Takmörkuð útbreiðsla sjónvarpsrásar Alþingis er til skammar

Ég skil ekki afhverju sjónvarpsrás Alþingis er ekki dreift um allt land. Það eru ekki neinar tæknilegar takmarkanir á slíkri útbreiðslu til staðar. Dreifikerfin eru nú þegar til staðar. Þessi dreifikerfi eru tvö, fyrst ber að nefna dreifikerfi Stöðvar 2 (Digital Ísland), en það nær til næstum því alls Íslands og það er ekkert mál að bæta Alþingi við rásarfjöldann á þessu kerfi þeirra. Hitt dreifikerfið er ADSL sjónvarp Símans, en það nær í dag til flestra Íslendinga þar sem ADSL er til staðar. Það er ekkert mál fyrir Símann að bæta sjónvarpsrás Alþingis við rásalistann, eins og það er ekkert mál fyrir Digital Íslands að bæta Alþingi við útsendinguna hjá sér þannig að fólk nái rásinni um allt Íslands.

Á þeim tímum sem núna ríkja, þá er nauðsynlegt fyrir fólkið í landinu að fylgjast með þeirri umræðu sem á sér stað á Alþingi Íslendinga. Það gengur ekki að sjónvarpsrás Alþingis sé eingöngu í boði fyrir stærri íbúðarsvæði á landinu, þar sem allir Íslendingar eiga rétt á því að fylgjast með því sem fer fram á Alþingi Íslendinga.

Verður NMT kerfinu lokað um áramótin ?

Í ljósi þess að NMT kerfinu verður lokað um áramótin, þá er mikilvægt að velta því fyrir sér hvort að NMT kerfinu verður lokað núna um áramótin eins og til stóð, eða þá hvort að lífstími þess verður framlengdur um einhverja mánuði á meðan unnið er að lausn málsins vegna afturköllunar á leyfi Símans til langdræga 3G (CDMA 450) kerfsins.

Tengist frétt: Kallað eftir nýju samráði um NMT-kerfið

Síminn tapar fjarskiptaleyfi fyrir CDMA-450 kerfið

Síminn, sem á hluta í Nordisk Mobile hefur tapað fjarskiptaleyfi fyrir CDMA-450 kerfinu hérna á landi (langdrægt 3G). Þetta þýðir að Síminn náði ekki að standa við þær kröfur sem eru settar fram í umræddu fjarskiptaleyfi.

Þessi svipting á tíðnileyfinu þýðir einnig að núna er hætta á því að sjómenn og aðrir verði sambandslausir þegar NMT kerfinu verður lokað núna um áramótin. Mér þykir ólíkegt að Síminn hafi fengið framlenginu á notkun NMT kerfinu á 450Mhz.

PFS kallar eftir nýju samráði um notkun NMT – 450 tíðnisviðsins á Íslandi

Póst – og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að leita umsagnar hagsmunaaðila á fjarskiptamarkaðnum um framtíðarnotkun á NMT 450 tíðnisviðinu. Tíðnisviðinu hafði verið úthlutað til Nordisk Mobil Ísland en leyfið hefur nú verið afturkallað þar sem ekki var staðið við þau skilyrði sem sett voru í leyfinu.
Samskonar samráðsferli fór fram í lok árs 2005 og byrjun árs 2006 og eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér niðurstöður úr því ferli og gera hugsanlegar athugasemdir við þær eftir því sem við á.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum við samráðsskjalið er til kl. 12:00 miðvikudaginn 31. desember 2008.

Rangfærslur í útskýringum Símans

Þær útskýringar sem talsmaður Símans gefur í þessari frétt standast ekki. Sérstaklega fyrir þá ástæðu að þetta er í annað skiptið á árinu sem lækkar umrætt 7 daga gagnamagn á árinu. Fyrr á árinu þá lækkaði Síminn þetta gagnamagn úr 50GB niður í 20GB, sem er alveg þolandi þó svo að viðvörunartölvupóstanir geti verið frekar pirrandi.

