GSM/3G heimskan heldur áfram á Fréttablaðinu

Það er ótrúleg dellan sem kemur frá Fréttablaðinu um meinta skaðlega GSM/3G geislun á Egilsstöðum og síðan í Reykjavík samkvæmt seinni frétt Fréttablaðsins.

Eins og ég útskýrði í fyrri bloggfærslu um þetta sama mál, þá eru hin meintu veikindi þessa fólks á Egilsstöðum og einnig í Reykjavík ekkert nema í hausnum á viðkomandi. Enda er GSM/3G geislun ekki jónandi geislun, en sú gerð af geislun er t.d ljós, útvarpsbylgju (FM, Sjónvarp, GSM, 3G, NMT, osfrv). Jónandi geislun (Wiki grein er hægt að finna hérna) er hinsvegar X-bylgjur (X-rays), gamma geislar og fleira í þeim dúr sem er fært um að skemma DNA og eyðileggja frumur í lífverum og fleira.

Þar fyrir utan þá starfa GSM sendar á mjög lágri tíðni, en það þýðir þær bylgjur eru mjög stórar og ekki færar um að skemma frumur, eða DNA sem er margfalt minna en umræddar útvarpsbylgjur sem GSM/3G sendar nota í dag.

Fullyrðingar fólks sem heldur því fram að það verði veikt vegna GSM eða 3G senda eiga því ekki við nein rök að styðjast, og eru í reynd ekkert nema uppspuni hjá viðkomandi og byggja á sjálfsblekkingu. Eins og sagt var frá í BBC News fréttinni sem ég vísaði í fyrri bloggfærslu um þetta mál, þá geta einkennin verið raunveruleg, vegna þess að fólk býr þau til og lætur þau hafa áhrif, og kennir síðan saklausum hlutum um sínar eigin ímyndanir. Sérstaklega ef um er að ræða tækni sem viðkomandi manneskja skilur ekki, eða hefur ekki þekkingu til þess að vita hvernig virkar og hvaða lögmál standa þar að baki.