Forseti Íslands á að boða til kosninga án tafar

Miðað við það ástand sem er í þjóðfélaginu þá á forseti Íslands að boða til kosninga án tafar. Forseti Íslands á einnig að leysa Geir Haarde frá störfum sem Forsætisráðherra án tafar, enda er augljóst að hann er ekki fær um að gegna þeirri stöðu.

Forsetinn hefur þennan rétt samkvæmt Stjórnarskrá Íslands. Hérna eru þær greinar í stjórnarskránni sem eiga við núna.

15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
1)L. 56/1991, 5. gr.

Tengist frétt: Eggjum kastað í Alþingishúsið

Kosningar núna strax!

Þegar þjóðin er búin að lýsa yfir vantrausti á Forsætisráðherra (Geir Haarde) þá er ekki neitt annað að gera en að boða til kosninga hérna á landi. Stór meirihluti almennings lítur nú svo á að Geir Haarde sé ekkert nema raðlygari í jakkafötum og engu að treysta sem hann segir. Það er því augljóst að ríkisstjórnin hefur sjálfkrafa misst umboð kjósenda að vera við völd.

Það er ekkert nema dónaskapur og yfirgangur að hunsa vilja kjósenda í þessum efnum. Fólkið í landinu hefur rétt á kosningum nú þegar og án tafar. Það ennfremur gengur ekki að þeir sem voru og eru á kafi í þeirri spillingu sem tengist bankahruninu rannsaki sjálfan sig. Slíkt er bara ávísun á hvítþvott og samsæri gegn þjóðinni af hálfu stjórnvalda.

Ef að Geir Haarde vill ekki rjúfa þing, þá á almenningur á Íslandi að krefjast þess Forseti Íslands (Ólafur Ragnar) að rjúfa þing og boða til kosninga að kröfu almennings. Enda er það hans hlutverk að passa uppá lýðræðið hérna á landi þegar ríkisstjórnarflokkurinn neitar að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Ég minni á kjosa.is, en þar eru verið að safna undirskriftum svo að hægt verði að boða til kosninga.

Tengist frétt: Vaxandi krafa um kosningar

Samfylkingunni ber skilda til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu

Ég ætla að hafa þetta einfalt.

Samfylkingunni ber lýðræðisleg og siðferðisleg skilda til þess slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú þegar. Það gengur ekki að Sjálfstæðisflokkurinn skipuleggi og komist undan með gögn sem geta leitt fólk til ábyrgðar. Fólk sem ber ábyrgð á þessu hruni hérna á landi. Það er orðið augljóst að spillinging nær langt inní Sjálfstæðisflokkin, þar sem menn verja hvern annan hægri vinstri þessa dagana. Þetta er ekki bara um gengdarlausa spillingu sem þrífst í ríkisstjórninni og þingflokki Sjálfstæðisflokks. Þetta snýst líka um að koma á fót ríkisstjórn sem hefur ekki logið endalaust að fólkinu í landinu og hafa Forsætisráðherra sem nýtur trausts. Geir Haarde nýtur ekki neins trausts í dag meðal þjóðarinnar og hann er ennfremur að verja Seðlabankastjóra sem er óhæfur til þess að vera Seðlabankastjóri.

Það ber að virða óskir fólksins í landinu um kosningar og umsókn í EB (ESB). Annað er vanvirðing við lýðræðið og fólkið í landinu. Þess vegna á að boða til kosninga á morgun, Geir Haarde heldur starfinu þangað til að búið að er að kjósa (einnig aðrir ráðherrar í ríkisstjórn) og ólíkt því sem logið hefur verið að fólki. Þá verður engin stjórnarkreppa hérna á landi þó svo að boðað sé til kosninga hérna á landi. Það er betra að boða til kosninga núna og koma í veg fyrir að þeir spilltu menn sem núna sitja verji sína hagsmuni, heldur en að í kosningum 2011 sé fyrst hægt að byrja að taka til ósóman og spillinguna eftir þetta fólk. Einnig sem að þá verði raunveruleg hætta á því að sönnunargögnin verði löngu týnd og slóðin horfin.

Samfylkingin á að sýna það að þetta er raunverulegur stjórnmálaflokkur, ekki flokkur sem lætur ólýðræðislegan Sjálfstæðisflokk valta yfir sig í ákvarðantökum.