Kostnaðar útskýring Símans stenst heldur ekki, þar sem að Síminn kaupir ekki bandvíddarmælda tenginu, heldur kaupir hann eingöngu fasta tenginu við FarIce, sem er að hluta til í eigu Símans, Vodafone og Íslenska ríkisins. Þessir aðilar kaupa síðan sjálfir aðgang í Bretlandi, ekki gagnamældan. Heldur er um að ræða heildsölukaup þar sem keyptur er ákveðin hraði á ákveðnu verði. Gagnamæling er ekki til í dæminu, enda yrði Síminn aðhlátursefni ef að þeir væru að kaupa bandvíddarmælda tengingu.

Fyrir þá sem halda að þetta lendi bara á stórnotendum ættu að hugsa sig betur um. Venjulegur notandi þarf bara að skoða internetið fyrir 2GB á dag í 5 daga til þess að komast í 10GB takmörkunina. Þetta er frekar einfalt, sérstaklega með margmiðlunaröflugt internet dagsins í dag (Youtube, flash leikir og allt þetta). Sé tölvuleikjanotkun bætt ofan á þetta, þá tekur jafnvel ennþá styttri tíma að komast uppí þessa takmörkun, enda margir tölvuleikir sem eru uppfærðir með p2p og öðru slíku.

Vegna þess hvernig Síminn hefur komið fram við mig sem viðskiptavin (illa), þá ætla ég að færa mig yfir til annars fjarskiptafyrirtækis. Ég sem viðskiptavinur læt ekki bjóða mér hvað sem er.

Tengist frétt: Síminn hægir á niðurhali stórnotenda

Aftur lækkar Síminn gagnamagn yfir 7 daga tímabil

Síminn hefur undanfarið verið að spila mjög óheiðarlegan leik gagnvart þeim sem kaupa internet áskrift hjá þeim. Þetta snýst um heildargagnamagn sem má ná í yfir 7 daga tímabil áður en Síminn lækkar hjá manni hraðan.

Fyrst þegar þetta var sett á var gagnamagnið 50GB, núna er það 20GB. Núna er það að fara niður í 10GB á 7 daga tímabili.

Ekki veit ég hvað stjórendur Símans halda að internetið sé fyrir. Það er aftur á móti orðið ljóst að 10GB á 7 daga tímabili eru ekki neitt og er fáránlega lág tala fyrir þá notendur sem eru með 12mb tenginu hjá Símanum.

Ekki veit ég hvernig Síminn getur réttlætt þessa lækkun, þar sem að hún á ekki við nein rök að styðjast. Ég er alvarlega að spá í að segja upp þjónustu minni við Síman, hvort sem um er að ræða ADSL, símann, GSM og annað. Þetta okur hjá Símanum er orðið óþolandi. Staðan eins og hún er núna er þannig að þeir sem versla við Síman eru að borga meira fyrir minna. Slíkt er gjörsamlega ósiðlegt að mínu mati.

Hérna er tölvupósturinn sem ég fékk núna rétt í þessu.

Ágæti viðskiptavinur
Síminn mun gera breytingar á skilmálum Internetþjónustu frá og með 1. nóvember næstkomandi.

Breytingin felur í sér að fari gagnamagn erlendis frá yfir 10 GB á sjö sólarhringum, í stað 20 GB áður, áskilur Síminn sér rétt til að lækka tímabundið hraða tengingarinnar til útlanda. Síminn tilkynnir viðskiptavinum sínum um slíkar takmarkanir með tölvupósti. Breytingin tekur til skilmála númer 14, en hægt er að nálgast þá á heimasíðu Símans: http://www.siminn.is/servlet/file/Skilmalar_Internetthjonusta.pdf?ITEM_ENT_ID=76310&COLLSPEC_ENT_ID=8

Eins mun þakið í áskriftarleiðunum Góður og Betri hækka úr 7.500 í 8.500 kr. frá og með 1.desember nk. Samanlagður kostnaður áskriftar og umfram niðurhals fer því ekki yfir 8.500 kr.

