Jarðskjálftar í Presthnjúkum. Um jarðskjálftana í Kötlu

Jarðskjálftahrina hefur verið við Presthnjúka í dag. Hinsvegar hófst þessi jarðskjálftahrina fyrir nokkrum dögum síðan en hefur farið hægt af stað. Þessi jarðskjálftahrina er ekki stór í sniðum enn sem komið er, en stærstu jarðskjálftanir hafa náð stærðinni ML3.3. Þessir jarðskjálftar hafa fundist í sumarbústaðarbyggð sem er þarna í nágrenninu.

Jarðskjálftahrinan í Kötlu virðist vera lokið að sinni. Það er erfitt að segja til um nákvæmlega hvað þetta þýðir til lengri tíma litið, en augljóst má vera að Katla er farin að hita upp fyrir eldgos. Hvenar svo sem það verður síðan. Það er því full ástæða til þess að fylgjast vel með Kötlu á næstu vikum og mánuðum með þessari auknu virkni í huga.