Af gjörspilltum andstæðingum ESB á Íslandi

Eimreiðar og ný-frjálshyggjumaðurinn Björn Bjarnarson er einn af mest þekktum einstaklingum sem berjast gegn Evrópusambands aðild Íslands núna um þessar mundir. Ef frá er talin hinn gjörspillti Davíð Oddsson á Morgunblaðinu. Í þessari bloggfærslu verður Björn Bjarnarson þó tekin eingöngu fyrir. Davíð Oddsson verður tekin fyrir þegar hans tími kemur.

Björn Bjarnarsson er talsmaður sérhagsmuna innan sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnarson er einnig einn af þáttakendum í eimreiðarhópnum, hvort að hann var stofnandi að honum veit ég ekki ennþá. Þessi hópur er í dag mjög áhrifamikill, og heldur einnig einhverjum völdum innan sjálfstæðisflokksins. Þó svo að eftir efnahagshrunið þá hafi þessi hópur tapað flestum völdum sínum. Þessi hópur aðhyllist ný-frjálshyggju Ronald Reagan (kallað Reaganomics) og hugmyndafræði Margaret Thatcher (kallað Thatcherism). Þessi hugmyndafræði, niðursoðin og einfölduð gengur útá á hagsæld hinna ríku, og viðhaldi efnahagslegu misrétti í þjóðflélaginu. Þannig að hinir ríku borgi lægri skatta heldur en þeir sem minna eiga. Eins og var gert þegar sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur voru við völd á Íslandi frá árinu 1995 – 2007. Sú stefna sem hefur verið rekin á undanförnum áratugum er í eðli sínu andstæð Evrópusambandinu og aðild Íslands að því. Mótörkin gegn ESB aðild Íslands (og EBE aðild Íslands þar á undan) eru alltaf sú sömu. Tíminn er ekki réttur, óstöðugleiki í Evrópu, fiskimiðin osfrv.

Það er enginn vafi á því að Björn Bjarnarson er gjörspilltur íslenskur fyrrverandi íslenskur stjórnmálamaður. Öll hans embættisverk bera þess merki. Enda er það svo að þetta eru starfshættir innan sjálfstæðisflokksins í dag, og hefur ekkert breyst síðan eftir efnahagshrunið árið 2008.

Þær fullyrðingar sem Björn Bjarnarson setur fram um Evrópusambandið eru oftar en ekki hreinn skáldskapur. Þegar talað er núna í dag um „breyttar aðstæður“ innan ESB. Þá eru slíkar fullyrðingar skáldskapur. Evrópusambandið eins og Ísland er stöðugt að breytast. Ísland dagsins í dags er ekki það sama og það Ísland sem sótti um Evrópusambandið árið 2009. Það hefur margt breytst á þeim tíma hjá íslendingum. Á sama tíma hefur ýmislegt breytst innan Evrópusambandsins. Sumt til hins betra, og annað til hins verra. Svona eins og tilveran gengur.

Afstaða sjálfstæðisflokksins og Björns Bjarnarsonar til Evrópusambandsins markast af sérhagsmunum, græðgi og almennri vanvirðingu gagnvart hagsmunum almennings til lengri tíma. Það er stórt hagsmunamál fyrir almenning á Íslandi að íslendingar gangi í Evrópusambandið. Svo til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika, lægra matvælaverð og stöðugan gjaldmiðil sem íslendingar geta treyst á.

Sú sérhagsmunagæsla sem sjálfstæðisflokkurinn, og Björn Bjarnarson talar fyrir eru aðalega sérhagsmunir LÍÚ, ríka fólksins og Bændasamtaka Íslands. Þessi sérhagsmunir snúast aðalega um að verja núverandi einokunaraðstöðu sem er að finna á Íslandi á sölu fisks, landbúnaðarvara og tollmúrum á innflutningi landbúnaðarvara. Einnig sem að hagsmunir eru varðir með gengisfellingu íslensku krónunnar með reglulegu millibili. Þannig er hægt að auka hagnað útgerðarinnar á kostnað launamanna og almennings á Íslandi og á sama tíma draga úr kaupmætti með hærra verðlagi og aukinni verðbólgu. Hvernig svo sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi klæða það. Þá er ljóst að þetta er fólk sem stendur vörð um sérhagsmuni á Íslandi.