Ef að stjórnmálamenn landsins hafa ekki fattað það. Þá eru hérna skilaðboð til ykkar. Fólkið í landinu er búið að fá nóg af lygum og blekkingum. Fólkið í landinu vill sjá þá sem eru ábyrgir fyrir þessu ástandi dregna til ábyrgðar. Fólk vill sjá langtímalausnir. Þessi langatímalausn er innganga í EB (ESB) og upptaka evru þegar það verður hægt (eftir 2 til 5 ár eða svo). Tími skyndilausna er liðinn og kemur ekki aftur. Núna er kominn tími ábyrgrar stjórnsýslu og ábyrgra alþingismanna. Það sem þjóðin hefur upplifað núna hefur kostað okkur alltof mikið og mun halda að kosta okkur alltof mikið þangað til að Sjálfstæðisflokknum verður hent útúr ríkisstjórn og Alþingi. Og málin rannsökuð af fullri alvöru með hjálp EB (ESB).

Það er komið nóg!

Réttur almennings

Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að lifa sínu lífi án þess að þurfa að borga fyrir klúður fárra einstaklinga. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að taka lán sem hækka ekki þó svo að verðbólgan hækki. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að búa við mannsæmandi lífskjör, sem eru ekki háð sveiflukenndri krónu og óstöðugu verðlagi og verðbólgu.

Almenningur hefur rétt á stjórnvöldum sem bera ábyrgð á sínum mistökum. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að ganga í EB (ESB) ef hann kýs að gera svo. Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að hafa almennileg stjórnvöld við stjórn.

Almenningur á Íslandi hefur rétt á því að boðað sé til kosninga nú þegar. Almenningur á Íslandi krefst þess að stjórnvöld hlusti á skoðanir almennings.

Tengist frétt: Um þúsund mótmælendur

Evrópubullið í Hjörleifi Guttórmssyni

VG maðurinn Hjörleifur Guttórmsson er með grein í Fréttablaðinu í dag og einnig á Vísir.is sem hann kallar Evróputrúboðið. Þessi grein er ekkert nema hinn hefðbundi hræðsluáróður andstæðinga EB. Hjörleifur er einn af þessum gömlu köllum sem ég talaði um í bloggfærslunni á undan. Þröngsýnin hjá þeim ætlar allt lifandi að drepa. Þeir hafa líklega verið á móti GSM farsímum á sínum tíma, enda ekki nógu víðsýnir til þess að sjá notagildi þeirra og hagræði. Sama gildir um EB. Þeir sjá ekki kosti þess að búa við stöðuga mynt, stöðugt efnahagslíf, lága vexti, ennþá lægri verðbólgu (sem fer lækkandi á evrusvæðinu þessa dagana).

Hjörleifur bullar um evruna, eins og allir aðrir andstæðingar EB. Helst ber þar að nefna að hann telur að evrusvæðið sé að fara að liðast í sundir hvenar sem er uppúr þessu, vegna kreppunar. Þetta er ekkert nema innihaldslaust þvaður án raka þegar nánar er skoðað. Á evrusvæðinu búa 320 milljón manns, þetta svæði stækkar eftir því sem fleiri ríki innan EB taka upp evruna. Til samanburðar þá búa eingöngu 300 milljón manns í BNA. Þannig að fjöldi fólks sem notar evruna í viðskiptum er fleiri heldur en fjöldi fólks sem notar bandaríkjadollara á heimavelli (innan viðurkennds svæðis, ég er ekki að tala um ríki sem hafa tekið upp evru eða bandaríkjadollar upp einhliða og án samþykkis). Ólíkt því sem Hjörleifur heldur fram þá er evran ekki að fara neitt, ekkert frekar en bandaríkjadollar.

Hjörleifur talar um atvinnuleysi sé stórt vandamál í ríkjum EB. Þetta er ekkert nema bull. Atvinnuleysi í EB telst vera á hefðbundnum nótum, en það er frá svona 6,7% til 7,5%. Þessar tölur eru frá árinu 2007, þannig að þetta eru ekki nýjustu tölur. Aftur á móti hef ég lesið það að atvinnuleysi hefur verið að minnka í EB undanfarin ár, sérstaklega í ljósi góðrar efnahagsstórnunar og stöðugs efnahags. Núverandi kreppa gæti aukið atvinnuleysi eitthvað, en það mátti búast við slíku. Enda er efnahagur allra ríkja í heiminum að dragast saman, misjafnlega mikið.

