Jarðskjálfti uppá ML3.1 í Eyjafjallajökli

Klukkan 15:56 UTC þann 11 Mars 2010 varð jarðskjálfti uppá ML3.1 í Eyjafjallajökli samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í þeirri jarðskjálftahrinu sem núna gengur yfir Eyjafjallajökull. Dýpi þessa jarðskjálfta var 2.5 km samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Óvissuástand er ennþá í gildi vegna Eyjafjallajökuls hjá Almannavörnum Ríkisins.