenning með beinum og óbeinum hætti.

Þetta styðja síðan samtökin Heimssýn og vefsíðan Evrópuvaktin. Þetta endar þó ekki þar. Þar sem það er meira í þessu en bara óheiðarleg samtök og fyrirtæki sem hafa tekið stöðuna gegn almenningi á Íslandi.

Eitt af því sem markar málflutning þeirra sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu er sú staðreynd að þetta fólk vill halda í ónýtt efnahagskrefi sem hefur ekki virkað í rúmlega 93 ár, og mun ekkert virka upp úr þessu. Það er talað um að gengisfall krónunar hafi bjargað almenningi. Á meðan staðreyndin er sú að almenningi á Íslandi blæðir út vegna íslensku krónunar. Háir stýrivextir og neikvæðir raunvextir eru bein merki þess. Á meðan hafa þeir ríku, og síðan fyrirtækin og stjórnmálamenninir tengdir þeim örugglega aðgang að gjaldeyri til þess að tryggja hagsmuni sína. Almenningur á Íslandi fær síðan að svelt og sagt að svona sé þetta bara.

Þetta er það kerfi sem Heimssýn og Evrópuvaktin vilja standa vörð um. Kerfi sem refsar og jafnvel níðist á almenningi á Íslandi. Fyrir þessu er almenningur svo gott sem ráðalaus og hefur hingað til verið það. Það urðu lagaumbætur með aðild Íslands að EFTA, og síðar með aðild Íslands að EES samningum. Þar sem dregið var úr valdi ráðherra í bæði skiptin með alþjóðlegum samningum íslendinga við Evrópusambandið, og þar á undan með aðild Íslands að EFTA.

Það er algjörlega nauðsynlegt að minnast á þá staðreynd að þeir sem eru (tóku þátt í umræðunni á sínum tíma) á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu í dag. Voru á sínum tíma á móti aðild Íslands að EFTA og síðar EES samningum. Sumt af þessu fólki vill að Ísland fari úr bæði EFTA og EES og nefnir þar ýmsar vafasamar ástæður fyrir því. Ástæður sem eru ekki neitt nema uppspuni þessa fólks og tilheyrir bara hugarheimi þess og engu öðru.

Allt þetta fólk sem stendur að baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu á það sameiginlegt að standa gegn hagsmunum almennings á Íslandi. Enda er það almenningur á Íslandi sem borgar fyrir þá óráðsíu að vera með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Borgar fyrir óhagstæðara vöruverð, vexti, verðbólgu og allt annað sem er óhagstætt að vera með minniháttar gjaldmiðil sem er bæði dýr og óhagstæður í rekstri. Þetta er það sem þessi 93 ár með íslensku krónuna sem gjaldmiðil ættu að hafa kennt íslendingum nú þegar. Hinsvegar blekkir lygaáróður andstæðinga Evrópusambandsins mjög mikið, og þar liggur veðmálið gegn íslensku þjóðinni.

Það er veðjað á það að íslenskur almenningur samþykki niðurstöðu sem er verri fyrir þá sjálfa, en góð fyrir fólkið sem stendur á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þessi niðurstaða sem er góð fyrir ríka fólkið, og fyrirtækin og samtök sem eru tengd þeim er að íslendingar hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Upp á það er veðjað og ekkert annað. Niðurstaðan sem er vond fyrir ríkja fólkið, og fyrirtækin og samtökin sem eru tengd þeim er að íslendingar samþykki aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það er því augljóst að íslendingar eiga að samþykkja aðildarsamning Íslands og Evrópusambandsins þegar hann liggur fyrir. Annars verður bara haldið áfram að níðast á almenningi á Íslandi, og ríka fólkið verður bara ríkara í kjölfarið á kostnað almennings. Þetta er nú þegar að gerast. Lesið bara fréttinar.

Heimssýn og Evrópuvaktin boða áframhaldandi kjaraskerðingu almennings á Íslandi

Árið 1981 skiptu íslendingar um gjaldmiðil. Þá voru tvö núll tekin af íslensku krónunni. Þannig að 1000 gamlar krónur urðu 10 nýjar krónur. Þegar þetta var gert þá var íslenska krónan (þessu nýja) á rúmlega pari við dönsku krónuna. Frá því að vera mjög verðlaus gjaldmiðill í dönskum krónum talið fyrir það ár. Þessi kjaraskerðing í gegnum íslensku krónuna kom auðvitað eingöngu niður á íslenskum almenningi og fyrirtækjum sem ekki höfðu aðgang að erlendum gjaldeyri.

Hérna eru nokkrar sögulegar fréttir um þetta mál.