Ennfremur er vert að benda á að núverandi ástand á efnahag Íslands er ekki EES að kenna, heldur lélegum lögum og reglum á Íslandi. Einnig sem að eftirlitsstofnanir, sem áttu að passa uppá bankana voru ekki að sinna sínu hlutverki og voru í raun geldar vegna hagsmuna Sjálfstæðisflokksins.

Geir Haarde tekur ekki mark á þjóðinni!

Skömmin sem er núna ríkjandi vegna þeirra vanhæfu manna sem sitja í ríkisstjórn Íslands var toppuð í dag af Geir Haarde, þegar hann gaf það út að honum stæði á sama um skoðanir þjóðarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að hann tekur ekki mark á skoðunum þjóðarinnar eða annara. Geir Haarde hefur nefnilega ítrekað sleppt því að hlusta á þá sem vilja Davíð burt úr Seðlabankanum, þar sem hann er óhæfur til að vera í þeirri stöðu sem hann er í Seðlabankanum.

Svo að ég vitni beint í þessa frétt á vísir.is

Krafist hefur verið afsagnar Davíðs í mótmælastöðum fyrir utan Seðlabankann og í miðbæ Reykjavíkur að undanförnu, en forsætisráðherra segir það ekki skipta máli.

Feitlerun er mín.

Þarna kemur í ljós sú vanvirðing sem Geir Haarde hefur í garð skoðanna þjóðarinnar, fólksins sem kaus hann inná alþingi. Það er skilda almennings að fjarlægja þennan mann úr stóli Forsætisráðherra, enda er augljóst að hann ber ekki neina virðingu fyrir almenningi og skoðunum fólksins í landinu.

Það er gjörsamlega óhæft að Forsætisráðherra taki ekki mark á skoðunum þjóðarinnar, en ein af hans skildum er að taka mark á skoðunum þjóðarinnar. Forsætisráðherra hefur engan rétt á því að taka ekki mark á viljá þjóðarinnar. Nákvæmlega engann.

Geir Haarde er búinn að afsala sér réttum til að vera forsætisráðherra Íslands. Gerði það núna í kvöld með þessum yfirlýsingum sínum.

Að mínu mati þá ber Samfylkingunni skilda til þess að slíta þessu stjórnarsamstarfi nú þegar. Hefðu þeir átt að slíta þessu samstarfi fyrir löngu síðan, sérstaklega eftir að kom í ljós hvernig samstarfsflokkurinn niðurlægir Samfylkinguna reglulega með því að ljúga að þeim og blekkja þá. Þetta gengur ekki og hefur verið þannig lengi.

Færeyingar nota Danska krónu

Enn og aftur sannar Árni „tæknileg mistök“ Johnsen hversu takmarkað greind hann hefur. Færeyjar nota Danska krónu og hafa gert núna í mörg ár. Enda borgar sig ekki fyrir þá að vera með sinn eigin gjaldmiðil, enda er efnahagur Færeyja mjög lítill og að halda út eigin gjaldmiðli yrði ómögurlegt fyrir þá. Eins og önnur smá ríki í evrópu, þá borgar það sig ekki fyrir Færeyjinga að vera með sinn eigin gjaldmiðil.

Þessi athugasemd Árna „tæknileg mistök“ Johnsen sanna bara hvað það er ótrúlega mikið af heimsku fólki á alþingi þessa stundina. Eitthvað sem verður að laga í næstu kosningum, sem vonandi verða fljótlega.

Tengist frétt: Árni Johnsen vill færeyska krónu

Það verður engin stjórnarkreppa

Margir eru hræddir við að boðað sé til kosninga í því efnahagsumhverfi sem er ríkjandi þessa stundina. Ástæðan virðist vera sú að það er ranghugmynd á ferðinni um hvað mundi gerast ef það yrði kosið hérna á landi.

