Eldgos hugsanlega að hefjast aftur í Eyjafjallajökli

Miðað við óróann á mælum í kringum Eyjafjallajökull. Þá er hugsanlegt að eldgos sé að hefjast aftur í Eyjafjallajökli. Á þessari stundu er þetta þó óstaðfest þar sem ekki sér til Eyjafjallajökuls vegna öskufjúks.

Ég mun koma með frekari upplýsingar þegar ég veit meira.

Vindblásin aska frá Eyjafjallajökli

Á þessari hérna gervihnattamynd NASA sést vel hvernig askan er að blása undan vindi og útí sjó. Þetta er gífurlegt magn af ösku sem þarna blæs undan vindi, enda er skýið sem myndast í kjölfarið gífurlega stórt og mikið um sig.

Gosóróinn fellur hratt í Eyjafjallajökli

Fyrr í kvöld tók gosóróinn í Eyjafjallajökli að falla mjög hratt. Hvað það þýðir nákvæmlega veit ég ekki, en það getur hugsast að núna sé virki gígurinn í Eyjafjallajökli að lokast og eldgosið sé að hætta í honum. Hvort að það þýðir að eldgosinu sé lokið í Eyjafjallajökli er algerlega óljóst á þessari stundu. Það er einnig möguleiki á því að gosróinn taki aftur uppá því að aukast eftir talsvert fall. Hinsvegar mun eingöngu tíminn leiða í ljós hvað mun gerast í þessu eldgosi.

Þegar þetta er skrifað, þá heldur gosórinn áfram að lækka eins og fyrr í kvöld.

Nýtt kvikuinnskot í Eyjafjallajökli

Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands (flestir jarðskjálftanir sem urðu í kvöld) þá virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað undir Eyjafjallajökli. Flestir af þessum jarðskjálftum voru á 26 til 24 km dýpi samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands og upptökin voru nærri núverandi gosrás í Eyjafjallajökli.

Í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu jókst gosórinn í Eyjafjallajökli, en engin stórvægileg breyting virðist hafa orðið á gosmekkinum síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað.

Jarðskjálftar norður af Eyjafjallajökli, breytingar á gosóra fylgja í kjölfarið

Um miðnættið núna í kvöld hófst jarðskjálftahrina norður af Eyjafjallajökli. Þessi jarðskjálftahrina er svo norðarlega að jarðskjálftarnir eiga sér eiginlega stað í eldstöðinni Tindafjallajökli frekar en Eyjafjallajökli samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands. Hinsvegar virðast þessir jarðskjálftar eiga upptökin í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Hvað þarna er í gangi þarna er óvíst þessa stundina, en líklega er kvikuinnskot þarna á ferðinni eða þá að kvika sé farinn að leita sér leið uppá yfirborðið á nýjum stað. Hvað mun gerast þarna í kjölfarið er óvíst. Hinsvegar eru farnar að koma fram breytingar á gosóróanum í kjölfarið á þessum jarðskjálftum eftir því sem bestur verður séð á mælum Veðurstofu Íslands.

Þetta gætu einnig verið jarðskjálftar vegna spennubreytinga á svæðinu vegna eldgossins. Hinsvegar þykir mér það ólíklegri atburður, það er hinsvegar ekki hægt að útiloka það á þessari stundu. Tíminn verður bara að leiða það í ljós hvað er að gerast þessa stundina norður af Eyjafjallajökli.

Ég get ekki svarað því hvað gerist ef að kvikuinnskot frá Eyjafjallajökli kemst yfir í eldstöðina Tindafjallajökull.

Texti uppfærður klukkan 01:30 UTC þann 15 Maí 2010.

Sveiflur í gosóróanum frá Eyjafjallajökli

Síðasta klukkutímann þá hefur orðið vart við sveiflur í gosóranum sem kemur frá Eyjafjallajökli. Erfitt er að útskýra þessar sveiflur nákvæmlega, en það eru vísbendingar um það að eldgosið sé hugsanlega að færast aftur í aukana á þessari stundu, og þessir púlsar á óróamælum séu fyrstu merki þess. Tíminn mun þó eingöngu leiða það í ljós hvað er nákvæmlega í gangi.

Öskuframleiðsla er ennþá mjög mikil í eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Sjóðandi vatn kemur núna undan Gígjujökli

Það sést núna á vefmyndavélum að núna kemur sjóðandi heitt vatn undan Gígjujökli í Eyjafjallajökli. Þetta vatn er svo heitt að gufumekkir standa upp af því þegar það kemur undan jöklinum. Það virðist ennfremur vera orðið ljóst að ekki er langt í það að hraunið sem hefur verið að renna undan Gígjökli muni fljótlega koma í ljós með þessu áframhaldi.

Mikið öskuský sést núna á vefmyndavélum stíga upp frá Eyjafjallajökli

Á vefmyndavélum Mílu og Vodafone sést núna mikið öskuský stíga uppúr Eyjafjallajökli á þessari stundu. Þetta öskuskýr er talsvert meira um sig en það sem hefur komið frá Eyjafjallajökli síðustu daga eftir að mestu látunum í Eyjafjallajökli lauk þann 18 Apríl síðastliðinn.

Ennþá kemur talsvert flóð frá Gígjökli á þessari stundu samkvæmt því sem sést á vefmyndavélum.

Ný gossprunga hefur líklega opnast í Eyjafjallajökli

Það er að sjá á myndum frá vefmyndavélum að líklega hefur opnast ný gossprunga í Eyjafjallajökli. Enda er ennþá talsvert flóð í gangi þessa stundina niður Gígjökull. Þessi nýja gossprunga er þó ennþá óstaðfest á þessari stundu, en það er líklega ástæðan fyrir flóðinu á svæðinu sem hefur núna varað í meira en klukkutíma og það hefur lítið dregið úr því á þessari stundu.

Gosmökkurinn virðist einnig fara dökknandi á þessari stundu í Eyjafjallajökli. Þó er erfitt að segja til um hveru mikið gosmökkurinn hefur dökknað á þessari stundu. Inn á milli er gosmökkurinn þó alveg hvítur og bendir það til þess að eingöngu sé gufa að koma upp núna í Eyjafjallajökli.

Texti uppfærður klukkan 14:33 þann 28 Apríl 2010.