Þannig að bloggfærslur eins og þessi hérna hjá Birni Bjarnarsyni, sem bera þennan titil „ESB-aðildarsinni maldar í móinn – segir að halda beri viðræðunum áfram“ (evropuvaktin.is) eru því rökleysa og í raun óttalegt kjaftæði þegar nánar er skoðað. Birni Bjarnarsyni væri kostur á því að þegja áður en hann opinberar heimsku sína fyrir almenningi á Íslandi.

Lygin um pakkan

Evrópuandstæðingar halda því alltaf fram að aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu snúst um að „kýkja í pakkan“, eins og þeir orða það haglega í sínum málflutningi. Þetta er lygi. Það hefur alltaf verið vitað hvað aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu þýða og hvað þarf að gera í þeim. Þær upplýsingar hafa legið fyrir öllum íslendingum sem nenna að lesa þær síðustu 54 árin.

Þessi málflutningur Evrópuandstæðinga er í fullkomnum stíl við annan málflutning sem frá Evrópuandstæðingum kemur. Enda eru innan Evrópuandstæðinga menn sem hika ekki við að ljúga, blekkja og svíkja ef það þjónar hagsmunum þeirra til styttri og lengri tíma. Eins og sagan hefur sýnt síðustu ár og áratugi. Það er einnig staðreynd að margir af Evrópuandstæðingum hafa verið á móti öllum alþjóðsamningum Íslands síðustu 50 árin. Hvort sem um var að ræða EFTA, EES og núna ESB.

Það er þó ljóst að hjá mörgum Evrópuandstæðingum lifir Bandaríkjadraumurinn góðu lífi. Enda styðja margir Evrópuandstæðingar það í dag að íslendingar snúi sér stöðug meira að Bandaríkjinum. Bæði í viðskiptum og menningu. Jafnvel þó svo að það hafi ekki reynst íslenskri þjóð neitt vel undanfarna áratugi að taka upp þá menningu og stefnur sem koma frá Bandaríkjunum.

Evrópuandstæðingar verða íslendingum dýrir

Það má ljóst vera sé horft til lengri framtíðar að Evrópuandstæðingar ár Íslandi munu verða þjóðinni dýrir. Skiptir þá helst máli sá kostnaður sem íslendingar þurfa að bera með hærri vöxtum, verðbólgu og verðlagi en aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins.

Skipulagt gengisfall íslensku krónunar mun einnig verða íslendingum dýrt til lengri tíma litið. Það er einnig staðreynd að Evrópuandstæðingar eru að hafa íslensku þjóðina að fíflum með fullyrðingum sínum um Evrópusambandið. Enda eru þessar fullyrðingar ekki byggðar á neinu nema ofsa-tortryggni í garð útlendinga og Evrópu. Á sama tíma dáist þetta fólk hinsvegar mikið af hægri-öfgamönnum í Bandaríkjunum og því sem þeir eru að gera þar. Þá sérstaklega tepokaliðinu þar í landi.

Evrópuandstæðingar eru þó fyrst og fremst varðhundar hinna íslensku sérhagsmuna, og þeir verja fjósabitan kröftulega þessa dagana. Enda feitum verðlaunum lofað ef þeim tekst að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið næstu árin og áratugina.

Komið að leiðarlokum íslensku krónunnar

Sú efnahagsstefna sem rekin hefur verið á Íslandi undanfarna áratugi er komin á enda. Í raun var þessi efnahagsstefna komin á enda strax árið 2008. Endalokin voru mörkuð með gjaldeyrishruni íslensku krónunar, og á sama tíma efnahagshruni á Íslandi. Sem meðal annars kom fram í gjaldþroti hins íslenska bankakerfis og efnahagshruni Íslands.

