Stjórnlaus þröngsýni skaðar viðskipti íslendinga við útlönd

Fréttamiðilinn Stundin flettir ofan nýjustu spillingu á Íslandi og sýnir þar fram á hvernig hagsmunir Íslands skaðast vegna spillingar í hæstu valdastöðum á Íslandi. Nýjasta dæmið sýnir hvernig íslendingar eru að láta frá sér markað 510 milljón manna (rúmlega) og vilja í staðinn fara á markað þar sem eingöngu eru rúmlega 130 milljónir manna (Rússland).

Þetta er auðvitað heimska af hæstu gráðu sem er um að ræða hérna og afskaplega slæmt vit á viðskiptum að haga málum svona og gífurlega mikla þröngsýni á viðskipti og heiminn í kringum Ísland. Sérstaklega þar sem Stundin nefnir í sínum greinum að Kaupfélag Skagfirðinga vill ekki fá greitt í peningum fyrir þær vörur sem eru sendar út. Heldur vill KS fá greitt í timbri, olíu og fiski í staðinn fyrir lambakjöt. Helstu talsmenn vöruskipta á Íslandi er fornmaðurinn Guðni Ágústsson, auk Jóns Bjarnarsonar sem tafði aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu til loka síðasta kjörtímabils þegar hann var ráðherra í ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar.

Það er ekkert annað en hrein geðveiki að fórna markaði uppá 500 milljónir manna í staðinn fyrir ótraustan markað í Rússlandi, þar sem er ekki víst að nokkuð fáist greitt upp í það sem sent er vegna stöðu efnahagsmála í Rússlandi. Síðan er hérna um að ræða afskaplega slæma meðferð á utanríkismálum Íslands og staðan þar getur og mun væntanlega eingöngu versna á næstu mánuðum á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd á Íslandi.

Til þess að fá frekar upplýsingar um hvað málið snýst. Þá hvet ég fólk til þess að lesa ítarlega fréttir Stundin. Áskriftar er krafist.

Skagfirsku áhrifin á viðræðuslitin við ESB (Stundin)
Ísland tvíeflist í útflutningi til Rússlands í kjölfar innflutningsbanns (Stundin)

Fólkið sem veit ekkert um Evrópusambandið á YouTube

Heimssýn / Nei við ESB hafa gefið út tvö myndbönd þar sem tekin eru viðtöl við fólk sem augljóslega veit ekkert um Evrópusambandið.

Það er mjög einfalt að afsanna allar þessar fullyrðingar sem þetta fólk segir með einfaldri leit á internetinu. Síðan eru það er staðreynd að sáttmálar Evrópusambandsins eru mjög skýrir og hægt að lesa þá á vefsíðu Evrópusambandsins.

Það skal tekið fram að allar helstu réttarbætur sem íslendingar hafa fengið á síðustu áratugum eru komnar frá Evrópusambandinu og undanförum þess, auk aðildar Íslands að EFTA færði íslendingum miklar réttarbætur og kjarabætur. Mikið af þessu fólki barðist einnig á móti aðild Íslands að EFTA með nákvæmlega sömu „rökum“ og eru notuð í þessu myndböndum sem Heimssýn / Nei við ESB hafa útbúið og sett á YouTube.

Fyrsti hluti (varúð, mjög mikil heimska og 19 aldar hugsunarháttur)
Annar hluti (varúð, ennþá meiri heimska)

Grein uppfærð klukkan 01:47 UTC.

Ríkisstjórn er án umboðs Alþingis varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Ríkisstjórn Íslands hefur ekki sótt umboð til Alþingis til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það gerir bréfið sem Gunnar Bragi Utanríkisráðherra sendi til Evrópusambandsins að markleysu. Allt tal um að Ísland sé búið að draga umsóknina að Evrópusambandinu til baka er markleysa og þjónar engum öðrum tilgangi en að ljúga að íslensku þjóðinni að búið sé að draga umsóknin Íslands að Evrópusambandinu til baka. Ríkisstjórn Íslands ætti nú þegar að segja af segja af sér vegna þessa máls og annara sem hafa komið upp undanfarið, enda er ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki fær um að stjórna Íslandi og er í reynd í þjónustu stórra fyrirtækja og hagsmunaaðila á Íslandi, slíkt á auðvitað ekki að líðast á Íslandi og því á að stoppa það án tafar.

Ísland er ennþá skráð hjá ESB sem hugsanlegt aðildarríki (Candidate state) eins og sjá má hérna og hérna. Þessari stöðu verður ekki breitt án heimildar frá Alþingi Íslands og það er alveg ljóst að sú heimild er mun ekki fást áður en þessu kjörtímabili líkur.

