Áframhald á eldgosinu í Grímsvötnum

Það hefur dregið umtalsvert úr eldgosinu í Grímsvötnum eins og komið hefur í fréttum. Þetta er í samræmi við hegðun Grímsvatnagosa undanfarin ár. Það er ekkert ennþá sem bendir til þess að eldgosið muni taka sig upp aftur.

Öskuframleiðslan fer einnig minnkandi og er öskuskýið í kringum 3 til 5 km hátt á þessari stundu. Hversu lengi það varir á hinsvegar eftir að koma í ljós. Hvort að þarna verður hraungos á einnig eftir að koma í ljós með tímanum. Það er hinsvegar ljóst að ef eldgosið stendur nógu lengi. Þá mun fara hraun að renna þarna. Það er hinsvegar staðreynd að hefðbundin eldgos í Grímsvötnum vara frá fimm dögum og upp í tvær vikur.

Hver þróunin á þessu eldgosi verður hinsvegar að koma í ljós með tímanum. Það er þó ljóst að þetta eldgos mun vara í nokkra daga í viðbót virðist vera.