Engu að síður er þetta sú efnahagsstefna sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja reka til framtíðar á Íslandi. Jafnvel þó svo að ljóst má vera að umrædd efnahagsstefna gengur ekki upp. Hvorki til lengri eða skemmri tíma. Sagan segir okkur að góð efnahagsstjórnun er ekki nóg þegar það kemur að því að halda jafnvægi á íslensku krónunni, verðbólgu og vöxtum. Tal þess efnis að það þurfi bara betri efnahagsstjórnun á Íslandi til þess að hafa stjórn á vöxtum og verðbólgu með íslensku krónunni halda ekki. Sérstaklega í ljósi þess að undanfarin 30 ár þá hefur ekkert gengið eða rekið í þeim efnum. Þrátt fyrir að íslendingar hafi nú þegar tekið tvö núll af íslensku krónunni árið 1982. Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 var endastöð fyrir íslensku krónuna. Ekki eingöngu þýddi þetta gífurlega kjaraskerðingu fyrir almenning á Íslandi. Heldur táknaði þetta nýtt tímabil verðbólgu og hárra stýrivaxta á Íslandi.

Engar augljósar lausnir á þessu er að finna í málflutningi aðildar Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar á Íslandi. Lausninar verða þó framkvæmdar á einni nóttu, ekkert frekar en Róm sem ekki var byggð á einni nóttu. Það mun taka nokkur ár fyrir íslendinga taka upp evruna sem gjaldmiðil. Það mun taka einhver ár að ná þeim stöðugleika í efnahag Íslands sem þarf til þess að fá að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi. Það er hinsvegar alveg ljóst að það ferli mun borga sig. Hinn kosturinn ef efnahagslegur óstöðugleiki næstu áratugina á Íslandi, með óvissum efnahagsstöðugleika og hagvexti. Ásamt háum vöxtum og verðbólgu sem eru alltaf fylgjandi svona ástandi á Íslandi. Þetta er það sem sagan kennir okkur á Íslandi.

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu nýlega.

Þau hafa öll rangt fyrir sér um Evrópusambandið

Það er alveg ljóst að Forseti Íslands hefur ekkert með hugsanlega Evrópusambands aðild Íslands að gera. Ef hann færi að þvælast fyrir í því máli. Þá væri Forseti Íslands jafnframt að brjóta á stjórnskipun Íslenska ríkisins, eitthvað sem varðar embættismissi samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Það er þó ljóst að frambjóðendur til Forseta Íslands hafa fullan rétt á því að hafa sína skoðun varðandi hugsanlega Evrópusambands aðildar Íslands. Jafnvel þó svo að hún sé kolröng og byggir ekki á neinum staðreyndum.

Ég tek eftir því að Þóra Arnósdóttir (sem ég ætla að kjósa) hélt þessu fram um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.

[…]

Þóra Arnórsdóttir sagði að það væri ljóst að það að ganga inn í ESB á þessum tímapunkti væri eins og að leigja herbergi í brennandi húsi. „Ég held að það sé ekki nokkur maður að fara ganga inn í sambandið eins og staðan er núna,“ bætti hún við.

[…]

Öll andvíg eða full efasemda gagnvart ESB, Vísir.is, 3. Júní 2012.

Þetta er kolrangt. Enda er það svo að Króatía mun ganga í Evrópusambandið þann 1. Júlí 2013 og verður þar með 28 aðildarríki Evrópusambandsins. Þannig að halda því fram að ganga í Evrópusambandið sé eins og að leigja sér herbergi í brennandi húsi er ekki eingöngu tóm vitleysa. Heldur stenst þessi skoðun einfaldlega ekki nánari skoðun. Þó svo að sé bæði efnahagskreppa í Evrópusambandinu og á Íslandi. Þá er það nákvæmlega engin afsökun fyrir því að ganga ekki í Evrópusambandið. Það að halda slíku fram er og mun alltaf verða innihaldslaus þvæla.

Ég er einnig mjög vonsvikin að Þóra, eins og aðrir frambjóðendunir (nema Ólafur Ragnar sem hefur verið á móti alþjóðlegum samskiptum Íslands frá því fyrir 1969 þegar Ísland gekk í EFTA) skuli eltast við þann populisma sem núna er stundaður á Íslandi. Það er að vera á móti Evrópusambandinu í skammsýni og fáránlegri þröng og sérhagsmunasemi eins og hún kemur fram á Íslandi þessa daga. Það má í raun segja að efnahagskreppan á Íslandi fór eins og illa og hægt var þjóðfélagslega séð, og er ekki endanlega séð úti um það ennþá þessar vikunar.

