Meiri skítur í málflutningi Heimsýn og Morgunblaðsins um Evrópusambandið

Ég hef tekið eftir því að undanfarnar vikur er meiri skítur í umræðunni um Evrópusambandið en venjulega. Ástæðan er væntanlega vegna þess að kynningarverkefni (eyjan.is) Evrópusambandsins er að hefjast á Íslandi samkvæmt fréttum.

Í dag talar Heimssýn um meinta aukna andstöðu við Evrópusambandið á Íslandi. Þetta er undarleg fullyrðing, sérstaklega í ljósi þess að þessi könnun þeirra var tekin yfir Maí, Júní og Júlí, eða yfir heila þrjá mánuði. Það var Capacent-Gallup sem framkvæmdi þessa könnun og ég er hissa á því að þetta fyrirtæki skuli samþykkja svona vinnubrögð. Þar sem með því að gera þetta svona. Þar sem svona vinnubrögð þá er hægt að ýkja andstöðuna við Evrópusambandið á Íslandi um margar stærðir. Þá byggir það á þessu hérna, sem er mjög svo áhugaverð staðreynd um kannanir almennt.

[…]

Dinei Florencio and Cormac Herley, two math whiz researchers from Microsoft, have released a technical brief that shows cybercrime loss estimates might be skewed erroneously high because of the way survey data is collected and whereby it takes just a couple of exaggerated answers to make the problem seem worse than reality. In the paper “Sex, Lies and Cyber-crime Surveys,” Florencio and Herley argue that the cybercrime loss numbers have two inherent flaws: First, they are based on self-reported numbers that are unverifiable and, second, the data comes from a concentrated group of respondents that do not necessarily represent the entire population. The duo argue:

[…]

Sometimes Stats Lie: Surveys May Overestimate Cybercrime Losses

Þetta er einnig þekkt sem Bradley effect (Wiki)

[…]

The Bradley effect theorizes that the inaccurate polls were skewed by the phenomenon of social desirability bias.[7][8] Specifically, some white voters give inaccurate polling responses for fear that, by stating their true preference, they will open themselves to criticism of racial motivation. Members of the public may feel under pressure to provide an answer that is deemed to be more publicly acceptable, or ‘politically correct’. The reluctance to give accurate polling answers has sometimes extended to post-election exit polls as well. The race of the pollster conducting the interview may factor in to voters’ answers.

[…]

Alternatively, Douglas Wilder has suggested that a ‘reverse Bradley effect’ may be possible because some Republicans may not openly say they will vote for a black candidate, but may do so on election day.[74] The „Fishtown Effect“ is a scenario where prejudiced or racist white voters cast their vote for a black candidate solely on economic concerns.[75][76] Fishtown, a mostly-white and economically depressed neighborhood in Philadelphia, voted 81% for Obama in the 2008 election.[77] Alternatively, writer Alisa Valdes-Rodriguez suggested another plausible factor is something called the „Huxtable effect“, where the positive image of the respectable African American character, Cliff Huxtable, on the 1980s landmark television series, The Cosby Show made young voters who grew up with that series’ initial run comfortable with the idea of an African American man being a viable Presidential candidate, which enhanced Obama’s election chances with that population.[78][79]

[…]

Eins og andstæðingar ESB á Íslandi hafa hagað sér. Það er kallandi fólk öllum illum nöfnum, og jafnvel hótað fólki öllu illu ef svo ber undir. Þegar svona aðstæður skapast. Þá má reikna með því að fólk svari rangt í svona könnum af hreinum ótta. Enda hafa hótanir fólksins sem er í Heimssýn sín áhrif útá við þegar á reynir.

Áróður er hinsvegar áróður og hefur sín áhrif á Íslandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að lygaáróður og blekkingar Heimssýnar hafa eingöngu verið í umræðunni, enda er kynningarátak Evrópusambandsins ekki hafið á Íslandi og stuðningsmenn ESB aðildar Íslands hafa ekki mikið haft sig frammi undanfarna mánuði.

Staðreyndin er hinsvegar sú að andstæðingar ESB hafa engin mótrök og hafa aldrei haft þau. Enda snýst baráttan hjá andstæðingum ESB um að vernda sýna hagsmuni, sem snúast um að viðhalda einokun og fákeppni á Íslandi. Eins og þeir hafa haft undanfarin 60 til 70 ár. Gott dæmi er að Mjólkursamsalan hefur haft einokun á Íslandi síðan árið 1936, þegar mjólkurlögin voru sett það árið.

Spurningin er hvort að þetta er það sem almenningur á Íslandi vill til lengdar.