Kveðja,
starfsfólk Símans

Síminn er farinn að stunda óheiðarlega viðskiptahætti og þykir mér það miður. Þetta var ágætt fyrirtæki þegar það var í ríkiseigu. Það þarf kannski bara að ríkisvæða það aftur svo að fjarskipti verði á almennilegu verði hérna á landi.

EDGE útbreiðsla Símans

Ég hef tekið eftir því sem áhugamaður um fjarskipti að EDGE útbreiðsla á GSM kerfi Símans er fáránlega lítil. Einu staðirnir sem ég veit að hafa EDGE útbreiðslu hjá Símanum eru höfuðborgarsvæðið og Akureyri. Það getur vel verið að Síminn hafi bætt EDGE við á fleiri stöðum án þess að ég viti til, en útbreiðsla þeirra á EDGE er þrátt fyrir það fáránlega lítil í dag miðað við Vodafone, aðal samkeppnisaðila Símans.

Hjá Vodafone er staðan önnur, þar virðist EDGE vera allstaðar á útbreiðslusvæði þeirra. Þó gætu langdrægu sendanir þeirra verið með GPRS, þar sem ekki er víst að þeir sendar geti borðið gagnahraða EDGE.

Mér finnst það aftur á móti léleg þjónusta hjá Símanum að bjóða aðeins uppá GPRS útá landi. Ég taldi víst að svona mikill skortur á þjónstu væri fyrir löngu síðan horfinn og grafinn. Því miður hefur mér skjátlast í tilfelli Símans.

Á Dómsmálaráðherra ekki GSM síma sem virkar í BNA ?

Á bloggsíðu Björns Bjarnarssonar Dómsmálaráðherra kom fram fyrir nokkrum dögum síðan hann hefði ekki náð farsímasambandi í Alaska, í bæ sem heitir Farpoints. Á þeim stað er GSM samband, þannig ekki hefði átt að vera vandamál fyrir Dómsmálaráðherra að ná sambandi, eða svo mætti halda. Því miður er málið ekki alveg svo einfalt. Í Bandaríkjunum og mörgum ríkjum í Suður Ameríku og Asíu eru önnur tíðnisvið notuð en hérna á landi. Á Íslandi er 900/1800 tíðnisvið notað undir GSM. Í Bandaríkjunum eru tíðnisviðið 850/1900 notað undir GSM. Það þarf því GSM síma sem ræður við þessi tíðnisvið aukalega til þess að GSM símar virki í BNA, þriggja banda GSM símar (900/1800/1900) hafa takmarkaða virkni í BNA. Fjögurra banda GSM símar (850/900/1800/1900) hafa fulla virkni í BNA og allstaðar annarstaðar í heiminum.

Þar sem ég veit ekki hvernig farsíma Dómsmálaráðhera á, þá get ég ekki sagt til um það hvort að þarna var um að ræða tæknilegt vandamál hjá honum eða símafyrirtækinu sem hann notar (Ég ætla að giska á það neðar í greininni). Sem er þá annaðhvort Síminn, Vodafone eða Nova (Nova er 3G eingöngu). Síminn er með reiki samninga við AT&T og T-Mobile í BNA. Það gildir einnig um Vodafone. Ég veit ekki hvernig staðan er hjá Nova í þessum reikisamningum.

Miðað við þær staðreyndir sem hafa komið fram, þá þykir mér líklegast að gsm sími Dómsmálaráðherra virki ekki í BNA. Hugsast getur þó að hvorki AT&T eða T-Mobile hafi senda í Fairbanks, en miðað við það sem ég hef lesið á internetinu þá þykir mér það ólíklegt, það er þó ekki ómögulegt.

Kannski ætti Dómsmálaráðherra að fjárfesta í nýjum GSM síma áður en hann skreppur næst til BNA. Ég mæli með GSM farsímum sem eru fjögurra banda (850/900/1800/1900) + 3G (850/900/1700/1900/2100) (Japan og Suður Kórea eru bara með 3G farsímakerfi í dag). Þetta er eina leiðin til þess að vera í sambandi ef maður ferðast mikið.

