Utanríkisráðherra er til skammar fyrir Ísland

Síðustu yfirlýsingar Utanríkisráðherra eru til skammar fyrir Íslendinga. En það virðist sem að til þess að komast í öryggisráðið þá skríði stjórnvöld á Íslandi fyrir hvaða einræðis og morðóðum ríkisstjórnum sem er. Nýjasta dæmið er auðvitað stuðningsyfirlýsing Utanríkisráðherra um eitt Kína. En stefna Kínverja um eitt Kína liggur í þeirri staðreynd að Kína telur sig geta hertekið Tawian og haldið áfram hersetu Tíbet eins og þeir hafa gert síðan 1950.

Ísland styður stefnuna um eitt Kína

Utanríkisráðherra lýsti þungum áhyggjum af ástandinu í Tíbet við sendiherra Kína í dag. Íslensk stjórnvöld styðja þó eftir sem áður stefnu landsins um eitt Kína. Frá hernámi Kínverja á Tíbet fyrir nærri sextíu árum, hafa þúsundir verið fangelsaðar, pyntaðar og myrtar, segja mannréttindasamtök. Síðustu vikur hafa tugir látið þar lífið í óeirðum, og fjöldi verið fangelsaður.

Stjórnvöld í Peking telja Tíbet órjúfanlegan hluta Kína, rétt eins og Tævan, í samræmi við stefnu sína , eitt Kína. Þá stefnu styðja íslensk stjórnvöld. Nýliðnir atburðir breyta þar engu.

Ingibjörg Sólrún, lýsti þungum áhyggjum af ástandinu í Tíbet við sendiherra Kína í dag, og hvatti þau til þess að virða mannréttindi. Hún segir stjórnmálasamband hafa verið á milli Íslands og Kína í árabil en að horfast yrði í augu við að Kína væri ekki vestrænt lýðræðisríki og hefði aldrei verið. Að auki eru nokkur viðskiptatengsl á milli Íslands og Kína. Tævan, sem hefur sitt eigið þing, forseta, her og sjálfstæðan efnahag, hefur sótt um að komast í félagsskap fullvalda þjóða með aðild að Sameinuðu þjóðunum. Gegn því leggjast Kínverjar sem segja Tævan hluta af Kína. Undir það taka íslensk stjórnvöld.

Rúv.is

Kína var keisaraveldi áður en kommúnistar tóku yfir landið eftir seinni heimstyrjöldina. Og eins og önnur ríki sem fóru þessa leið þá styttist í þann dag að kommúnistaflokkurinn í Kína muni falla saman, á svipaðan hátt og gerðist í Rússlandi. En þessi yfirlýsing Utanríkisráðherra um eitt Kína er til skammar og er í raun ekkert nema stuðningsyfirlýsing við morð Kínverja á íbúum Tíbets. En eins og allir vita þá eru fréttir frá Tíbet ritskoðaðar og erlendir fréttamönnum bannað að fara inní Tíbet til þess að segja þaðan fréttir.

Er Belgía að hverfa af landakortinu ?

Rúv segir frá því að hugsanlegt sé að Belgía sé að fara að hverfa af landakortinu. En í Belgíu hefur verið stjórnarkreppa undanfarna sex mánuði, eða frá því að kosningar voru haldnar þar í landi síðasta vor. Ef að landið leysist upp þá er hugsanlegt að franski hluti Belgíu gangi inní Frakkland, en slíkar hugmyndir hafa komið fram á undanförnum mánuðum. Ég hinsvegar veit ekki hvað mundi gerast með flæmska hluta Belgíu, kannski verður það hluti af Hollandi eða sjálfstætt land. En á þessari stundu er ómögulegt að segja til um það.

Hérna er frétt Rúv um stöðu mála í Belgíu.

Engin Belgía innan skamms?

Belgía er í andarslitrunum, 177 árum eftir stofnun ríkisins. Þetta er að minnsta kosti álit margra landsmanna, en 156 dagar eru frá þingkosningum og enn hefur engin stjórn verið mynduð. Höfuðástæðan er sú að sigurvegararnir, Kristilegir demókratar í Flandern, eða Flæmingjalandi, vilja efla heimastjórn þess meir en Vallónar, frönskumælandi íbúar Suður-Belgíu, fallast á.

Flæmingjar, sem tala tungu náskylda hollensku, eru 60 prósent Belga, Vallónar 40 prósent. Samkvæmt nýrri könnun telja 63 prósent Flæmingja endalok Belgíu í augsýn.

Saga landsins er skrautleg. Rómverjar stofnuðu skattríkið Gallia Belgica á fyrstu öld, lengi laut svæði yfirráðum spænskra og austurrískra Habsborgara, frönsku byltingarmennirnir sameinuðu Vallóníu Frakklandi 1795, en síðan var hún sameinuð Hollandi eftir ósigur Napóleons við Waterloo 1815. Belgía, sameinað ríki Flæmingja og Vallóna, var svo stofnuð 1830.

