No Plan, No Peace, þáttur á BBC One

Í kvöld mun BBC One sýna seinni hluta þáttarins No Plan, No Peace, en þessi þáttur fjallar um hið algera skipulagsleysi sem einkenndi innrásina í Írak og hvernig Bandaríkjamenn höfðu alls ekki hugsað innrásina til enda og hvað ætti að gera eftir innrásina til þess að koma í veg fyrir óstöðuleika í Írak. Fyrri hlutinn var sýndur í gær á BBC One.

Hérna er frétt sem er beintengd þættinum.

UK and US play Iraq ‘blame game’

Einokun leigubíla

Þarna er verið að koma á einokun leigubíla. Það eitt og sér er mjög slæmt fyrir neitandann og stjórnvöld ættu að koma í veg fyrir svona. Annars er það þannig á Íslandi í dag að leigubílaakstur er allur bundinn í sérleyfum og öðrum dularfullum hlutum, sem gera fólkinu sem nota leigubíla engan greiða, en hinsvegar ýtir því verðinu á leigubílum upp.

Það þarf að breyta þessu, eins og svo mörgu öðru hérna á landi.

Tengist frétt: NL annist ein akstur gesta Kringlunnar

Jarðskjálftar norður af Kolbeinsey

Klukkan 04:36 hófst stór jarðskjálftahrina uþb 100 – 150 km norður af Kolbeinsey. En samkvæmt EMSC þá var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu 4.6mb (á ricther). Þessar stærðir eru úr sjálfvirku kerfi EMSC og ber því að taka þessum tölum með fyrirvara. En samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands þá var stærð þessa jarðskjálfta 3.5ML (á ricther) en það er líklega vanmat vegna fjarlægðar. Eftir því sem ég fæ best séð, þá er jarðskjálftahrinan í fullum gangi. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina tengist eldsumbrotum á þessu svæði.

Spillt fólk fer í meiðyrðamál

Þegar ég hélt að þessu fólki gæti ekki staðið í meira siðleysi þá kemur þetta upp. Sonur Jónínu Bjartmarz ætlar sér að fara í meiðyrðarmál við Rúv fyrir það eitt að segja sannleikan. En sá sannleikur var að kærasta hans og tengdadóttir Jónínu Bjartmarz fékk sér meðferð þegar hún sótti um Íslenskan ríkisborgararétt. En hún uppfyllti ekki lagalegar kröfur til þess að sækja um ríkisborgararétt, en þar sem að hún var tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, þá fékk hún sérstaka hraðmeðferð í gegnum kerfið.

Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við, þá hefði Jónína Bjartmarz þurft að tæma skrifstofuna sína samdægurs og þetta mál kom fram í fréttum. Þess í stað þá þurfti þjóðin að býða fram að kosningum til þess að fá að reka þetta spilla fólk, sem er gjörsamlega búið að tapa sambandi við raunveruleikan og því hvað er rétt og rangt í okkar þjóðfélagi. Og þeirri staðreynd að það situr ekki í gullstæti, þó svo að það fari með örlítil völd í skamman tíma. Og núna ætlar þetta fólk að fara á næsta stig í siðleysinu. Að fara í mál við Rúv fyrir það eitt að segja sannleikan og koma upp um spillingu í stjórnkerfinu. Þetta er auðvitað ekkert nema heimska og spilling á hæsta stigi, ef eitthvað er, þá ætti Lögreglan að rannsaka þetta fólk fyrir spillingu. En augljóst er að það skortir lagaleg úrræði hérna á landi til þess að vernda almenning gegn ofríki ráðherra og alþingismanna.

Ég vona bara að dómarinn sem fær þetta mál í hendunar, sjái sóma sinn í því að henda því í ruslatunna. Það er nefnilega ekki ærumeiðandi að segja sannleikan. En hinsvegar er æra og traust þessa fólks sem fékk sér afgreiðslu útá tengsl við ráðherra að eilífu ónýt. Einnig er það augljóst að þetta fólk, móðir, sonur og tengdadóttur eru gjörsamlega úr sambandi við raunveruleikan ef þau halda að þau komist upp með þessa ósvífni sem þau eru að sýna af sér með þessari kæru.

Tengist frétt: Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar

Digital Ísland og textavarp Rúv, Stöðvar 2

Útaf einhverjum tæknilegum örsökum, þá virðast tæknimenn Digital Íslands (Stöðvar 2) ekki hafa fundið útúr þeim einfalda tæknilega möguleika að kveikja á textavarps útsendingu Rúv eða textavarpsútsendinu Stöðvar 2 og annara sjónvarpsstöðva sem fara í gegnum kerfi þeirra. Skortur á textavarpi er óþolandi, sérstaklega þegar um er að ræða rásir eins og Rúv.

Tæknimenn Digital Íslands þurfa að laga þetta. En keppinautur þeirra, Síminn, getur endurvarpað Rúv stafrænt yfir ADSL með textavarpi. Og Rúv getur endurvarpað sínu merki yfir gervihnött (stafrænt og ruglað) með textavarpi. En útaf einhverjum vanhæfnisástæðum, þá virðist Digital Ísland ekki getað gert hið sama.

Þeir ættu kannski að lesa leiðbeiningabækunar sem koma með þessum græjum sem þeir keyptu á sínum tíma.

Íslensk spilling

Á vísir.is er að finna merkilega frétt. Þar er verið að fjalla um þá staðreynd að kona Forsætisráðherra er að stýra nefnd á vegum Heilbrigðisráðuneytsins. Það eitt og sér að þetta sé kona Forsætisráðherra er uppskrift að hagsmunaárekstrum og spillingu. Þessi hugsunarháttur að ráða ættingja og vini, jafnvel maka í svona stöður virðist vera landlæg sýki hjá sumum alþingismönnum og ráðherrum hérna á landi.

Kona Forsætisráðherra ætti að sjá sóma sinn og segja sig úr þessari nefnd, enda hefur hún ekki verið kjörin í þetta starf og vegna tengsla hennar við Forsætisráðherra þá er augljóst að hún er gjörsamlega vanhæf til þess að sitja í þessari nefnd. Ofan á þetta, þá á að ávíta Heilbrigðisráðherra fyrir alvarleg afglöp í starfi, hinn kosturinn er að hann getur sagt af sér embætti vegna alvarlegra afglapa í starfi.

Frétt um sama mál er einnig að finna á mbl.is.

Tengist frétt: Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana

Fáar ættir með völdin hérna á landi

Það er all sérstök staða á Íslandi, þar sem völd virðast beinlínis ganga í erfðir. En eins og þessi frétt ber með sér, þá er fólkið sem hefur völdin í dag, afkomendur eða á annan hátt skylt fólki sem var með völdin fyrir 50 til 100 árum síðan. Þetta leiðir auðvitað af sér spillingu, en ekki eins spillingu og á sér stað erlendis. En spilling hérna á landi er á þann háttin að togað er í ættarspottana og hlutunum reddað þannig.

Þetta leiðir auðvitað af sér kerfi sem er gjörsamlega vanhæft í flestum hlutum og býður að auki uppá spillingu sem sést ekki.

Tengist frétt: Óvæntar tengingar komu í ljós á hátíðarfundi borgarráðs