Hver vill bera ábyrgð á fyrsta flugslysinu vegna öskuskýsins

Það er mikið talað á móti lokunum á flugleiðum vegna öskuskýsins úr Grímsvötnum. Ég ætla að minna þá sem tala á móti þessum lokunum að það þarf ekki nema 1mm af lagi af ösku til þess að eyðileggja þotuhreyfil.

Þetta magn af ösku skemmir ekki flugvélar eins og þær sem Ómar Ragnarsson notar. Vegna þess þær eru með loftsíu sem svipar til loftsíu í bílum. Þær ráða að mestu leiti við þessa ösku úr eldgosum.

Hérna er frétt um skemmdir sem urðu á F-16 herþotum í fyrra þegar þær fóru í gegnum þunnt öskuský. Þeir þotuhreyfilar sem eru notaðir í herþotum eru um margt svipaðir þeim þotuhreyflum sem eru notaðir í farþegaflugvélum.

Þeir sem tala á móti lokunum vegna öskuskýsins eru að taka á sig mikla ábyrgð með þessum málflutningi sínum. Sérstaklega þar sem að hann er ábyrgðarlaus og úr samhengi við staðreyndir málsins.