Vælið í þingmanni framsóknarflokksins

Þar sem að þingmaður framsóknarflokksins hann Birkir Jón Jónsson (þarna spillta, litla ljóta flokksins) leyfir ekki fólki að svara þeim færslum sem að hann setur inn, þá ætla ég að svara honum hérna í stuttu máli.

Þó svo að þú takir ekki eftir því, þá hafði framsókn árin frá árinu 1995 til ársins 2007 til þess að standa sig vel í ríkisstjórn og taka á málum með ábyrgð og festu. En þess í stað þá ákvað framsóknarflokkurinn að maka krókinn og reyna að blóðmjólka ríkið og almenning í landinu sem mest hann gat á þessum tíma. Á öllum þessum árum sem að framsókn var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum (sem fór einnig versnandi á þessum tíma, en það er annað mál) þá breyttist framsóknarflokkurinn úr því að vera bændaflokkurinn í að vera klúbbur siðlausra auðmanna sem stendur á sama um velferð fólks í landinu. Í dag er fólk að súpa seyðið af sukki framsóknarmanna (og sjálfstæðismanna, ég vona að það hafi hætt þegar Samfylkingin komst í ríkisstjórn) og mun gera um komandi ár.

Það er einfaldlega staðreynd að það kom að skuldadögum hjá framsóknarflokknum og það kom einnig í ljós að framsóknarflokkurinn hafði ekki efni á skuldunum og er því hugmyndalega gjaldþrota og er í raun núna ekkert nema deyjandi flokkur sem mun væntanlega hverfa í næstu þingkosningum, eða þar næstu. Það skiptir ekki máli. Ég á nefnilega ekki von á því að sjá framsóknarflokkin í ríkisstjórn aftur, þar sem að tímanir hafa breyst og framsóknarflokkurinn hefur dagað uppi og orðið að steini. Framsóknarflokkurinn hafði einnig sitt tækifæri frá árinu 1995 til ársins 2007 til þess að gera eitthvað úr sér, en þess í stað ákvað flokkurinn að klúðra sínum málum og geldur þess nú. Birkir Jón Jónsson þingmaður framsóknarflokksins fer því með rangt mál þegar hann talar um að það komi að skuldadögum hjá núverandi ríkisstjórn.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að núverandi fylgi ríkisstjórnarinnar er talsvert meira en það fylgi sem ríkisstjórn framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins fékk undir það síðasta.

Hugo Chavez verður alráður í Venesúela

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur með síðustu lagabreytingu komið því þannig fyrir að hann er núna orðin alráður í landinu. En nýjasta stjórnarskrárbreytingin gerir honum fært að gera hvað sem er í landinu. En þetta er svipað og sást í Þýskalandi árið 1937, eða nokkru fyrir seinni heimstyrjöldina. Það er að mínu mati bara tímaspursmál hvenar honum tekst að leggja efnahag landins í rúst og fer að stunda kerfisbundin morð á andstæðingum sínum. En þetta fylgir allt saman sömu sögunni þegar svona geðveikir menn ná að sölsa undir sig völdum. Kosninganar um þesar tillögur eru bara sýndarleikur einn, en þessar kosningar verður örugglega þannig komið fyrir að þessar breytingar fáist samþykktar.

Hérna er frétt Rúv um þetta mál. Hérna er frétt BBC News um þetta mál.

Venesúela: Stjórnarskrárbreytingar

Þing Venesúela samþykkti í gærkvöld tillögur Hugo Chavez forseta um stjórnarskrárbreytingar.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að engin takmörk eru á því hve mörg kjörtímabil forsetinn getur verið við völd. Sjálfstæði seðlabanka landsins er afnumið og forsetinn getur sjálfur ráðstafað gjaldeyrisvarasjóðnum. Í undantekningartilvikum, sem forsetinn ákveður sjálfur, má setja fólk í fangelsi án ákæru og hægt verður að þagga niður í fjölmiðlum.

Til að almenningur kyngi þessum breytingum er kveðið á um ýmiss félagsleg réttindi svo sem að vinnudagurinn skuli vera 6 stundir í stað 8. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður um breytingarnar 2. desember. Skoðanakannanir benda til þess að breytingarnar verði samþykktar þótt flestir séu á móti því að takmarka ekki hve lengi forseti getur verið við völd.

Venesúela hefur núna gengið í hóp einræðisríkja, en íbúar Venesúela eiga erfiða tíma framundan vegna þessa valdaráns Hugo Chavez.

Bótakerfi dauðans

Eins og þessi frétt ber með sér, þá eiga öryrkjar ekki að hafa neinar aðrar tekjur en þær sem koma frá Trygginastofnun. Allt annað er skorið af þeim og helst dæminu snúið þannig að viðkomandi þurfi að borga með sjálfum sér til Tryggingastofunar.