Belgar eiga 5 hluti sameiginlega; kónginn, knattspyrnulandsliðið, herinn, utanríkisþjónustuna og dómskerfið. Allt annað er ýmist flæmskt eða vallónskt.

Ekki er vitað hvort Flæmingjar myndu sameina fósturjörð sína Hollandi, liði Belgía undir lok, eða stofna sjálfstætt ríki, Flandern. Meiri líkur eru hins vegar á því að Vallónía yrði sameinuðu Frakklandi. 54 prósent Frakka bjóða Vallóna velkomna í Frakkland, ef marka má könnun sem birt var í Le Journal du Dimanche í fyrradag.

Rúv.is

Vælið í þingmanni framsóknarflokksins

Þar sem að þingmaður framsóknarflokksins hann Birkir Jón Jónsson (þarna spillta, litla ljóta flokksins) leyfir ekki fólki að svara þeim færslum sem að hann setur inn, þá ætla ég að svara honum hérna í stuttu máli.

Þó svo að þú takir ekki eftir því, þá hafði framsókn árin frá árinu 1995 til ársins 2007 til þess að standa sig vel í ríkisstjórn og taka á málum með ábyrgð og festu. En þess í stað þá ákvað framsóknarflokkurinn að maka krókinn og reyna að blóðmjólka ríkið og almenning í landinu sem mest hann gat á þessum tíma. Á öllum þessum árum sem að framsókn var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum (sem fór einnig versnandi á þessum tíma, en það er annað mál) þá breyttist framsóknarflokkurinn úr því að vera bændaflokkurinn í að vera klúbbur siðlausra auðmanna sem stendur á sama um velferð fólks í landinu. Í dag er fólk að súpa seyðið af sukki framsóknarmanna (og sjálfstæðismanna, ég vona að það hafi hætt þegar Samfylkingin komst í ríkisstjórn) og mun gera um komandi ár.

Það er einfaldlega staðreynd að það kom að skuldadögum hjá framsóknarflokknum og það kom einnig í ljós að framsóknarflokkurinn hafði ekki efni á skuldunum og er því hugmyndalega gjaldþrota og er í raun núna ekkert nema deyjandi flokkur sem mun væntanlega hverfa í næstu þingkosningum, eða þar næstu. Það skiptir ekki máli. Ég á nefnilega ekki von á því að sjá framsóknarflokkin í ríkisstjórn aftur, þar sem að tímanir hafa breyst og framsóknarflokkurinn hefur dagað uppi og orðið að steini. Framsóknarflokkurinn hafði einnig sitt tækifæri frá árinu 1995 til ársins 2007 til þess að gera eitthvað úr sér, en þess í stað ákvað flokkurinn að klúðra sínum málum og geldur þess nú. Birkir Jón Jónsson þingmaður framsóknarflokksins fer því með rangt mál þegar hann talar um að það komi að skuldadögum hjá núverandi ríkisstjórn.

Ég ætla einnig að benda á þá staðreynd að núverandi fylgi ríkisstjórnarinnar er talsvert meira en það fylgi sem ríkisstjórn framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins fékk undir það síðasta.

Hugo Chavez verður alráður í Venesúela

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur með síðustu lagabreytingu komið því þannig fyrir að hann er núna orðin alráður í landinu. En nýjasta stjórnarskrárbreytingin gerir honum fært að gera hvað sem er í landinu. En þetta er svipað og sást í Þýskalandi árið 1937, eða nokkru fyrir seinni heimstyrjöldina. Það er að mínu mati bara tímaspursmál hvenar honum tekst að leggja efnahag landins í rúst og fer að stunda kerfisbundin morð á andstæðingum sínum. En þetta fylgir allt saman sömu sögunni þegar svona geðveikir menn ná að sölsa undir sig völdum. Kosninganar um þesar tillögur eru bara sýndarleikur einn, en þessar kosningar verður örugglega þannig komið fyrir að þessar breytingar fáist samþykktar.

Hérna er frétt Rúv um þetta mál. Hérna er frétt BBC News um þetta mál.

Venesúela: Stjórnarskrárbreytingar

Þing Venesúela samþykkti í gærkvöld tillögur Hugo Chavez forseta um stjórnarskrárbreytingar.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að engin takmörk eru á því hve mörg kjörtímabil forsetinn getur verið við völd. Sjálfstæði seðlabanka landsins er afnumið og forsetinn getur sjálfur ráðstafað gjaldeyrisvarasjóðnum. Í undantekningartilvikum, sem forsetinn ákveður sjálfur, má setja fólk í fangelsi án ákæru og hægt verður að þagga niður í fjölmiðlum.