Efnahagskreppa í boði einangrunar Íslands

Það er ekki ofsögum sagt að ákveðnir þjóðfélagshópar innan Íslands keppist við þessa dagana að einangra Ísland og íslendinga í kjölfarið á efnahagskreppunni. Þar sem gjarnan er notuð sú lína að efnahagskreppan á Íslandi sé alþjóðlegum samskiptum Íslands að kenna. Gildir þá einu hvort um sér að ræða EFTA og EES aðild Íslands, eða hugsanlega ESB aðild Íslands.

Staðreyndin er nú samt sú að efnahagskreppan á Íslandi er eingöngu íslendingum sjálfum að kenna og engum öðrum. Þökk sé efnahagsstefnu sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins frá árinu 1995 til ársins 2007 þá er skuldastaða Íslands orðin óbærileg með öllu, og nærri því óviðráðanleg. Þökk sé IMF aðild Íslands þá hefur ennþá tekist að halda hagkerfinu á Íslandi gagnandi síðustu árin. Það er þó alveg óljóst hvernig þetta mun ganga ef efnahagskreppan í löndunum sem eru í kringum okkur versnar til mikilla muna eins og virðist vera raunin núna um þessar mundir. Sú staða mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan efnahag. Þar sem útflutningur frá Íslandi mun dragast saman og áhugi á fjármögnun og fjárfestingum á Íslandi mun falla niður í frostmark og jafnvel kaldara en það.

Ástæðan fyrir því að það verður enginn áhugi á fjárfestingum á Íslandi er mjög einfaldur. Ísland er núna í einangrun gjaldeyrishafta með gjaldmiðil sem enginn hefur áhuga á að stunda viðskipti í. Allt sem tengist íslensku krónunni og erlendum gjaldmiðlum fer í gegnum Seðlabanka Íslands, sem hefur það hlutverk í dag að takmarka fjármagnsflæði erlends gjaldeyris frá Íslandi. Þetta er í raun ekkert annað en óverjandi staða fyrir íslendinga að standa í. Þar sem íslendingar munu á endanum þurfa að borga upp lán sín, sem eru að meirihluta til öll í erlendum gjaldeyri.

Með dýpri kreppu og minni útflutningi frá Íslandi í kjölfarið þá mun það verða erfitt, ef ekki ómöguleg staða sem íslendingar eru komnir í með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Þetta er staða sem evru-ríkin eru ekki í, jafnvel þó svo að staðan sé mjög erfið þar. Þá er hún ekki nærri því eins slæm og sú staða sem er að koma upp á Íslandi þessa dagna. Enda er það svo að vextir á Íslandi og verðbólga endurspegla þessa stöðu mjög vel. Þróunin mun verða mjög svipuð á næstu dögum og mánuðum, verðbólga mun aukast ásamt stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, verðlag mun hækka í kjölfarið og efnahagssamdráttur mun aukast í kjölfarið. Þetta mun koma fram með auknu atvinnuleysi og meira atvinnuleysi til lengri tíma litið.

Ástæðan fyrir þeirri stöðu sem íslendingar eru komnir í er mjög einföld og hefur alltaf verið það. Ástæðan er sú einangrunarstefna sem hefur verið rekin á Íslandi. Þessi stefna lýsir sér í því að fara seint og illa í alþjóðlegt samstarf eins og EFTA, EES og núna síðast umsókn Íslands um aðild að ESB. Þessi stefna íslendinga í utanríkismálum hefur kostað íslendinga milljarða í gegnum tíðina og heldur áfram að kosta íslendinga milljarða. Þessari stefnu hefur að hluta til verið stjórnað af hægri og vinstri mönnum sem eru hvað lengst útá kanti í sínum stjórnmálum. Sem betur fer þá hafa þessir menn ekki alltaf fengið sínu framgengt, vegna þess að ef svo væri. Þá væru íslendingar hvorki í EFTA eða EES núna í dag.

Því miður fyrir íslendinga núna í dag. Þá er annar stjórnarflokkana mjög upptekin af því að einangra Ísland og íslenskt efnahagslíf. Þetta felur meðal annars í sér að takmarka samkeppni á Íslandi, hækka verðlag og gera sitt besta í að tefja fyrir og valda skemmdarverkum á aðildarumsókn Íslands að ESB. Fremstur í flokki fer þar Landbúnaðarráðherra Jón Bjarnarson, en bæði Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon og Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson, ásamt Menntamálaráðherra hafa gert sitt til þess að tefja og valda skemmdum á þessu ferli. Þó svo að þau hafi ekki verið eins og hávær og klaufsk í þessari frekju sinni og Jón Bjarnarson.

