Nýjir jarðskjálftar í öskju Kötlu

Þegar það fór að draga úr óróanum á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu þá fóru að sjást aftur smáir jarðskjálftar á jarðskjálftamælunum. Þessir jarðskjálftar hafa líklega átt sér stað í alla nótt, en hafa væntanlega ekki sést vegna óróa sem hefur verið í gangi.

Það hefur komið fram að óróinn sé alveg dottin niður. Samkvæmt því sem ég sé á vef Veðurstofu Íslands þá hefur óróinn minnkað en hann er langt frá því að vera alveg dottinn niður. Enda eru mælanir ekki ennþá komnir niður í bakgrunnshávaðann sem alltaf á jarðskjálftamælum þegar ekkert er að gerast.

Eins og staðan er í dag þá er nauðsynlegt að hafa fullan varan á því sem er að gerast í Kötlu. Enda met ég það sem svo að þetta sé ekki búið það sem er að gerast í Kötlu. Þó svo að dregið hafi úr því sem gerðist núna í nótt eftir því sem liðið hefur á daginn.

One Reply to “Nýjir jarðskjálftar í öskju Kötlu”

Lokað er fyrir athugasemdir.