Ef það er eitthvað sem núverandi örorkukerfi gerir er að koma í veg fyrir atvinnuþáttöku öryrkja og einangra þá félagslega. Ég sem öryrki legg ekki í það að vinna, ég gæti nefnilega endað að tapa meiru en að græða á vinnunni. Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að ef að öryrki vinnur í lóttó,veri það Víkingalottó eða bara hið Íslenska lottó þá telst það sem tekjur og þá verða bætur viðkomandi skertar krónu fyrir krónu í hlutfalli við vinningin, en hlutfallið er 1:1 í þessu tilfelli og væntanlega örlítið meira þegar skattar teljast inní þetta.

Mér telst til að það sé ömurlegt að vera öryrki og aldraður einstaklingur á Íslandi í dag. Ég mæli með að við tekjutengjum tekjur alþingsmanna og ráðherra á sama hátt og tekjur öryrkja og aldraðara eru tekjutengdar í dag. Ég er alveg vissum að þeir yrðu ánægðir með það, eftir allt saman, þeir fundu þetta kerfi upp.

Tengist frétt: Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys

Öskugos

Í eldfjöllum eins og Kelud eldfjalli í Indónesíu verða öskugos, ekki hraungos og eru þannig eldgos margfalt banvænni en venjuleg flæðigos. Íslendingar þekkja ekki mikið til svona öskugosa, en þau verða ekki oft hérna á landi. Frægustu dæmin hérna á landi eru öskugos í Öskju á 19 öldinni (og fyrr) og öskugos í Öræfajökli á 13 og 15 öld. Einnig öskugos í Eyjafjallajökli á 17 og 19 öld. En Eyjafjallajökull og Öræfajökli eru keilur, alveg eins og flest eldfjöll í Indónesíu.

Hérna eru upplýsingar um Kelut eldfjallið á Jövu. Hafi fréttamaður haft nafnið rétt.

Tengst frétt: Ef ljósin eru slökkt og talað lágt mun fjallið ekki gjósa

Skjár einn og auglýsingar

Hvað hefur skjár einn mörg auglýsingahlé í einum 40 mínóta þætti ? Ég er búinn að horfa á uþb 35 mín af þættinum House á Skjá einum og ég er búinn að telja sex auglýsingahlé, þar af tvö sem eru uþb 4m30sec að lengd, hin eru uþb 3 mín að lengd og eitt sem er innan við tvær mín að lengd. En ég tek það fram að ég sá ekki þáttin frá byrjun, en góðan hlut af honum. Og auglýsinganar á milli þátta virðast vera einstaklega löng (lengri en 10 mín).

Þær erlendu sjónvarpstöðvar (ég er með gervihnattadiska) sem ég næ og eru ókeypis og þar eru ekki svona gífurlega mörg auglýsingahlé inní þáttum. Og þar eru ekki svona löng auglýsingahlé á milli þátta.

Þetta gerir það að verkum að það er einstaklega leiðinlegt að horfa á Skjá einn, þar sem maður sér meira af auglýsingum en sjónvarpsþáttunum á Skjá einum.

Jarðskjálfti hjá Geysi

Samkvæmt sjálfvirku jarðskjálftayfirliti Veðurstofunar þá varð jarðskjálfti uppá ML3.6 (á ricther) klukkan 12:47, fjöldi eftirskjálfta hefur komið í kjölfarið. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

3G vs wlan

Það er mikill munur á 3G kerfum og wlan. Munurinn liggur í því að 3G kerfið er farsímakerfi en wlan er þráðlaust staðarnet, en þráðlausu staðarnetin eru hönnuð til þess að bera gögn og tilheyra 802.11 staðlinum (a/b/g/n osfrv) en 3G tilheyrir GSM staðlinum, en 3G er kynslóðarnafnið á GSM, en venjulegt GSM kerfi er 2G (2.75G er notað, það er EDGE, annars er notað 2.5G sem er GPRS).

Vodafone hefur því rétt fyrir sér þegar þeir segja að 3G sé ekki sambærilegt við „hot spot“ (wlan) kerfið hjá þeim. Enda er munurinn mikill á þeim kerfum. Ég tek það þó fram að í nýjustu útgáfu af 3G, þá útgáfu 6 af 3G staðlinum, þá eru þeir búnir að fella wlan inní hann. Þannig að símar sem keyra á útgáfu 6 af 3G geta notað wlan kerfi samhliða venjulegum 3G kerfum. Ég veit hinsvegar ekki hvort að gsm símar með útgáfu 6 af 3G eru komnir á markað hérna á landi, en hinsvegar er hægt að fá 3G síma með wlan möguleika, en sá möguleiki er hinsvegar eingöngu hugsaður fyrir gagnaflutning, frekar en talsamband.

Tengist frétt: Þráðlaus bæjarfélög