Afleiðingar af hegðun Vinstri Grænna í ríkisstjórn Íslands hafa ekki látið á sér standa. Efnahagsleysi Atvinnuleysi er orðið stöðugt í kringum 10% núna og mun væntanlega aukast á næstunni. Efnahagur Íslands er frosin og stefnir í að botnfrjósa á næstu mánuðum. Þökk sé afar þröngsýni stefnu Vinstri Grænna í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það sem meira er. Ástandið á Íslandi er ekki líklegt til þess að batna á næstu mánuðum og árum. Ástæðurnar fyrir því er bæði að finna á Íslandi og utan þess.

Það er alveg ljóst núna að efnahagskreppan í heiminum er aftur farin að dýpka og mun dýpka umtalsvert á næstu mánuðum. Hvernig ríki munu koma undan þessari kreppu veltur algerlega á því hversu vel þau hafa unnið heimavinnuna síðustu mánuði í þeirri kreppu sem hefur ríkt frá árinu 2007. Í stuttu máli má reikna með að flest öll aðildarríki Evrópusambandsins komi vel útúr þessari kreppu, jafnvel þó svo einhver vandamál verði í gangi á næstu mánuðum á Íslandi.

Verstu og stærstu vandamálin verða þó til staðar á Íslandi. Þar sem efnahagur Íslands er í gjaldeyrishöftum og bundin þeirri böl sem íslenska krónan raunverulega er. Enda er það þannig að það eru afskaplega litlar líkur á því að íslenskur efnahagur þoli meiri samdrátt í útflutningi en hefur nú þegar orðið vegna kreppunnar erlendis. Enda er það þannig að þetta er falinn samdráttur í útflutningi. Þar sem að meira fæst fyrir minni útflutning frá Íslandi núna um þessar mundir vegna veiks gengis íslensku krónunnar. Það er ansi mikil hætta á því að íslenskur efnahagur einangrist ennþá meira en nú þegar er orðið, og að þessi einangrun verði mjög dýr íslensku þjóðfélagi. Mun meira en það sem hefur orðið nú þegar.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir. Þá er ennþá til fólk á Íslandi sem hefur komið því inn í umræðuna á Íslandi að það sé best fyrir íslendinga að standa fyrir utan ESB. Breytir þá engu fyrir þetta fólk að þessar fullyrðingar þess um slíkt eru ósannar og hafa alltaf verið það. Þeir sem eru á móti ESB aðild Íslands og eru ekki langt til hægri eða vinstri er fólk sem er í harðri sérhagsmunagæslu fyrir sjálfan sig og sína félög sem það starfar fyrir. Enda mundi ESB aðild Íslands auka samkeppni á Íslandi, bæta viðskiptaumhverfið og auka kaupmátt almennings. Umræddir sérhagsmunahópar eru Bændasamtök Íslands, LÍÚ, sjálfstæðisflokkurinn (þessi stjórnmálaflokkur er nátengdur viðskiptaumhverfinu og þeirri einokun sem þar snýst), Mjólkursamsalan (einokunarverslun á Íslandi samkvæmt lögum), framsóknarflokkurinn (tengdur viðskiptaaðilum og einokun). Þessir hópar hafa safnast saman undir félaginu Heimssýn sem var stofnað árið 2002 af öfga-vinstri manninum Ragnari Arnalds. Eini tilgangur þessara samtaka er að einangra Ísland pólitísk og efnahagslega, eins og hefur verið stefna öfga-vinstri manna á Íslandi síðustu 60 til 90 árin eða svo.

Stefna hægri manna sem eru á móti ESB aðild Íslands byggir á græðgi og viðleitni þessara manna við að viðhalda ríkjandi einokun á Íslandi. Þannig að hægt sé að auka hagnað þessara manna með einokun og fákeppni á Íslandi. Tilgangur öfga-hægri er mjög svipaður af markmið öfga-vinstri, en þar blandast hinsvegar kynþáttahyggja og hatur á útlendingum ofan í allt annað. Slíkt má ennfremur finna hjá vinstri-öfgamönnum, það er hinsvegar bara betur falið en það er engu að síður þarna til staðar sé vel gáð.

Vilji íslenska þjóðin ekki þurfa að herða sultarólina um nokkur göt í viðbót þá verður íslenska þjóðin að hafna málflutningi þeirra sem vilja viðhalda núverandi ástandi efnahagsmála á Íslandi. Það verður eingöngu gert með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil nokkrum árum síðar eftir inngöngu.

Það verður ennfremur að hafna þeim blekkingum og lygum sem Heimssýn, Evrópuvaktin (vefur öfga-hægri gegn Evrópusambandinu), Vinstri Vaktin gegn ESB (vefur öfga-vinstri gegn Evrópusambandinu), Bændasamtökin (vefur og bændablaðið eru notuð í blekkingar og lygar um Evrópusambandið), Morgunblaðið (vefur ný-frjálshyggjunnar sem er á móti Evrópusambands aðild Íslands) sem koma koma fram í fjölmiðlum andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Vegna þess að þetta eru eingöngu áróðursfjölmiðlar sem berjast gegn Evrópusambandinu með rangfærslum og blekkingum um það sem er að gerast í Evrópu.