Því hefur nefnilega verið haldið fram að ef yrði kosið núna, þá yrði stjórarkreppa. Þetta er rangt, þetta er ekki aðeins rangt, þetta er kolrangt. Stjórnarkreppur eru til í tveim gerðum, fyrsta gerðin er þegar þeir flokkar sem fá mesta fylgið í kosningum geta ekki samið og myndað starfshæfa ríkisstjórn. Síðast gerðist þetta í Belgíu og varði í rúmlega 9 mánuði. Hin gerðin af stjórnarkreppu er það þegar samstarfsflokkar í ríkisstjórn geta ekki unnið saman að sameiginlegum málefnum, eins og t.d hagstjórn Íslands. Að mínu álti þá er komin væg útgáfa af þessari gerð af stjórarkreppu hérna á landi. Þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn neitar að verða við óskum samstarfsflokksins og virðist fara sínar eigin leiðir þegar það kemur að „lausnum“ á efnahagsvanda þjóðarinnar (sem hann kom þjóðinni sjálfur í). Einnig sem að Sjálfstæðisflokkurinn er að verja vanhæfan Seðlabankastjóra, þvert á óskir samstarfsflokksins. Í mínum huga hefur þarna orðið ekkert nema trúnaðarbrestur á milli flokkana og þess vegna sé í raun ríkjandi stjórnarkreppa hérna á landi.

Ef að þing er rofið, eins og almenningur á rétt á í dag. Þá halda bæði alþingismenn og ráðherrar stöðum sínum þangað til að búið er að kjósa nýtt þing og skipa nýja ráðherra til starfa. Þannig að ríkisstjórnin mun ekki hætta að starfa þó svo að boðað væri til kosninga hérna á landi.

Kosningar eru nauðsynlegar á Íslandi, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist trausti þjóðarinnar og hefur í raun svikið hana blákalt. Sérstaklega með því verja Seðlabankastjóra sem er gjörsamlega vanhæfur til starfans og hefur hvorki þekkingu eða getu til þess að sinna því embætti sem hann er í. Ennfremur er það orðið augljóst að ríkisstjórnin er ekki fær um að valda því verki að rétta við efnahag landsins. Sérstaklega þar sem að ríkisstjórnin lokar á langtímalausnir, svo sem EB (ESB) og upptöku evru.

Í græðgi sinni, þá hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ákveðið að almenningur á Íslandi skuli borga fyrir þeirra vanhæfni og græðgi. Þeir sem núna sitja við völd eru nefnilega ekki hluti af lausninni, þeir eru hluti af vandamálinu og sem slíkir þá verður að fjarlægja þá. Helst sem fyrst.

Ég skora á alla að skrifa undir á kjosa.is, það liggur á að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum og boða nýjar kosningar. Þar sem að núverandi stjórnvöld gera ástandið stöðugt verra með vanhæfni og heimsku sinni.

Stjórnvöld eyðilögðu bankakerfið á Íslandi

Ég hef verið að fara yfir mistök sem ríkisstjórnin hefur gert í kjölfarið á bankakreppunni hérna á landi. Ég er ekki hagfræðingur, eina hagfræðin sem ég hef er að komast af yfir mánuðin með þær tekjur sem ég er með. Helst að ná að spara eitthvað einnig.

Þetta er ekki heildaryfirlit, enda mun slíkt taka nokkra mánuði í vinnslu. Þetta hérna er bara listi yfir helstu mistök að mínu mati sem ríkisstjórnin hefur gert. Þetta er einnig bara frumathugun sem ég hef framkvæmt, ekki endanlegt yfirlit. Slíkt er ekki væntanlegt fyrr en eftir langan tíma.

Gerviyfirtaka bankanna

Það er búið að vera segja almenningi á Íslandi að bankanir hafi verið ríkisvæddir. Það er ekki svo, þeir voru einfaldlega keyrðir í þrot og síðan voru nýjir bankar stofnaðir í kringum eignir bankana sem voru keyrðir í þrot. Fyrsta aðferðarfræðin var rétt, þegar ríkið yfirtók Glitnir með því að kaupa hlutafa út, hefði átt að framkvæma 100% yfirtöku, en ekki 75% yfirtöku eins og gert var. Sú aðferðarfræði sem var notuð á hina tvo bankana og á endanum á Glitni skilaði ekki neinu, nema meiriháttar veseni yfir þjóðina, enda voru gömlu bankanir keyrðir í þrot af ríkinu. Í mínum bókum getur þetta ekki verið góð hagfræði.

Upphaflegu bankanir voru settir í þrot, það hefur skilað því að núna eru sendinefndir og lögfræðingar kröfuhafa að reyna redda því sem reddað verður úr bönkunum. Mér þykir líklegt að ef að ríkið hefði tekið bankana yfir á eðlilegum nótum og ekki keyrt þá í þrot, þá er líklegt að staðan væri allt önnur hérna á landi. Ísland kannski í vandræðum með gjaldeyrisviðskipi og önnur minni vandamál, en annað væri það ekki að mínu. Vegna þess að ef að bankanir hefðu ekki verið keyrðir í þrot, þá hefði verið hægt að vefja ofan af eignarsöfnum þeirra á eðlilegan hátt og fá sæmilegt verð, jafnvel bíða og selja þegar markaðir væru farnir að hækka örlítið aftur.