Ríkisstjórn Íslands segi tafarlaust af sér

Ég hér með krefst þess að ríkisstjórn Íslands segi tafarlaust af sér. Á sama tíma verði einnig hafin rannsókn á embættisverkum þessar ríkisstjórnar, ráðherrum þeirra og þeir dregnir fyrir dómara og dæmdir fyrir glæpi sína ef einhverjir eru. Það er ennfremur alveg ljóst að Utanríkisráðherra hefur brotið gegn þrískiptingu ríkisvaldsins eins og sagt er fyrir um það í stjórnarskrá Íslands. Slíkt telst vera refsivert athæfi samkvæmt íslenskum lögum um ráðherraábyrgð. Fyrir þetta verður Utanríkisráðherra að sæta refsingu sem og aðrir ráðherrar sem hafa samþykkt þetta skjal. Síðan má einnig benda á þá staðreynd að þetta skjal sem Utanríkisráðherra afhenti Evrópusambandinu og ráðmönnum þess er ólöglegt. Þar sem það hefur ekki verið samþykkt af alþingi og er því ekki löggilt afstaða Alþingis íslendinga. Enda er samkvæmt íslenskri stjórnsýslu ætlast til þess að ráðherrar framkvæmi vilja Alþingis, þetta virkar ekki á þann hátt sem íslendingar eru núna að sjá.

Síðan legg ég til þess að íslendingar mótmæli þessu af fullum krafti (þegar veður leyfir) og núverandi ríkisstjórn verði hrakin frá völdum með illu ef ekki dugar annað til. Það er komið nóg af þeirri valdníðslu sem núverandi ríkisstjórn Íslands stendur í þessa dagana.

Fréttir þessu tengdu

Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB (Rúv.is)

Ruglið í Evrópu-andstæðingum á Íslandi

Það er eins og að Evrópu-andstæðingar á Íslandi kunni ekki stjórnmál, skilji þau ekki og átti sig ekki á innihaldi hlutanna. Þetta á sérstaklega við þegar það kemur að umræðum um Evrópusambandið, sem þetta fólk er á móti, röksemdafærslur þessi, sem er reyndar of vel í gefið, standast ekki neina skoðun eða rök og hafa aldrei gert.

Þetta fólk veit fullvel að Evrópusambandið er samvinnuverkefni 28 aðildarríkja þess og allar reglur og lög sem þar eru sett eru samþykktar af öllum aðildarríkjum þess. Engin lög eða reglur sem þarna eru til staðar eru í andstöðu við eitthvað af aðildarríkjum þess. Fullyrðingar um annað eru lygi af hálfu þeirra sem setja þær fram.

Það er annað sem einkennir umræðu Evrópu-andstæðinga á Íslandi, það er tal um „bjölluat“[1] og að „kíkja í pakkann“[1]. Þetta er kjaftæði og þjónar eingöngu áróðurstilburðum þeirra að setja þetta svona fram. Íslendingar hafa alltaf vitað hvaða skyldur og reglur fylgja því að ganga í Evrópusambandið, eitthvað af þessum reglum er hægt að semja um, þar sem ekki allar reglur eða lög Evrópusambandsins ná til íslenskra aðstæðna (það er í raun óþarfi að semja um þessi atriði, það er þó hægt upp á formsatriðin að gera). Í þeim tilfellum þar sem þarf að semja um sér-reglur vegna Íslands þá verður það gert, gott dæmi um slíka þörf er innflutningur á lifandi dýrum sem þarf að njóta sérstakra reglna vegna aðstæðna lífríkis á Íslandi og þeirra dýrastofna sem eru á Íslandi. Hvort sem þeir eru náttúrulegir eða fluttir inn af mannavöldum til ræktunar matvæla.

Endalaus þvættingur í Evrópu-andstæðingum á Íslandi er orðin mjög þreytandi, sérstaklega delluna sem er að finna í Bændablaðinu um Evrópusambandið[2]. Þar sem ýmislegt sett fram um Evrópusambandið sem stenst ekki og oft á tíðum eru settir fram hlutir þar sem eru ekkert annað en uppspuni Bændablaðsins og Bændasamtaka Íslands sem reka blaðið. Hvers vegna Bændablaðið fær að komast upp með svona lyga áróður er ofar mínum skilningi, þar sem að í alvöru ríki væru aðrir fjölmiðlar búnir að taka þetta blað og rífa það sundur fyrir þann áróður sem þar er skrifaður.

