Eldgosið í Grímsvötnum

Eldgosið í Grímsvötnum er ennþá mjög öflugt. Þó svo að líklega hafi eitthvað dregið úr kraftinum í eldgosinu síðan í gær. Það sem er áhugavert við þetta eldgos er sú staðreynd að jarðskjálftar hafa haldið áfram í nágrenni við Grímsvötn þó svo að eldgosið sé hafið. Í kjölfarið á hverri jarðskjálfahrinu þá virðist eins og krafturinn aukist smá stund í eldgosinu. Hvað þetta þýðir veit ég ekki. Það er hinsvegar augljóst að eldgosið í Grímsvötnum er mjög stórt og langtum stærra heldur en eldgosið árið 2004 í Grímsvötnum.

Það er vonlaust að átta sig á því hversu lengi þetta eldgos mun vara í Grímsvötnum, en venjulega hafa eldgos í Grímsvötnum varað í nokkra daga upp í tvær vikur.