Síminn hækkar verðskrá sína – í 3 skiptið á árinu

Síminn hf hefur ákveðið að hækka verðskrá sína í 3 skiptið á þessu ári. Fyrri hækkanir áttu sér stað í Janúar, Júní og núna í September. Verðskráin hjá þeim hækkar núna í kringum 4% (eins og í síðustu tvö skipti), þær afsakanir sem notaðar eru þær sömu og í fyrri skiptin. Gengi krónunnar, launaskrið osfrv. Allt þetta mun ekki standast nánari skoðun að mínu mati. Ennfremur er augljóst að Síminn er að auka verðbólguþrýsting á Íslandi með þessum hækkunum hjá sér.

Hérna er tilkynning Símans um hækkanir.

Verðhækkun hjá Símanum

Nokkrar hækkanir verða á verðskrá Símans þann 15. september næstkomandi.
Meðaláhrif til hækkunar á símreikninga einstaklinga og fyrirtækja er um 4%.
Ástæður verðbreytinga nú eru kostnaðarhækkanir í rekstri sem tengjast meðal
annars launaskriði og breytingum á gengi íslensku krónunnar. Á undanförnum
mánuðum hefur verið unnið að því að útvíkka sparnaðarleiðir Símans, meðal
annars með því að fjölga svokölluðum vinum í Frelsi og GSM áskrift ásamt
fjölskylduleið sem býður 0 kr. GSM í GSM og 0 kr. í heimasímann. Þá hefur
sparnaðarleið Símans „Þú í útlöndum“ verið útvíkkuð svo hún nær nú til
allra viðskiptavina Símans í GSM áskrift.

Hérna síðan tafla með verði sem sýnir hækkanir á verðskrá Símans.

Síminn heldur áfram að slökkva á NMT sendum

Síminn hefur haldið áfram að slökkva á og taka niður NMT senda. Þetta er hluti af þeirri staðreynd að NMT kerfið verður lagt niður á næsta ári. Það verður slökkt á NMT kerfinu í Janúar 2009, líklega fljótlega eftir áramótin.

Ég hef verið að reyna að fylgjast með því hvar er verið að slökkva á NMT sendum, því miður liggja þær upplýsingar ekki á lausu. Hinsvegar veit ég að slökkt hefur verið á hluta af þeim NMT sendum sem eru á Vestfjörðum, einnig sem mig grunar að slökkt hafi verið á NMT sendinum sem var í Víðidal í Húnaþingi Vestra. Eftir því sem ég best veit þá hefur ekki verið slökkt á NMT sendinum á Blöndósi og á Vatnsnesfjalli fyrir ofan Hvammstanga. Einnig held ég að ekki hafi verið slökkt á öllum NMT sendum á Ströndunum. Einnig sem komið hefur fram í fréttum að slökkt hefur verið á NMT sendum á austurlandi og væntanlega einnig fyrir sunnan og á norðurlandi.

Ef einhver veit hvar slökkt hefur verið á NMT sendum að þá hefði ég gaman að fá að vita af því.

Ég hefði einnig gaman að því að fá að vita hvernig staðan er á uppbyggingu á CDMA-450 kerfinu (langdrægt 3G) sem á að taka við af NMT kerfinu á næsta ári. Það á víst að opna það kerfi í haust samkvæmt tilkynningu frá Símanum, en meira hefur ekki komið fram hjá þeim varðandi það kerfi. Síminn hefur verið með tvo CDMA-450 (CDMA2000) senda í gangi á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2007.

Síminn slekkur á NMT sendum

Samkvæmt frétt á Rúv þá er Síminn farinn að slökkva á NMT sendum. Það vill svo til að umræddir NMT sendar eru á sama stað og ný uppsettir GSM sendar (Möðrudalsöræfi).

Póst og Fjarskiptastofnun hefur gert Símanum skylt að vera með NMT kerfið í gangi þangað til að nýtt langdrægt símakerfi er komið í gagnið. Hið nýja langdræga fjarskiptakerfi er kerfi sem kallast CDMA-450 og tilheyrir CDMA2000 staðlingum og það kerfi flokkast sem 3G kerfi.

Tengist frétt: Síminn setur upp GSM senda