Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag klukkan 17:10 UTC hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu, hlé kom í þessa jarðskjálftahrinu um klukkan 17:43 UTC. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu virðast hafa verið í kringum ML3.0 að stærð. Það liggur þó ekki endanlega fyrir á þessari stundu. Sem stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Kötlu, þar sem órói hefur ekki aukist á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu á þessari stundu. Það gæti þó auðveldlega breyst á mikils fyrirvara ef þessi jarðskjálftahrina er undanfari í Kötlu. Ég mældi ég einn jarðskjálftann á mælinum mínum sem er nærri Heklu, og sá þar að hann hafði merki þess að kvika hafði búið jarðskjálftann til. Frekar en hefðbundið brot í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrinan er staðsett í miðju Kötlu öskjunnar. Staðsetning þessar jarðskjálftahrinu bendir til þess að þarna sé á ferðinni kvikuinnskot í Kötlu. Hvort að það er nægjanlegt til að hefja eldgos í Kötlu er ósvöruð spurning á þessum tíma. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast með þessari þróun. Þar sem aðstæður geta breyst mjög hratt í Kötlu og án mikils fyrirvara.

Ég mun fylgjast með þróun mála og koma með frekari upplýsingar ef eitthvað fleira gerist.