Þessir fjölmiðlar og þetta fólk treystir á það að íslendingar nenni ekki að kynna sér málin og fylgjast með erlendum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópu. Á þessu hafna nefnilega þessir fjölmiðlar verið að keyra undanfarin ár og gera ennþá.

Hvað varðar heildarmyndina á öllu þessu. Þá eru efnahagsáhrifin af dýpkandi kreppu nú þegar farin að hafa áhrif á Íslandi samkvæmt frétt Rúv frá því núna fyrr í kvöld (skrifað 6. Ágúst 2011).

Frétt Rúv: Áhrifa farið að gæta hérlendis

Einangrun er ekki nein lausn og hefur aldrei verið það, og mun ekki verða það á næstu áratugum. Vilji íslendingar leysa sín efnahagslegu vandamál. Þá þarf að koma með nýjar lausnir til þess að leysa þessi efnahagslegu vandamál sem íslendingar standa frammi fyrir á næstu árum og áratugum. Það er lausn að ganga í Evrópusambandið, en það er ekki nein lausn fólgin í því að reyna eitthvað sem ekki virkar aftur. Eins og er í raun það sem andstæðingar Evrópusambandsins boða og trúa á að muni virka núna, í þetta skiptið. Það virðist litlu breyta fyrir þetta fólk þó svo að þær lausnir sem þetta fólk boðar hafi í raun ekki virkað undanfarin 50 ár eða lengur.

Saga Íslensks efnahags hefur í raun ekki kennt þessu fólki neitt og mun ekki gera það upp úr þessu. Af þessum sökum á að hafna málflutningi og fullyrðingum andstæðinga Evrópusambandsins.

Það gæti þó hugsast að íslendingar vilji halda í hið gamla og ónýta. Ef svo er, þá verður íslendingum að því og það verður ennfremur ekkert hægt að gera því. Þar sem það er íslenska þjóðin sem ræður ferðinni og hvert þjóðin fer á endanum.

Bloggfærsla uppfærð þann 17. Ágúst 2011 klukkan 13:55 UTC.

Restin af heiminum er í viðskiptabandalögum

Heimssýn talar mikið um það að sé heimur fyrir utan Evrópusambandið. Það er í sjálfu sér ekkert rangt við þessa fullyrðingu. Það sem er hinsvegar rangt í þessari fullyrðingu hjá Heimssýn er sú hugmyndafræði að íslendingar komist að hjá restinni af heiminum. Staðreyndin er nefnilega sú að restin af heiminum er að gera nákvæmlega það sama og Evrópa hefur verið að gera síðust 60+ ár núna. Restin af heiminum er að sameinast í efnahagsbandalög, tollabandalög og jafnvel myntbandalög til þess að auka samkeppnishæfni sýna til lengri tíma litið.

Þetta er augljóst þegar þessi hérna mynd af skoðuð af heiminum.


Mynd Wikipedia, gefið út undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 License. Efnahagsbandalög í heiminum núna í dag.

Staða mála er auðvitað misjöfn eins og gengur og gerist. Hinsvegar er þróunin öll í sömu átt. Heimurinn er að sameinast efnahagslega, þá í efnahagsbandalög sem hugsanlega renna síðar saman til þess að mynda ný bandalög og ný viðskiptasambönd.

Það sem Heimssýn boðar og aðrir sem skrifa á móti þessari þróun er mjög einfalt. Þessi samtök og þetta fólk sem þar talar vill að íslendingar standi fyrir utan allt þetta og alla þessa samvinnu. Allt vegna þess að þetta fólk er að vernda einhverja sérhagsmuni á kostnað almennings á Íslandi. Enda er það almenningur sem borgar fyrir einangrunarstefnuna sem þetta fólk boðar með verri lífskjörum og hærra vöruverði á Íslandi. Einnig sem að efnahagslegur stöðugleiki er ekki sjáanlegur í hugmyndafræði þessa fólks sem stendur á bak við Heimssýn eða aðra ESB andstöðu á Íslandi.

Þegar nánar er skoðað. Þá kemur nefnilega í ljóst að það stenst ekki neitt hjá andstæðingum ESB á Íslandi. Enda hefur þetta fólk aldrei haft nein rök fyrir þeim fullyrðingum sem það setur fram í umræðuna. Þegar það er gengið á það. Þá forðast það að svara spurningum og fer á flótta undan því að svara það sem það er spurt að.