Það er mín skoðun að öll andstaða við Evrópusambands aðild Íslands er ekkert nema skammsýni sem mun skaða íslenskt þjóðfélag efnahagslega til lengri tíma. Þetta verður einstaklega augljóst, sé tekið mið af sögunni undanfarna áratugi. Það er þó ljóst að íslendingar munu ganga í Evrópusambandið eftir næsta kjörtímabil (þegar sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn verða búnir að leggja restina af efnahag Íslands í rúst með heimskulegum ákvörðunum).

Ég mun, eftir því sem tíminn leyfir mér. Afhjúpa þvælu og vitleysu forsetaframbjóðendanna á Íslandi. Enda má ljóst vera að íslenskir fjölmiðlar standa ekki slíkri vinnu. Þó mikil þörf væri á að gera slíkt.

Aðild Króatíu að Evrópusambandinu, upplýsingar.

Accession of Croatia to the European Union (Wiki)
Croatia – Country profile (EU)

Fullyrðingar Heimssýnar um afskipti af innanríkismálum Íslands

Á Íslandi eru samtökin Heimssýn helsta andlit andstöðunar við því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Samtökin eru samansett úr öfga-hægri og vinstri mönnum. Sérhagsmunaðilum, einangrunarsinnum og fleiri aðilum sem vilja ekki aukið frelsi á Íslandi (eins og t.d Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn). Samtökin Heimssýn eru jafnframt þau ólýðræðislegustu samtök sem er að finna á Íslandi þegar það kemur að umræðunni um Evrópusambandið. Enda reynir Heimssýn kerfisbundið að loka á og koma í veg fyrir allra umræðu um Evrópusambandið sem hugsanlega gæti verið jákvæð. Þetta hafa þessi samtök gert í gegnum fjölmiðla, internet og með því að ljúga í umræðunni. Enda hafa staðreyndir um Evrópusambandið aldrei verið hátt á blaði hjá þeim sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Helsta þöggunartæki Heimssýnar er að ljúga upp á þá sem standa framarlega í umræðunni. Eins og hefur núna gerst með sendiherra Þýskalands, sem gagnrýndi lygaþvæluna sem er birt í Morgunblaðinu um Evrópusambandið með grein sem var birt í Morgunblaðinu. Viðbrögð andstæðinga Evrópusambandsins hafa verið á einn mjög svo fyrirsjáanlega veg. Núna saka andstæðingar Evrópusambandsins sendiherra Þýskalands um að skipta sér af innanríkismálum Íslands. Slíkar fullyrðingar eru auðvitað mjög fjarri sannleikanum. Enda er gagnrýni á fréttaflutning dagblaðs ekki afskipti af innanríkismálum fullvalda ríkja. Ekkert frekar en þegar íslenskir sendiherrar (eða íslenska ríkisstjórnin) gagnrýnir erlenda fjölmiðla ef svo ber undir (hefur gerst margoft á undanförnum árum). Það að saka sendiherra um að skipta sér af innanríkismálum er mjög alvarleg ásökun í sjálfu sér. Jafnvel þó svo að hún sé tóm vitleysa. Í reynd þá ætti sendiráð Þýskalands að mótmæla þessum fullyrðingum opinberlega í fjölmiðlum. Svo vitlausar og geðveikar eru þær.

Þessa aðferð hefur Heimssýn núna notað, með misjöfnum árangri undanfarin ár til þess að þagga niður í allri jákvæðri umræðu um Evrópusambandið á Íslandi. Ástæðan er einföld. Heimssýn vill ekki neina umræðu um Evrópusambandið sem þeir ekki stjórna fullkomnlega og algerlega. Þessi þöggun hefur komið skýrt og augljóslega fram undanfarin ár. Þar sem meðlimir Heimssýnar verða brjálaðir ef einhver vogar sér að benda á staðreyndarvillur og lygar Heimssýnar í umræðunni um Evrópusambandið (eða annars aðila). Þetta er kerfisbundin þöggun á upplýstri umræðu um Evrópusambandið á Íslandi og ekkert annað.

Fullyrðingar eins og þessi hérna sem er að finna á vef Heimssýnar eru marklausar. Vegna þess að Heimssýn vinnur marklaust þagga niður í upplýstri umræðu um Evrópusambandið eins og áður nefnir.

