Rúmlega 200.000 kjósendur vilja ekki Ólaf Ragnar sem forseta Íslands

Þeir hægri og vinstri menn (öfga flestir af þeim eftir því sem ég kemst næst) færðu í dag Forseta Íslands undirskriftarlista með undirskriftum rúmlega 31.700 kjósenda (eftir mikið erfiði og framlegda undirskriftarsöfnun og smölun að auki). Þetta þýðir að það eru rúmlega 200.000 kjósendur á Íslandi sem vilja ekki Ólaf Ragnar sem Forseta Íslands.

Þar sem að þetta er undirskriftarlisti, en ekki könnun. Þá er ekki hægt að nota aðferðir skoðanakanna á þennan undirskriftarlista. Þetta þýðir í prósentum talið að aðeins 15,85% kosningabærra manna vilja Ólaf Ragnar sem forseta Íslands. Það þýðir einnig að í prósentum talið að rúmlega 84,15% kosningabærra manna vilja ekki Ólaf Rangar sem Forseta Íslands, þar sem undirskriftarlistinn var til stuðnings honum og nýju framboði hans til þess embættis eftir samfellda 16 ára valdasetu í því (sem er alveg meira en nóg).

Ólafur Ragnar stefnir kannski að því að vera annar Forseti Íslans sem deyr í embætti. Enda er það svo að Ólafur Ragnar er orðin gamall maður, og er ekkert að yngjast þessi árin.

Það er augljós staðreynd, sem er öllum sjáanleg. Nema kannski Ólafi Ragnari sjálfum.