Heimild: List of free trade agreements – Wikipedia

Þar sem öfgarnar mætast á Íslandi

Það verður seint sagt að Ísland sé laust við öfgafulla einstaklinga. Vegna þess að það er staðreynd að á Íslandi þrífast öfgar og öfgafullir einstaklingar mjög vel í skjóli fáfræði og fordóma sem er að finna í íslensku samfélagi.

Á Íslandi snúast þessar öfgar um útlendinga og meinta hættu af þeim. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingar hafa aldrei haft neitt að óttast af hálfu útlendinga. Þær fullyrðingar sem settar hafa verið fram af andstæðingum EFTA, EES og núna ESB eru alltaf þær sömu. Hérna er dæmi frá Ragnari Arnaldssyni frá árinu 1969. Í dag má finna sömu fullyrðingar frá Ragnari Arnaldssyni og fleirum sem eru sammála honum í þessari þvælu.


Smellið á myndina til þess að fá fulla upplausn.

Ragnar Arnalds stofnaði og var formaður samtakanna Heimssýn, sem byggja á algerri einangrun Íslands. Bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Það er bara auglýsingabragð hjá Heimssýn að tala um það að sé stór heimur fyrir utan ESB. Sérstaklega í ljósi þess að Evrópusambandið hefur samskipti og viðskipti við allan heiminn og hefur alltaf gert það.

Núna hefur Ragnar Arnalds ásamt fleiri öfgafullum vinstri mönnum á Íslandi stofnað vefsíðuna Vinstri Vaktin gegn ESB. Þar sem þessir menn mála málflutning sinn sem einhverskonar bjargvætt íslensku þjóðarinnar. Þar sem þeir þykjast standa fyrir velferð og allan þann pakka. Þetta setja þeir þó fram án þess að hafa útskýrt hvernig þeir ætli sér að gera það, sem er mjög áhugavert. Þar sem þessum mönnum tókst það ekki þegar þeir voru sjálfir í ríkisstjórn á árunum 1970 til ársins 1982 (með hléum þó). Það sem Ragnar Arnalds er hvað frægastur fyrir er að hafa eyðilagt gömlu íslensku krónuna með 100% verðbólgu á sínum tíma.

Staðreyndin er hinsvegar sú og verður alltaf sú að Ragnar Arnalds og fólk sem talar eins og hann er bara að halda þessu fram út frá tilfinningarökum (argumentum ad populum).

Á hinum enda litrófsins er hægra öfgafólkið að finna. Þar eru menn eins og Styrmir, Björn Bjarnarson fyrrverandi dómsmálaráðherra, Davíð Oddsson, Hannes Hólmstein og fleiri. Þessir menn reka og koma nálægt vefjum AMX, Evrópuvaktin, Heimssýn (eru í stjórn Heimssýnar sem dæmi)

Markmið þessa fólks er mjög svipað og öfgafólksins sem er til vinstri. Það er að halda íslandi efnahagslega einangruðu og halda samskiptum við útlönd eins litlum og hægt er. Ástæðunnar eru þó aðrar en fólksins til vinstri. Þar sem helsta hugmyndafræði öfgafólksins til hægri er sú að reka á Íslandi bandarískt hagkerfi, og hafa sem flesta þætti þjóðfélagsins í höndum einkaaðila. Einnig sem þetta fólk á hægri vægnum vill tryggja og vinna að því Ísland verði í nánari samskiptum við Bandaríkjunum, jafnvel að það verði tengt ríki innan Bandaríkjanna (Unincorporated organized territories). Þannig að Ísland mundi tilheyra Bandaríkjunum, en samt halda sjálfstæði sínu að nafninu til.

Þessi staðreynd verður augljóst og sést þegar gjörðir og markmið hægri manna eru skoðuð síðustu áratugina á Íslandi, og áhrifin eru ekki farin að leyna sér á Íslandi. Ný-frjálshyggjan sem innleidd var á Íslandi var öll að Bandarískri fyrirmynd. Efnahagshrunið árið 2008 var hinsvegar endanleg niðurstaða þessar stefnu öfga-hægri manna á Íslandi.

Ástæður þess að þetta fólk er á móti ESB aðild Íslands eru því há-pólitískar og snúast ekki um hag heildarinnar eins og halda mætti. Hérna er hérna um að ræða hugmyndafræði sem gengur útá það að viðhalda ónýtu hagkerfi á Íslandi, sem og pólitísku kerfi sem kemur niður á framþróun á Íslandi. Hvort sem það er í tækniþróun, byggðarþróun eða efnahagslegri þróun.

Það er því nauðsynlegt fyrir íslensku þjóðina að styðja við aðildarferli og aðildarumsókn Íslands. Svo hægt sé að koma í veg fyrir stöðnun á Íslandi næstu áratugina. Íslenska þjóðin á svo margt undir því að aðildarviðræður Íslands gangi vel og að aðildarsamningur Íslands og ESB verði samþykktur í þjóðaratkvæði þegar þar að kemur.