Heimssýn og Evrópuvaktin hjá Birni Bjarnasyni eru gott dæmi um skipulagðan áróður sem stenst ekki neina skoðun. Þarna eru á ferðinni vefir og samtök sem standa fyrir það eitt að dreifa ranghugmyndum um Evrópusambandið á Íslandi. Heimssýn var á sínum tíma stofnuð upp úr andstöðunni við EES samninginn, samning sem hefur reynst íslendingum afskaplega vel á þeim tuttugu árum sem hann hefur verið í gildi.

Það versta sem íslendingar gera er að hlusta á þetta rugl sem er að finna hjá Evrópu-andstæðungum á Íslandi. Það hefur það sannast að þetta fólk hefur rangt fyrir sér og efnahagslega þá þýðir stefna þessa fólks að Ísland mun standa verr en það annars gerði. Heimurinn er að breytast og hefur verið að breytast síðustu 35 árin, ef íslendingar taka ekki þátt í þeim breytingum. Þá verða íslendingar einfaldlega skildir eftir, fátækir, einangraðir og með ónýtan gjaldmiðil auk þeirra láglaunastarfa sem fylgja slíkri stöðu landsins.

1: Forvitnin drap köttinn
2: http://www.bbl.is/baendabladid/

Ekkert dularfullt við tillögu að lögum ESB um flugelda

Núna er komið upp í umræðunni á Íslandi að tillaga Evrópusambandsins að lögum um flugelda séu eitthvað dularfull. Í Innanríkisráðuneytinu í dag kann enginn á internetið og finnur því ekki nokkurn skapaðan hlut um þessar væntanlegu lög Evrópusambandsins. Hjá Heimssýn eru allir orðnir svo gamlir að þeir hvorki tala ensku eða kunna á tölvur (þeir hafa væntanlega einhvern í vinnu hjá sér við að skrifa þennan þvætting inn á blog.is síðuna sína). Kunna samt ekki að lesa ensku og kunna ekkert á internetið heldur, finna því ekki nokkurn skapaðan hlut og vita því ekki neitt í kjölfarið.

Tillögur Evrópusambandsins að lögum um flugelda eru ekkert dularfullar og er að finna hérna.

Making fireworks in the EU safer (annar tengill hérna) (2013)
European measures for safer fireworks (2006)

Eins og þetta lítur út núna (skrifað í Janúar 2015), þá er Evrópusambandið ekki með neinar sameiginleg lög varðandi flugelda. Það er ennþá verið að semja þau lög og þar sem Ísland er bara aðili að EES samningum, þá hafa íslendingar nákvæmlega ekkert um þau lög að segja, loksins þegar þetta kemur sem samþykkt lög frá Evrópusambandinu eftir einhverja mánuði eða ár.

Stjórnmálum fylgir ábyrgð gagnvart almenningi

Það sem enginn virðist skilja (eða vill ekki skilja) með leiðréttinguna er sú staðreynd að verðtryggingin verður búinn að hækka upp í alla lækkunina á rúmlega tveim árum (miðað við ~2,0% verðbólgu). Eftir það verða allir á sama stað og eins og fyrir leiðréttingu. Það er ekki hægt að koma með svona minniháttar leiðréttingar í brotnu peningakerfi. Það þarf að skipta hinu íslenska peningakerfi alveg út og byrja á því að hætta með verðtryggingu húsnæðislána. Þar sem slíkt mundi ná fram aga í fjármálum íslenskra stjórnvalda og koma á stöðugleika. Sú efnahagsstefna sem er rekin í dag á Íslandi virkar alls ekki, enda hefur það sýnt sig að lægri skattar skila ekki auknum tekjum til ríksins. Lægri skattar skila eingöngu meiri niðurskurði og verra þjóðfélagi með aukinni misskiptingu þjóðarinnar. Slíkt er ekki gott og mun aldrei skila góðu þjóðfélagi til þess að búa í.

Þeir stjórnmálaflokkar sem vilja halda í verðtrygginga og gera ekkert til þess að afnema hana eru ekki með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er einnig efnahagsstefna að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þannig mundu íslendingar einnig losna við þetta endalausa röfl um þann gjaldeyri sem Seðlabanki Íslands þarf að eiga með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur. Það er langt frá því að vera einfalt að ganga í Evrópusambandið og því fylgja miklar kröfur og ábyrgð, en þannig á það líka að vera. Þar sem stjórnmálum fylgir ábyrgð og hefur alltaf fylgt ábyrgð og verður alltaf að fylgja ábyrgð.