Þess í stað þá eru eignir bankanna á brunaútsölu {tap uppá milljarða} og ríkið með margra milljarða evru {pund} kröfur á sig þessa stundina og efnahagur landsins er svo gott sem ónýtur. Gjaldeyrisviðskiptin eru svo gott sem ekki nein og krónan er ekki nothæf í gjaldeyrisviðskiptum þessa stundina.

Einnig ef að ríkið hefði tekið yfir bankana á eðlilegan hátt, eins og gert hefur verið í ríkjunum í kringum okkur. Þá hefði verið hægt að vefja ofan af krónubréfa fjallinu sem er núna til staðar, á nokkuð eðlilegan hátt. Þess í stað þá eru krónubréfin og annað slíkt í uppnámi núna með gífulegum vandræðum fyrir ríkið. Þetta er atriði sem er líklegt til þess að auka talsvert á skuldir ríkissjóðs, þegar farið verður að vinda ofan af því eftir því sem kröfunar koma inná borð þeirra sem sjá um þrotabú bankanna.

Sú aðferðarfræði sem notuð var hérna á landi skilaði ekki neinu, nema skuldum, vandræðum með verslun og öðru slíku. Með því að setja bankana í þrot, eins og ríkisstjórnin gerði. Þá var gulltryggt að efnahagur Íslands mundi fara niður með þeim í leiðinni. Ef að ríkið hefði bara tekið yfir bankana á eðlilegan hátt og haldið þeim í gangandi, þá hefði sú staða sem er komin upp í dag líklega ekki gerst.

Ríkið hefði átt að taka yfir bankana og halda þeim í rekstri, sérstaklega erlendum útibúum þeirra svo að hægt hefði verið að vefja ofan af þeim á eðlilegan hátt. Helst að selja þau sem fyrst og koma þeim útúr eignarsafni bankana. Hvort sem þau dótturfyrirtæki eða útibú.

Vanhæfni og meiri vanhæfni

Ríkisstjórn Íslands og Seðlabanki Íslands hafa sýnt það með verkum sínum að þau eru gjörsamlega vanhæf til þess að takast á við þann vanda sem upp er komin. Klúður ríkissins og Seðlabankans með bankana er bara byrjunin á þessu, þetta endar ekki þar. Eins og staðan er í dag, þá eru litlar sem engar líkur að ríkið geti leyst núverandi kröfur án þess að til komi stórar lántökur frá IMF og nágrannalöndum okkar. Því miður verður að taka þessi lán, svo að hægt sé að greiða úr kröfum einhverra kröfuhafa í þrotabú bankanna.

Augljóst er að ríkisstjórn Íslands og Seðlabankinn hunsuðu viðvaranir, þangað til að það var orðið of seint. Fullyrðingar Seðlabankastjóra um annað eru ekkert nema hrein og bein lygi, eins og komið hefur berlega í ljós.

Núverandi ástand skrifast á ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, síðan á Sjálfstæðisflokkin núna undir það síðasta. Samfylkingin tók við afar slæmu búi eftir síðustu kosningar, sá flokkur er í afskaplega vandræðalegri stöðu um þessar mundir.

Læt þetta duga í bili.

Forseti Íslands á að boða til kosninga nú þegar!

Það er orðið augljóst að ríkisstjórn Íslands er ekki fær um, vegna vanhæfni að bjarga efnahag Íslands. Einnig sem að Forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar er að verja seðlabankastjóra sem er bæði vanhæfur og kemur í veg fyrir aðkomu IMF að björgunarstarfi hérna á Íslandi.

Núverandi ástand gengur ekki lengur og þessvegna á Íslenska þjóðin að krefjast alþingskosninga nú þegar svo að hægt sé að hefja björgunarstarf á Íslenskum efnahag og ímynd Íslands og Íslensku þjóðarinnar. Staðan eins og hún er í dag er gjörsamlega óþolandi.

Ég hef stofnað facebook hóp til stuðnings þess að Forseti Íslands boði tafarlaust til kosninga hérna á landi.

Hægt er að komast í facebook hópinn hérna.