Meira af bannfíkn íslenskra stjórnmálamanna

Það hafa margir verið að bölva ESB fyrir að banna sölu á heimabakstri undanfarna daga eftir fréttaflutning þess efnis. Því miður hafði enginn gefið sér tíma til þess að skoða staðreyndir málsins, hvað þá umrædda reglugerð sem um ræðir frá ESB. Vegna þess að í þessari reglugerð frá ESB sem gildir á Íslandi vegna EES samningsins stendur þetta skýrt og greinilega um þá hluti sem umrædd reglugerð nær ekki yfir.

2. Þessi reglugerð gildir ekki um:

[…]

c) beina afhendingu framleiðanda á litlu magni frumframleiðsluvara til neytanda eða smásölufyrirtækis á staðnum sem afhendir vöru beint til neytenda,

[…]

3. Aðildarríkin skulu setja reglur, samkvæmt landslögum, um þá starfsemi sem um getur í c-lið 2. mgr. Landsbundnar reglur af þessu tagi skulu tryggja að markmiðum þessarar reglugerðar verði náð.

[…]

Því er augljóst að þær fullyrðingar um að hérna sé um að ræða bann frá ESB rangar og byggja á viljandi rangfærslum stjórnmálamanna (í sumum tilfellum hugsanlega óviljandi) til þess að koma höggi á ESB umræðuna á Íslandi vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB.

Það sem er þó áhugaverðast í þessu öllu saman er sú staðreynd að enginn fjölmiðill (þeir vilja kalla sig það) á Íslandi hafði fyrir því að fletta umræddri reglugerð upp og athuga málið og hvort að viðkomandi þingmenn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins væru að fara með rétt mál til að byrja með.

Reglugerðina er hægt að lesa á vefsíðu Matvælastofnunar hérna fyrir neðan (linkur) og einnig í pdf skjalinu sem er viðhent þessari bloggfærslu.

Reglugerð nr. 852/2004/EB um hollustuhætti sem varða matvæli (matis.is)

Reglugerð ESB/2004

Lokaðasta umræðan um Evrópusambands aðild Íslands er í boði Heimssýnar

Það er talsvert skondið að fylgjast með samtökum einangrunar, einokunar og spillingar boða opna umræðu um Evrópusambandið á Íslandi. Það er nefnilega þannig að Heimssýn hefur aldrei staðið fyrir opinni umræðu um Evrópusambandið á vef sínum. Á ráðstefnum sem þeir halda, þá er alltaf eingöngu þeirra hlið sem fær að koma fram en aldrei hin hliðin á málinu.

Það er ennfremur staðreynd að oftast þá fer Heimssýnar fólkið með staðleysur og lygar um Evrópusambandið á vef sínum og almennt í þeirra málflutningi. Hvort sem hann er í fjölmiðlum eða á internetinu. Mig grunar að ástæðan fyrir banni við athugasemdum á bloggsíðu Heimssýnar sé mjög einföld. Þeir vilja ekki neina umræðu þar um þessar fullyrðingar sem þeir setja fram. Vegna þess að þá mundu þessar lygar komast upp og verða flett ofan af þeim, á þeirra eigin vefsvæði.

Það má ennfremur ekki gleyma því að Heimssýn er stofnað og rekið af fólki sem hefur kerfisbundið og skipulega reynt að koma í veg fyrir aukin alþjóðleg tengsl Íslands í gegnum árin. Sem dæmi þá má nefna að Ragnar Arnalds, sem er stofnandi Heimssýnar reyndi að koma í veg fyrir EFTA aðild Íslands og EES aðild Íslands á sínum tíma. Þar sem hann var þá með sama bölvaða ruglið uppi um aðild Íslands að þessum samningum eins og hann er núna með sama bölvaða ruglið um hugsanlega ESB aðild Íslands. Það hefur ekkert breyst hjá honum í þeim efnum.

Ragnar Arnalds er talsmaður þess að loka Íslandi og var það allan sinn stjórnamálferl og er það einnig í dag. Mörgum áratugum eftir að hann hætti að skipta sér að stjórnmálum á Íslandi og fór þess í stað að berjast fyrir einangrun og fátækt íslendinga til framtíðar.

Bloggfærsla Heimssýnar. Þar sem þeir kvarta yfir skort á opinni umræðu um Evrópusambandið. Það er ekki hægt að gera athugasemdir þarna.

