Grynnri jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Það er áframhald á litlum og grunnum jarðskjálftum í Eyjafjallajökli. Ný miðja þessara jarðskjálfta er uþb 3 til 5 km S og SSV af Básum samkvæmt vef Veðurstofu Íslands. Dýpi þessara jarðskjálfta hefur farið stöðugt minnkandi undanfarna daga, og gefur það vísbendingar um það að þarna sé líklega kvika á ferðinni að troða sér í bergið á svæðinu. Óvíst er hvort að það nái að brjótast uppá yfirborðið, en það verður þó að teljast líklegt miðað við þá stöðu sem er kominn upp í Eyjafjallajökli.

Gosórói er ennþá mikill í Eyjafjallajökli þessa stundina, samkvæmt óróaplotti Veðurstofunar þá hefur ekki dregið úr honum síðustu klukkutíma. Samkvæmt fréttum Rúv þá hefur gosóróinn verið stöðugur síðustu klukkutímana.

Hérna er óróaplott Veðurstofu Íslands. Óróinn getur aukist, eða minnkað án mikils fyrirvara í Eyjafjallajökli.