[…]

Heimssýn fagnar því að kjósendur hafi góðan aðgang að hlutlausum upplýsingum um ESB og að innlendar fylkingar setji fram sín rök með og móti aðild. En hundruða milljóna kynningarátak ESB á kostum aðildar er ekkert annað en óheft inngrip fjársterks hagsmunaaðila sem skekkir jafnréttisgrundvöll hins beina lýðræðis.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar hvetur íslensk stjórnvöld til að standa vörð um lýðræðið og hafna því áliti þýska sendiherrans að Evrópusambandið eigi íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál.

Það sem skiptir máli hérna er sú staðreynd að sendiherra Þýskalands var ekki að skipta sér af íslenskum innanríkismálum. Sendiherra Þýskalands var að gagnrýna dagblað á Íslandi. Dagblað sem heitir Morgunblaðið og hefur undanfarið birt rangar og misvísindanir fréttir um Evrópusambandið á sínum síðum. Fremstur þar í flokki fer síðan Davíð Oddsson, sem oft á tíðum lýgur bláklat um Evrópusambandið í ritstjórnarpistlum sínum í Morgunblaðinu. Gagnrýni sendiherra Þýskalands á fréttaflutningi og þeim málflutningi sem við hafður er í Morgunblaðinu á fullan rétt á sér. Hérna er ekki um nein afskipti af innanríkismálum að hafa. Enda er Morgunblaðið ekki stjórnvald á Íslandi. Heldur almennur fjömiðill í eigu einkaaðila á Íslandi, og það hafa allir rétt á því að gagnrýna fjölmiðla á Íslandi. Hvort sem þeir eru sendiherrar, eða almenningur á Íslandi.

Sú krafa af hálfu Heimssýnar að vilja fund með sendiherra Þýskalands er stórundarleg og furðuleg. Enda má ljóst vera að málflutningur Heimssýnar er gjörsamlega samhengislaus og útúr tengslum við allt það sem kallast raunveruleiki og staðreyndir. Ég hvet sendiherra Þýskalands því endilega að hunsa boð Heimssýnar um fund. Það mun ekkert koma útúr honum, nema kannski hótanir undir borðið af hálfu Heimssýnar í garð sendiherra Þýskalands um Evrópusambands umræðuna á Íslandi. Svo geðveikir eru þeir sem sitja í Heimssýn núna í garð allra þeirra sem voga sér að fjalla á jákvæðan hátt um Evrópusambandið.

Afstaða Heimssýnar til umræðunar um Evrópusambandið á Íslandi er lituð af geðveiki, og eru í litlu samhengi við raunveruleikann. Enda er ég í vafa um raunveruleikatengsl þess fólks sem stendur á bak við Heimssýn. Það er þó önnur bloggfærsla, þar sem ég mun fjalla nánar um það mál, ásamt fleirum er varða Heimssýn.

Þess má geta að Þýskaland er stofnríki að Evrópusambandinu. Þeir hafa því aldrei gengið í Evrópusambandið, eins og ég hef oft séð fullyrt í umræðunni á Íslandi um Evrópusambandið af hálfu andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi.

Tenglar.

Þýskaland virði fullveldi Íslands (Páll Vilhjálmsson, Framkvæmdastjóri Heimssýnar)
Vilja funda með sendiherra Þýskalands (mbl.is)
Heimssýn ályktar: sendiherra Þýskalands virði lýðræðið í landinu (heimssyn.is)

Ísland á að ganga í Evrópusambandið

Ísland á að verða aðildarríki að Evrópusambandinu. Það er svo helvíti gott að vera laus við sérhagsmuni, einokun og hrikalega hátt verðlag. Síðan er verslunarfrelsið alveg yndislegt. Það er nefnilega takmarkað verslunarfrelsi á Íslandi vegna tollmúra. Þetta segi ég vegna þess að ég bý núna í Danmörku, sem er búið að vera aðildarríki að Evrópusambandinu síðan árið 1973 og hefur allar götur síðan haft áhrif á gang mála í Evrópusambandinu þegar það kemur að lögum og reglum. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar Íslands, eins og t.d Jón Bjarnarson, Vigdís Hauksdóttir og fleiri vilja tryggja áframhaldandi áhrifaleysi Íslands í málefnum sem snerta hagsmuni íslendinga beint. Það sem gerist í Evrópusambandinu skiptir íslendinga afskaplega miklu máli, og áhrifaleysi íslendinga er mjög slæmt val og hefur verið það undanfarin ár.