Opin umræða í Evrópu, lokuð á Íslandi (blog.is)

Aum fölsun framsóknarþingamanns um verðlag í ESB

Það er nú auma fölsuninn sem framsóknarþingmaðurinn Eygló Harðardóttir kemur með á bloggsíðu sinni á Eyjunni. Þar sem hún í alvörunni heldur því fram að matvælaverð sé hærra í löndum ESB en á Íslandi. Þessar fullyrðingar sem hún setur fram eru auðvitað ekkert annað en kjaftæði. Enda er mun hagstæðara að kaupa í matinn innan ESB á Íslandi.

Fyrir það fyrsta er þetta blekkjandi hjá Eygló Harðardóttir. Þar sem gengi íslensku krónunnar er mjög lágt eins og sjá má á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Því er einnig háttað til að þær verslanir sem þarna eru taldar upp teljast mjög dýrar eftir því sem ég kemst næst. Verðlag og skattar eru síðan mismunandi á milli aðildarríkja ESB eins og gefur að skilja. Enda stjórna aðildarríki ESB sjálf sinni skattastefnu á matvælum. Þó hafa aðildarríki ESB samþykkt hámark og lámark virðisaukaskatt á vörur og þjónustu. Hámarkið er 25% VSK á slíkt. Virðisaukaskatturinn á Íslandi er í dag 0.50% hærri á Íslandi en þar sem hann er hæstur hjá aðildarríkjum ESB núna í dag.

Þar sem ég er afskaplega latur að skrifa upp kvittanir og hef haft þann vana að hirða allar kvittanir þegar ég versla. Þá eru hérna kvittanir frá því að ég bjó í Danmörku fyrr á þessu ár. Eins og margir vita, þá er Danmörk mjög dýrt land. Þarna er einnig kvittun frá Þýskalandi, eða landamærabúð sem Danir versla mikið í.

Hérna er verðlagið í Danmörku og síðan þýskum landamæraverslunum við Danmörk. Smellið á myndinar til þess að fá fulla og leshæfa stærð.

Það sem Eygló Harðardóttir er að gera er ekkert annað en að blekkja almenning á mjög svo einfaldan og óheiðarlegan hátt. Eins og þessar kvittanir sína. Þá er jafnvel hagstæðara að kaupa í matinn í Danmörku ef maður er með tekjur í dönskum krónum. Þetta verður auðvitað mun flóknara ef maður er með tekjur í ónýtri íslenskri krónu. Eins og mun verða raunin hjá mér að hluta þegar ég flyt aftur til Danmerkur á næsta ári.

Blogg póstur uppfærður klukkan 23:25 þann 13. Júlí 2011.

Ekkert talað um hættuna á gjaldþroti Bandaríkjanna

Af öllum þeim fréttum sem hafa verið í gangi þessa vikuna. Þá hefur ein frétt vakið athygli mína, og það er sú frétt að Bandaríkin séu hugsanlega að verða gjaldþrota ef ekki tekst að hækka skuldaþak Bandaríska ríkisins.

Ef það tekst ekki. Þá verður greiðslufall hjá Bandaríkjunum og það er alveg ljóst að enginn mun borga Bandaríkin út eins og gert er með Grikkland og aðrar minni lönd í heiminum.

Það sem hefur þó ekki komið fram í umræðunni er sú staðreynd hvaða áhrif þetta mun hafa á bandaríkjadollar. Afleiðingar af gjaldþroti bandaríska ríkisins gætu verið mjög alvarlegar fyrir bandaríkjadollar á heimsvísu. Þetta er þó ekkert sem andstæðingar ESB munu koma með. Enda eru margir þeirra með staðfasta trú á USD eins og komið hefur fram á undanförnum mánuðum.

Þó er alveg ljóst eins og staðan er í dag. Þá er evran mun öruggari gjaldmiðill heldur en bandaríkjadollar um þessar mundir.

Frétt BBC News af þessu

Obama hopeful on reaching US debt deal with Republicans

Það er bjalla í Heimssýn, og hún er biluð

Íhaldsmenninir og öfgamenninir í samtökunum Heimssýn halda því statt og stöðugt fram að það sé verið að gera „bjölluat“ í ESB með aðildarumsókn Íslands að ESB.

Drögum umsóknina tilbaka og hættum að gera bjölluat í Brussel.

Heimssýn þann 22. Júní 2011. ESB opnar á frestun aðildarviðræðna við Ísland

Því miður er þetta rangt hjá þeim. Aðildarumsókn Íslands að ESB er mjög svo alvarlegt málefni, sem þessir öfgamenn einfaldlega skilja ekki og neita að sætta sig við. Enda haga þetta fólk sér eins og verstu vitleysingar. Enda ber þessi hegðun þess merkis að þessu fólki sé nákvæmlega sama um staðreyndinar og hagsmuni almennings á Íslandi.

