Jarðskjálftahrinan í Krísuvík

Síðustu fjóra daga hefur verið jarðskjálftahrina í Krísuvík. Þessi jarðskjálftahrina á líklega upptök sín í kviku sem er þarna að safnast saman í Krísurvíkur eldstöðinni. Eins og þetta lítur út fyrir mér. Þá sýnist mér að þessir jarðskjálftar eigi ekki upptök sín í brotasvæðum (þau geta hinsvegar orðið virk í kjölfarið á þessum jarðskjálftahrinum sem eiga sér stað í Krísuvík) sem eru úti um allt á Reykjanesinu.

Verði eldgos þarna þá verður það af Hawaii gerð, nema ef það eigi sér stað undir vatni. Þá verður Surtseyjar gerð af eldgosi svo lengi sem að vatn kæmist í gýginn. Á þessari stundu er erfitt að meta það hversu miklar líkur eru á eldgosi þarna. Hinsvegar er ljóst að ef þetta heldur svona þá mun eldgos hefjast þarna fyrr en seinna. Það sem þó skiptir gífurlega miklu máli hérna er sú staðreynd að engar sögulegar heimildir eru til um það hvernig eldgosið sem varð þarna árið 1340 hófst og hvernig það hegðaði sér. Þannig að það eru ekki til neinar sögulegar heimildir til þess að glöggva sig á hegðun Krísuvíkur eldstöðvarinnar.

Sem stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Krísuvík. Það gæti hinsvegar breyst án mikils fyrirvara og mikillar viðvörunar.

One Reply to “Jarðskjálftahrinan í Krísuvík”

  1. alltaf jafn gaman að fylgjast með blogginu þínu og fer ég oft fyrst hingað inn áður en maður fer inn á vísi og mbl 🙂 þú nærð alltaf að lýsa öllu mikið betur heldur en fréttamiðlarnir og veðurfræðingar 🙂 svo endilega haltu þessu áfram að blogga um framvindu málsins 🙂
    með kveðju. málverji af málefnunum 🙂

Lokað er fyrir athugasemdir.