Allar þessar blaðsíður eru fegnar af vefsíðunni tímarit.is. Smellið á myndinar til að fá leshæfa stærð.

Það er ótrúlegur samhljómur með þessu ástandi sem var uppi árið 1980 og árin þar á undan. Það er áður en gengi íslensku krónunnar var fellt 100 falt (tvö núll tekin af íslensku krónunni). Árið 1981 var 1 DKK rúmlega 1 ISK, eða nærri því á pari. Í dag er 1 DKK rúmlega 21,24 ISK krónur. Á rúmlega 30 árum hefur gengi íslensku krónunnar því fallið mjög mikið, einhver sagði að þetta fall væri rúmlega 95% á rúmlega 30 árum. Ég er ekki frá því að það sé nærri því að vera rétt.

Það er þó ljóst að þeir sem berjast gegn Evrópusambands aðild Íslands og evrunni vilja viðhalda í þessa kjaraskerðingu, gengisfall (handvirkt ef ekki sjálfvirkt), verðbólgu, hátt verðlag og almenna skerðingu á launum íslensks almennings með því að lækka gengi íslensku krónunnar og skerða þannig kjör íslensks almennings á óbeinan hátt (hærra verðlag á erlendum vörum). Síðan má minnast á gjaldeyrishöft og jafnvel hugsanleg innflutningshöft (eftir að Ísland verður rekið úr EES og EFTA fyrir að standa ekki við kröfur aðildar) á vöruinnflutningi til Íslands.

Þeir sem vilja skerða kjör íslensks almennings eru eftirtaldir aðildar.

Heimssýn
Evrópuvaktin
Sjálfstæðisflokkurinn
Framsóknarflokkurinn
Vinstri Grænir
Aðrir stjórnmálaflokkar á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Ég er persónulega ekki tilbúinn að láta íslenska stjórnmálaflokka að hafa mig af fífli með endalausum kjaraskerðingum með því að nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Af þeim sökum mun ég flytja aftur til Danmerkur á næsta ári. Hvað almenningur á Íslandi gerir er hans að ákveða, en nýjustu skoðanakannanir boða ekki bjarta framtíð fyrir íslendinga.

Ísland hefur ekki breyst mikið síðustu áratugi

Það er alveg ljóst að Ísland hefur ekki breyst mikið síðustu áratugi. Hérna eru tvö dæmi.

Fréttayfirlit fyrir árið 1966.
Fréttayfirlit fyrir árið 1984.
Fréttir Rúv árið 1990. Það kemur ekki fram hvaða dag þetta var.

Þarna sést að það er ótrúlega lítið sem hefur breyst á Íslandi á þessum langa tíma. Ég reikna ekki með að mikið breytist á Íslandi á næstu árum. Svona ef fyrri ár eru höfð til viðmiðunar.

Það er alveg ljóst að efnahagur Íslands verður í sama ruglinu og áður fyrr miðað við þessar staðreyndir og ekkert mun breytast á Íslandi þjóðfélagslega séð.

Lygi Árna Páls Efnahags og viðskiptaráðherra

Til þess að réttlæta gjaldeyrishöft á Íslandi. Þá kom Árni Páll Efnahags og viðskiptaráðherra með þessa fullyrðingu samkvæmt frétt á Vísir.is.

Árni Páll segir margt þurfa að koma til svo afnema megi höftin. Mörg lönd í Evrópu séu að taka upp gjaldeyrishöft þessa dagana vegna erfiðleika á alþjóðlegum mörkuðum.

Þetta er rangt. Það eru ekki nein lönd að taka upp gjaldeyrishöft í Evrópu. Innan Evrópusambandsins eru gjaldeyrishöft ólögleg og verða ekki sett af aðildarríki Evrópusambandsins. Lönd sem standa utan Evrópusambandsins geta hinsvegar sett gjaldeyrishöft ef þeim þykir það kostur. Slíkt er hinsvegar vantraustyfirlýsing á efnahagsstöðugleika viðkomandi ríkis um langa framtíð.

Með þessari lagasetningu þá hafa Íslensk stjórnvöld komið með áframhaldandi vantraust á íslenskt efnahagslíf um óákveðin tíma. Það þýðir ennfremur lítið fyrir sjálfstæðismenn að tala um afléttingu gjaldeyrishaftana. Þar sem þeim verður ekki aflétt af þeim eða nokkrum stjórnmálaflokki á næstu áratugum með núverandi áframhaldi. Það bara mun ekki gerast vegna óstöðugleika og vantrausts á íslenskt efnahagslíf.

Fréttir af fábjánagangi Árna Páls.

Heimilt að framlengja gjaldeyrishöftin til 2013 (Vísir.is)