Það að stoppa núverandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu er bara yfirlýsing um eitt. Að viðkomandi þingmenn treysti ekki íslensku þjóðinni til þess að ákveða örlög sín, og er ennfremur eingöngu til þess fallin að tryggja áframhald á áhrifaleysi Íslands á þeim málefnum er varða hagsmuni Íslands í Evrópu. Í dag er næstum því öll Evrópa gengin í Evrópusambandið. Í vestanverði Evrópu eru það bara Ísland, Noregur, Sviss og Lichtenstein sem hafa ekki ennþá gengið í Evrópusambandið. Í austanverðri Evrópu eru ríkin fleiri sem hafa ekki ennþá gengið í Evrópusambandið, aftur á móti hafa mörg ríki í austanverðri Evrópu hafið það ferli að verða á endanum aðildarríki að Evrópusambandinu. Það mun hinsvegar taka nokkra áratugi í viðbót eins og staða mála er í dag.

Íslendingar virðist hinsvegar margir hverjir kjósa áhrifaleysi í málefnum sem varða íslendinga sjálfa og Evrópusambandið. Enda má ljóst vera að EES samningurinn, og jafnvel EFTA munu renna sitt skeið og eitthvað annað taka við að því loknu. Hvað það verður veit ég ekki. Hinsvegar grunar mig að það verði á endanum Evrópusambandið sem taki á endanum við EFTA og EES þegar það kemur að Noregi, Sviss og Lichtenstein. Það eina sem menn eins og Jón Bjarnarson, Ögmundur og Vigdís Hauksdóttir er áhrifaleysi íslendinga í Evrópumálum. Ég tala nú ekki um hitt rugið sem er á Íslandi. Það mun ekkert breytast ef íslendingar ganga ekki í Evrópusambandið. Enda þarf breytingar til þess að breyta hlutunum. Það að ætla sér breyta ekki neinu, og fara síðan fram á breytingu hefur aldrei gengið upp í raunveruleiknum svo að ég best viti til.

Það er hægt að kynna sér aðildarríki Evrópusambandsins hérna, ásamt öðrum evrópuríkjum.

Fréttir af tilraunum andstæðinga Evrópusambandsins til þess að stoppa aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins

Vilja þjóðaratkvæði um ESB í haust (Morgunblaðið, mbl.is)

Verðbólga í boði andstöðunar við Evrópusambands-aðild Íslands

Það nýjasta á Íslandi er núna að 54% íslendinga er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, en aðeins 27,5% íslendinga vilja ganga í Evrópusambandið. Þessi andstaða er að mestu leiti tilkomin vegna stöðugs lygaáróðurs í öllum íslenskum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópusambandinu sem heild, og aðildarríkjum þess. Á sama tíma gleyma íslendingar því að þeir þurftu sjálfir að leita til Alþjóðlega Gjaldeyrissjóðsins (IMF) árið 2008 þegar allt saman hrundi á Íslandi

Mikil verðbólga á Íslandi er mjög gömul saga, sem nær alveg til stofnunar íslensku krónunar árið 1918. Enda er það svo að fljótlega eftir stofnun íslensku krónunar fór að bera á gjaldeyrishöftum, innflutningshöftum og fleira í þeim dúr. Svo slæmt var ástandið á tímabili að fólk gat ekki einu sinni steypt gangstétt hjá sér án þess að fá leyfi frá yfirvöldum. Svo djúp var kreppan á tímabili um miðja síðustu 20 öld. Síðan má ekki gleyma gjaldeyrishöftum og innflutningshöftum sem fylgdu í kjölfarið á slíku tímabili. Ásamt kerfisbundnum gengisfellum á Íslandi með reglulegu millibili.

