Jarðskjálftinn í nótt

Í nótt varð jarðskjálfti í Skálafelli. Samkvæmt Veðurstofunni þá varð stærð þessa jarðskjálfta ML3,9 og dýpið var í kringum 8 km.

Eftir því sem ég fæ best séð, þá var þetta hefðbundinn brotaskjálfti. Líklegt er að þetta hafi verið norður-suður brot á jarðskjálftanum, það er þó óljóst.

Það er ekki líklegt að þessi jarðskjálfti boði stærri jarðskjálfta á svæðinu. Það er hinsvegar ekki útilokað.