Eldgosið líklega að verða búið í Grímsvötnum

Eins og hefur komið fram í fréttum þennan morguninn að eldgosið í Grímsvötnum er líklega búið. Það hefur komið fram að í fréttum að eingöngu gufa sé að koma upp úr gígnum í Grímsvötnum. Þessi minni virkni í Grímsvötnum er einnig staðfest á óróaplottum í kringum Vatnajökul og á Grímsfjalli.

Það er þó annað áhugavert hefur verið að gerast undanfarinn sólarhring og það eru hópur af jarðskjálftum SSA af Grímsfjalli. Ég veit ekki afhverju jarðskjálftar eiga sér stað þarna, en möguleg ástæða gæti verið kvikuinnskot inn á þetta svæði. Það er þó ekki staðfest og er ekkert nema bara getgátur á þessu stigi málsins.

Það er þó annað áhugavert er að óróinn er ennþá frekar hár þó svo eldgosinu sé lokið eða að ljúka. Ég er ekki viss afhverju það er.

Þetta eldgos virðist hafa breyst mikið síðasta sólarhring. Þar sem í gær leit ekki út fyrir að eldgosinu væri að ljúka með svona skömmum fyrirvara.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 07:54 UTC þann 25. Maí 2011.