Andstaða fólks við Evrópusambandsaðild byggir eingöngu á þeim lyga áróðri sem hefur komið frá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og Vinstri Grænum, ásamt öðrum smáum stjórnmálaflokkum á Íslandi sem hafa verið stofnaðir undanfarið. Síðan má ekki gleyma þeim áróðri sem er rekin af LÍÚ gegn Evrópusambandinu með Morgunblaðinu. Ásamt því að fréttir frá Evrópu eru mjög lélegar og neikvæðar á Íslandi. Almennt séð er Evrópa alltaf sýnd í neikvæðu ljósi á Íslandi í fréttum. Hugmyndir fólks um Evrópusambandið á Íslandi eru því rangar, og byggja ekki á neinni raunverulegri stöðu mála. Almennt séð þá kallast svona hegðun cherry picking upp á enskuna. Það er að velja aðeins það neikvæða til þess að styðja þau rök sem viðkomandi hefur sett fram. Í þessu tilfelli þá eru andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi að velja eingöngu það neikvæða, og það sem hentar þeirra málstað. Andstæðingar Evrópusambandsins fást ekki einu sinni til þess að játa eitthvað jákvætt við Evrópusambandið.

Það er vissulega kreppa í Evrópu, en það er líka kreppa á Íslandi og í Bandaríkjunum. Engu að síður fá íslendingar ekki nærri því það magn af neikvæðum fréttum af afleiðingum kreppunar í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Íslendingar geta þó haldið áfram að ræða verðbólguna og verið á móti Evrópusambandinu. Enda hafa íslendingar verið að ræða verðbólgu og gengisfall síðustu 60 ár eða svo, og eru komnir í mikla þjálfun í því umræðuefni.

Fréttir af óskynsamlegri andstöðu íslendinga við Evrópusambandsaðild

Meirihluti landsmanna á móti ESB aðild (vb.is)
Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB (Vísir.is)
Mikill meirihluti vill ekki í ESB (mbl.is)
54 prósent andvíg ESB-aðild (Rúv.is)

Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:53 CEST þann 28. Apríl 2012.

Vilja bara neikvæðar fréttir af Evrópusambandinu

Það er æði undarlegt að sjá Björn Bjarnarson fyrrverandi ráðherra kvarta og kveina yfir fréttum Fréttablaðsins af Evrópusambands-aðildar ferlinu. Sérstaklega í ljósi þess að umræddar fréttir virðast hafa verið jákvæðar í garð Evrópusambandsins. Slíkt er auðvitað eitur í beinum Björns, sem eins og kunnugt er hatast úti í Evrópusambandið þar sem brýtur niður sérhagsmuni sjálfstæðisflokksins á Íslandi, og kemur í veg fyrir eingangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi.

Ég tek sérstaklega eftir þessu hérna neðst í bloggfærslu Björns á blogginu hans í dag.

[…]

Ég hef vakið máls á því að gefnu tilefni vegna efnistaka í Landanum, þætti sjónvarpsins, að hér ætti að gilda sama regla og hjá The Guardian, að þessi yrði getið færu menn í ferðir á kostnað Evrópusambandsins eða annarra aðila. Blaðamaður Fréttablaðsins lætur þess ekki getið hver hafi staðið fyrir hópferð íslenskra fjölmiðlamanna til Brussel í tengslum við að opnaðir voru fjórir kaflar og tveimur lokað „umsvifalaust“.

Við það er ekkert að athuga að Evrópustofa eða utanríkisráðuneytið styðji fjölmiðlamenn til að fara til Brussel í efnisöflun, hið undarlega er að efnið sé svona rýrt sem ferðin skilar. Þegar leitað hefur verið skýringa á því hvers vegna ummæli Ragnheiðar Elínar á þingmannafundinum 3. apríl komust ekki í hámæli fyrr en hún nefndi þau sjálf á fésbókarsíðu sinni er svarið að fundurinn hafi verið svo þurr, leiðinlegur og illa skipulagður að líklega hafi fjölmiðlamenn ekki haft þrek til að fylgjast með því sem þar gerðist.

Miðað við fréttir í Fréttablaðinu og á RÚV virðist þeim sem fóru til Brussel þykja spennandi að fylgjast með því þegar skipst er á að opna kafla og loka þeim. Hvað sem um aðildarviðræður Íslands og ESB má segja eru þær meira spennandi en hinar þurru opinberu tilkynningar segja. Meiru skiptir hins vegar að rýna á bakvið tjöldin, skýra og skilja það sem þar birtist. Þá átta menn sig einnig á því hvers vegna draumarnir um tímasetningarnar hafa ekki ræst og sjá að þeir voru aldrei á neinum rökum reistir. Alvarlegt er ef vitundin um það veldur hinni máttlausu fréttmennsku.