Í dag er þessa ábyrgð ekki að finna í íslenskum stjórnmálum. Þar sem íslensk stjórnmál eru núna föst í hugmyndafræði sem við vitum að virkar alls ekki og þessi hugmyndafræði enda með efnahagshruni á Íslandi árið 2008 og það stefnir hratt í nýtt efnahagshrun á Íslandi núna. Þeir stjórnmálamenn sem telja sig ekki geta uppfyllt þessar kröfur um ábyrgð gagnvart almenningi eiga að segja af sér nú þegar. Þær ríkisstjórnir sem ekki standa sig gagnvart almenningi eiga að segja af sér án tafar og það á að boða til kosninga í kjölfarið. Í dag á ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að segja af sér. Enda standa þessir flokkar sig ekki undir þeirri ábyrgð sem almenningur ætlar þeim. Það er vanvirðing gagnvart almenningi að þeir skuli ekki boða til kosninga nú þegar og hætta þessi. Vanvirðing íslenskra stjórnmálamanna er hinsvegar gömul saga og þegar þannig stendur á er það á ábyrgð almennings að minna umrædda stjórnmálamenn á þeirra ábyrgð með mótmælum og kröfum um að þeir standi sig í embætti, annars geti þeir einfaldlega pakkað saman og farið endanlega úr stjórnmálum.

Matvælaöryggi þvælist fyrir Morgunblaðinu og Heimssýn

Þegar staðreyndir eru ekki athugaðar þá gerist ýmislegt. Sérstaklega þegar um er að ræða matvælaöryggi hjá Evrópusambandinu, sem er tekið mun alvarlegra en á Íslandi eins og dæmin hafa sannað. Öryggi matvæla virðist ekki vera hátt skrifað hjá Heimssýn eða Morgunblaðinu. Enda finnst þessum aðilum þessar reglur sem banna innflutning skelfisks til Evrópusambandsins og EES vera alger óþarfi, þó svo að kannanir hjá matvælaeftirliti Evrópusambandsins hafi leitt það í ljós að framleiðslu umrædds skelfisks var skortur hreinlæti og því réttlætanlegt að banna innflutning hans til Evrópusambandsins á meðan framleiðslan uppfyllti ekki kröfur Evrópusambandsins um matvælaöryggi og hreinlæti.

Bjánaleg grein Heimssýnar

Urmull af óþörfum ESB-tilskipunum (Heimssýn)

Upplýsingar um umræddan skelfisk og reglugerð Evrópusambandsins

Bivalve mollusks (e.g., clams, oysters, mussels, scallops) have an external covering that is a two-part hinged shell that contains a soft-bodied invertebrate (NOAA)
Bivalvia (Wikipedia)

REGULATIONS COMMISSION IMPLEMENTING REGULATION (EU) No 743/2013 of 31 July 2013 introducing protective measures on imports of bivalve molluscs from Turkey intended for human consumption (Text with EEA relevance) (EUR-Lex, ESB) – Ástæður innflutningsbannsins koma fram hérna.

REGLUGERÐ um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis.

Heimssýn og Morgunblaðið æsa sig yfir tilskipun ESB sem er ekki til

Hvorki Morgunblaðið eða Heimssýn stíga í vitið þegar það kemur að umfjöllun um Evrópusambandið. Enda hatast báðir þessir aðildar útí Evrópusambandið út frá þröngum sjónarmiðum íslenskra sérhagsmuna, sem eru til sakaða fyrir allan almenning á Íslandi. Eitt af því sem Morgunblaðið og Heimssýn gera er orðið mjög rússneskt, það er að dreifa áróðri um Evrópusambandið. Einn slíkur áróður kom fram um daginn. Þar er því haldið fram að Evrópusambandið sé að setja reglugerð eða lög um stærð sturtuhausa. Samkvæmt athugun sem ég gerði, þá er ekkert slíkt á dagskrá hjá Evrópusambandinu. Enda ráða aðildarríki Evrópusambandsins því sjálf hvernig þau haga reglum um notkun vatns innan sinna landamæra.

Það er til fullt af lögum um vatn hjá Evrópusambandinu, en allar þær reglur snúa að gæðum vatns, stjórnun á gæðum vatns og slík atriði. Íslendingar hafa tekið allar þessar reglur upp hjá sér í gegnum EES samninginn (eftir því sem ég kemst næst). Enda fellur þetta undir umhverfismál innan EES samningins að mestu leiti.

Sjá nánar hérna.

Skýrsla um notkun vatns innan ESB (pdf skjal)
Brussels rules out EU-wide water efficiency target (EurActiv)
Water Framework Directive (Wikipedia)
The EU Water Framework Directive (European Union)
Drinking Water (European Union)
Council Directive 98/83/EC of 3 November 1998 on the quality of water intended for human consumption (EUR-Lex)