Óróinn heldur áfram í Grímsfjalli

Þó svo að eldgosinu í Grímsfjalli (eða Grímsvötnum) virðist vera lokið þá er engu að síður mikill órói á jarðskjálftamælum Veðurstofunar í kringum Grímsfjall og í kringum Vatnajökull. Ég veit ekki ennþá hver ástæðan er fyrir þessum óróa eða hvað þetta þýðir nákvæmlega. Hinsvegar óttast ég (sem áhugamaður á þessu sviði) að þetta þýði frekari eldgos í Grímsfjalli á næstunni. Enda lít ég svo á að eldgosi sé ekki lokið fyrr en bakgrunnshávaða sé náð á mælum í kringum eldstöð. Bakgrunnshávaði er vindur, vatn, öldugangur á ströndinni og svoleiðis hlutir.

Hérna er óróagröf af vef Veðurstofu Íslands frá því klukkan 15:00 UTC.

Myndir teknar af vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessara mynda tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og má sjá hérna er óróinn ennþá talsverður í Grímsfjalli. Jafnvel þó svo að hætt sé að gjósa í Grímsfjalli þessa stundina. Hvað sem þetta þýðir. Þá þykir mér ljóst að virknin í Grímsfjalli er væntanlega ekki ennþá lokið. Þó svo að einu eldgosi sé núna væntanlega lokið. Það er alveg ljóst að eldfjöll eru og hafa alltaf verið óútreiknanleg. Hvort sem það er á Íslandi eða erlendis.