Björn Bjarnarson, 10. Apríl 2012. Pólitískur rétttrúnaður í fréttum af ESB-viðræðum

Þrátt fyrir að Landinn hafi svarað Birni og hans ásökunum. Þá er engu að síður haldið áfram með lygina og blekkinganar. Það er ekki við öðru að búast frá manni eins og Birni, enda skiptir sannleikurinn ekki neinu máli fyrir honum. Það er helst að sannleikurinn sé til vandræða ef eitthvað er hjá Birni og Styrmi í þeirra Evrópuvakt. Sem er í sjálfu sér ekkert nema áróðursvefur fyrir LÍÚ, Bændasamtök Íslands og ný-frjálshyggjuna og kommúnista Íslands sem vilja einangra Ísland frá umheiminum. Enda er ljóst að andstæðingar Evrópusambandsins hafa ekki komið með neinar aðrar hugmyndir hvernig íslendingar eiga að haga alþjóðlegum samskiptum sínum í framtíðinni.

Ástæða þess að tímasetningar hafa ekki staðist er vegna þess að Vinstri-Grænir eru í ríkisstjórn. Þar hafa þeir barist gegn, og tafið aðildarferið með endalausum heimskulegum látum og fábjánahætti. Það sér ekki fyrir endan á því ennþá. Af þeim sökum er lítið hægt að halda áfram í þeim köflum sem tilheyra undir ráðherra VG. Þeir kaflar eru landbúnaður og sjávarútvegur. Þannig að má reikna með áframhaldandi töfum á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á meðan svo vel. Þetta veit Björn fullvel, og styður ennfremur þessa stefnu VG að haga sér svona. Eins og sést hefur í fjölmiðlum undanfarið. Menn eins og Björn Bjarnarson eru til óþurftar í íslensku þjóðfélagi. Enda eru menn eins og Björn Bjarnarson ein táknmynd þess sem var að Íslandi áður en efnahagur landsins hrundi árið 2008. Í dag eru menn eins og Björn Bjarnarson ein tákmynd þeirra sem vilja halda Ísland óbreyttu, ásamt spillingunni og sukkinu.

Tugum milljóna eytt í áróður gegn Evrópusambandinu á Íslandi

Það er nokkuð merkilegt að um leið og stuðningsmenn Evrópusambandsins fá umfjöllun. Hvort sem hún er studd fjármagni eða ekki. Þá stökkva andstæðingar Evrópusambandsins upp til hópa og hrópa yfir sig að þetta hljóti nú Evrópusambandið örugglega vera að styrkja. Þetta er nefnilega merkilegt fyrir þá staðreynd að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eyða milljónum króna á mánuði í að auglýsa andstöðu sína gegn Evrópusambandinu, og þeim rekstri sem er tengdur þessari andstöðu þeirra við Evrópusambandsaðild Íslands. Stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar á Íslandi eyða alveg pottþétt pening í málstað sinn eins og hin hliðin, en eins og þetta lítur út fyrir mér. Þá eru stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar að eyða mun minna fjármagni þessa dagana til þess að auka stuðning Íslands að Evrópusambandinu.

Það má einnig ekki gleyma þeirri staðreynd að andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi hafa nokkra fjölmiðla á sínum snærum sem gera ekki annað en að dæla út lygum og blekkingum um Evrópusambandið.Þessir fjölmiðlar eru Morgunblaðið, Bændablaðið og síðan Útvarp Saga (rasista útvarp Íslendinga). Afstaða Stövar 2 er mér ekki nægjanlega kunn svo að ég geti dæmt um hana á þessum tíma.

Helstu stuðningsaðildar andstæðinga Evrópusambandsins eru LÍÚ, Bændasamtök Íslands, Vinstri Grænir, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og aðrir sérhagsmunaðildar á Íslandi sem vilja halda því áfram að græða á tollamúrum og einokun á hinum íslenska markaði. Þetta er það sem íslenskur almenningur vill augljóslega bjóða sér, og borga fyrir að auki með stöðugt hækkandi verði á mat og öðrum nauðsynjum.