Lítið dregur úr eldgosinu í Grímsvötnum

Eftir því sem ég kemst næst. Þá dregur lítið úr eldgosinu í Grímsvötnum miðað við óróamælingar Veðurstofu Íslands. Það er hugsanlegt að eitthvað hafi dregið úr öskuframleiðslunni ef að vatn er hætt að koma í gígana sem eru að gjósa í Grímsvötnum. Það er þó ekki með fullu vitað vegna þess að ekkert hefur verið hægt að komast nálægt eldstöðvunum vegna öskuskýs.

Það er vonlaust að segja hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það er þó ljóst að þetta eldgos er hættulegt. Þar sem hættan er á að nýjar gossprungur opnist síðar í þessu eldgosi. Þá mun nýtt tímabil öskufalls hefjast á meðan vatn kemst í nýja gíga sem opnast í Grímsvötnum. Það verður þó bara að bíða og sjá til hvað gerist í Grímsvötnum á næstu dögum.