Þessi hópur sem stendur að Heimssýn hefur alltaf verið á móti auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Þetta fólk var á (forverar þessu voru á móti NATO aðild Íslands) móti EFTA aðild Íslands, síðan var það á móti EES aðild Íslands og núna í dag er það á móti ESB aðild Íslands. Tal þessa fólks um að það sé heimur fyrir utan ESB er bara tómt bull. Vegna þess að þetta fólk mun berjast á móti þeim samskiptum ef til þeirra kæmi. Enda eru þetta harðir einangrunarsinnar þarna á ferðinni, sem vilja pólitíska og efnahagslega einangrun Íslands og íslensku þjóðarinnar.

Alltaf hefur þetta fólk spáð heimsendi á Íslandi við aðild. Frægastur er spádómur Ragnar Arnalds um verra ástand á Íslandi við EFTA aðild. Sagan er búinn að dæma þetta fólk hræsnara og lygara, en það lætur sér samt ekki segjast og mun aldrei gera það. Enda skipta sannleikurinn og staðreyndir málsins engu máli hjá þessu fólki. Þar sem það mun alltaf berjast fyrir einangrun Íslands.

Samkvæmt frétt Rúv. Þá verða tveir lagakaflar í samningaviðræðum Íslands og ESB opnaðir og lokaðir á Mánudaginn. Þar sem lögin á Íslandi eru alveg eins og lög ESB (búin að taka upp þann kafla í aðildarviðræðum ESB í gegnum EES samninginn nú þegar).

[…]

Ríkjaráðstefna Evrópusambandsins, þar sem fulltrúar allra aðildarríkjanna, ráðherrar eða embættismenn eru saman komnir, verður haldin á mánudaginn í Brussel og þar hefjast aðildarviðræðurnar formlega. Fjórir kaflar verða opnaðir, og þar af verður tveimur lokað jafnharðan, þar sem löggjöf Íslands og loggjöf Evrópusambandsins eru samhljóða. Það eru kaflar um vísindi og rannsóknir og um menntun og menningu. Hinir kaflarnir tveir eru um opinber útboð annars vegar og um upplýsingatækni og fjölmiðla hins vegar. Þar standa út af nokkur atriði sem eru ósamhljóða en eru þó ekki talin valda vandræðum í samningum.

[…]

Aðildarviðræður við ESB Frétt Rúv 22. Júní 2011.

Þá má koma afstöðu Heimssýnar í mjög fá orð og án mikilla vandræða. Sjá setninguna hérna fyrir neðan.

Heimssýn er að selja almenningi glópagull.

Það hlakkar í andstæðingum ESB á Íslandi

Það er mjög lýsandi fyrir þann sjúkleika sem hrjáir marga andstæðinga ESB á Íslandi að það skuli hlakka í þeim við þær fréttir að ríkisskuldavandi sé hugsanlega að fara breiðast út í Evrópu. Þó ekki bara í löndum sem eru með evruna sem gjaldmiðil, þessi skuldavandi ríkja mun væntanlega einnig ná til Bretlands og fleiri ríkja í Evrópu á endanum.

Þessi skuldavandi sem er núna í gangi hjá nokkrum ríkjum í Evrópu er mjög lýsandi fyrir þá slæmu efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í Evrópu á grundvelli ný-frjálshyggjunar og annara skyldra efnahagsstefna undanfarin ár. Það var augljóst að þetta mundi ekki enda vel, og hefði mátt vera það frá upphafi.

Það sem er þó alvarlegast í þessu er sú staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi gera sér nákvæmlega enga grein fyrir því hvað mun gerast við efnahag Íslands ef að evran og ESB hrynur eins og þeir svo gjarnan óska sér þessa dagana. Það er hætt við að andstæðingar ESB sjái eftir ósk sinni ef hún rætist. Svona um það leiti sem þeir drepast úr hungri vegna þess að efnahagur Íslands hrundi gjörsamlega við það að efnahagur Evrópu taki mjög alvarlega dýfu og jafnvel hrynji alveg. Enda er það staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi óska sér ekkert annars en að efnahagur Evrópu hrynji alveg til grunna og taki evruna með sér í fallinu.

Sem betur fer er þessi draumur andstæðingar ESB á Íslandi ekkert að fara rætast. Þeir sem stjórna í Evrópu eru snjallari en svo að leyfa slíku að eiga sér stað. Enda hafa evrópubúar nú þegar mjög slæma reynslu að algerum efnahagshrunum frá fyrri og seinni heimsstyrjöldinni.

Íslendingar hafa einnig mjög slæma reynslu af efnahagshrunum. Hinsvegar lærðu íslendingar ekki neitt á þeim efnahagshrunum og því hefur ekkert breyst hjá íslendingum.