Faraldur í ímyndunarveiki og heimsku á Fréttablaðinu varðandi GSM/3G senda

Það er fraldur ímyndunarveiki og heimsku í gangi á Íslandi. Þessi ímyndunarveiki lýsir sér þannig að fólk er að búa til sjúkdóma sem það hefur ekki í huganum á sér. Þetta er kallað ímyndunarveiki sem getur orðið raunveruleg ef fólk einbeitir sér nógu mikið. Allri þessari ímyndunarveiki er beint gegn saklausum GSM/3G sendum farsímafyrirtækjanna á Íslandi.

Nýjasta fréttin hjá Fréttablaðinu um meinta hættu af GSM/3G sendum fjarskiptafyrirtækjanna hefur nú litið dagsins ljós, og núna er búið að blanda börnum í málið, en þessi börn finna örugglega ekkert fyrir þessum GSM/3G sendum fyrr en fullorðnafólkið segir þeim að finna fyrir þeim.

Rannsóknamennska blaðamanna Fréttablaðsins virðist einnig hafa verið í algeru lámarki, vegna þess að ef viðkomandi blaðamaður hefði rannsakað málið, þá hefði hann fundið bresku rannsóknina sem ég talaði um í fyrstu bloggfærslunni um þetta mál. Í þeirri rannsókn kom í ljós að veikindi vegna GSM/3G mastra eru eingöngu til í höfðinu á fólki, enda veiktust tilraunadýrin nærri GSM/3G sendum algerlega óháð því hvort að kveikt var á sendinum eða ekki. Ólíkt því sem haldið er fram í Fréttablaðinu, þá er þetta ekki umdeilt atriði í dag, eftir því sem ég kemst næst.

Enn og aftur er það heimska og fáfræði fólks sem kemur í veg fyrir að hægt sé að reisa GSM/3G senda þar sem þess er þörf að mati fjarskiptafyrirtækjanna. Ég bendi ennfremur á að sendistyrkur GSM/3G senda í þéttbýli er afskaplega lítill, að jafnaði um 25W, en má samkvæmt reglum ekki vera meiri en 50W í þéttbýli (gildir líka um sjónvarps og útvarpssenda að mér skylst).

2 Replies to “Faraldur í ímyndunarveiki og heimsku á Fréttablaðinu varðandi GSM/3G senda”

  1. Sæll

    Þú ert aldeilis alvitur. Ég held að þú ættir að kynna þér betur af hverju t.d.Evrópuþingið vill fara gætilega í sakirnar varðandi örbylgjugeislun. Lastu kannski bara eina grein um þetta mál? Ég get fullvissað þig um að fjöldi þekktra lækna og vísindamanna vara við vaxandi rafsegulmengun. Heilaæxli og hvítblæði eru algengustu dánarorsakir barna á Vesturlöndum, þegar slys eru frátalin. FJÖLDI fólks finnur fyrir óþægindum af þráðlausri fjarskiptatækni, þótt þú gerir það ekki.
    Virðingarfyllst,
    Helga

  2. Þetta er ekki eina málið sem ég hef fjallað um. Hinsvegar veit ég vel að það eru engin tengsl á milli geislunar frá farsímamöstum og krabbameins, af þeirri einföldu ástæðu að geislun frá farsímamöstrum er ófær um að valda krabbameini í fólki. Það er ekkert flóknara en það.

    Eins og ég vísa í, þá eru slík einkenni ekkert nema hugarburður fólks sem upplyfir þau.

    Ég er ekki alvitur, en þetta svið þekki ég ágætlega.

Lokað er fyrir athugasemdir.