Til að almenningur kyngi þessum breytingum er kveðið á um ýmiss félagsleg réttindi svo sem að vinnudagurinn skuli vera 6 stundir í stað 8. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður um breytingarnar 2. desember. Skoðanakannanir benda til þess að breytingarnar verði samþykktar þótt flestir séu á móti því að takmarka ekki hve lengi forseti getur verið við völd.

Venesúela hefur núna gengið í hóp einræðisríkja, en íbúar Venesúela eiga erfiða tíma framundan vegna þessa valdaráns Hugo Chavez.

Þingmaður framsóknarflokks kann ekki að skammast sín

Það er greinilegt að þingmaður framsóknarflokksins kann ekki að skammast sín. Enda er þetta afleiðing vanstjórnunar framsóknarflokksins á þessum málaflokk í mörg ár. En framsóknarmenn sýndu þessum málaflokki eins lítin áhuga og hægt var, helst að framsóknarmenn sýndu þessum málaflokk áhuga þegar þeir voru að finna upp leiðir til þess að blóðmjólka veski fólks sem þarf að nota þjónustu heilbrigðikerfsins og hefur ekki mikinn pening.

Þingmaður framsóknarflokksins hefur þarna gerst sekur um hræsni og hroka sem þekkist aðeins hjá framsóknarsflokki, nema kannski einnig hjá sjálfstæðisflokknum, á tímabilum.

Tengist frétt: Heilsugæslan skuldar birgjum 320 milljónir

No Plan, No Peace, þáttur á BBC One

Í kvöld mun BBC One sýna seinni hluta þáttarins No Plan, No Peace, en þessi þáttur fjallar um hið algera skipulagsleysi sem einkenndi innrásina í Írak og hvernig Bandaríkjamenn höfðu alls ekki hugsað innrásina til enda og hvað ætti að gera eftir innrásina til þess að koma í veg fyrir óstöðuleika í Írak. Fyrri hlutinn var sýndur í gær á BBC One.

Hérna er frétt sem er beintengd þættinum.

UK and US play Iraq ‘blame game’

Þjófur á þing

Það stefnir í það að hinn dæmi maður (sem reyndar fékk uppreisu æru með mjög vafasömum hætti, frétt af uppreisu æru Árna Johnsen má finna hérna. Skoðun mín á þessu athæfi má finna hérna.) sem heitir Árni Johnsen komist inná þing næsta vor. En fyrir þá sem ekki muna, þá sagði Árni Johnsen af sér þingmennsku vegna spillingar og misnotkunar á almannafé árið 2002, en hann var dæmur árið 2003 og fékk þá tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot sitt.

Mér finnst það óverjandi af stjórnmálaflokki að hleypa manni í prófkjör til alþingskosninga sem hefur brotið af sér og verið dæmdur fyrir það. Þetta er siðlaust með öllu og á ekki að líðast. Það er nefnilega ekkert bendir til þess að Árni Johnsen hafi lært af því að hafa náðst.

Ólög um fjölmiðla rædd á Alþingi

Núna er hafin á Alþingi Íslendinga umræða um ný lög á fjölmiðla. En þessi lög mundu takmarka eign fyrirtækja í fjölmiðlum, þannig að fjölmiðill sem er með mikla markaðshlutdeild (útbreiðslu) þá mætti fyrirtæki aðeins eiga 25% í viðkomandi fjölmiðli. Óháð því sem haldið er fram, þá munu þessi lög valda skaða á fjölmiðlaumhverfi hérna á landi. Enda er vont að rekja fjölmiðla hérna á landi vegna þess hversu markaðurinn er lítill. Þetta frumvarp er bæði stutt af stjórnarflokkunum og stjórnarandstöðu, sem er eiginlega til skammar fyrir stjórnarandstöðuna að láta plata sig svona. En skaðin af þessum ólögum mun ekki koma fram fyrr en eftir að búið er að setja þessi fjölmiðlalög.

Hægt er að lesa frétt Rúv um þessi væntanlegu lög hérna.

Hlutleysis skal gætt í skólastarfi

Stjórn Ungra vinstri – grænna hefur sennt frá sér eftirfarandi ályktun:

Reykjavík, 1. nóvember 2006

Hlutleysis skal gætt í skólastarfi

Stjórn Ungra vinstri – grænna tekur undir málflutning Reynis Harðarsonar og annarra sem mótmælt hafa óviðeigandi starfsemi Þjóðkirkjunnar innan ýmissa grunnskóla landsins. Er hér átt við hina svokölluðu „Vinaleið”, sem að sögn er kristileg sálgæsla sem fram fer í opinberum skólum. Ung vinstri – græn krefjast þess að gætt sé hlutleysis í öllu starfi grunnskóla landsins. Ung vinstri-græn lýsa sig því algjörlega mótfallin trúboði í skólum. Að mati stjórnar Ungra vinstri- grænna er hin svokallaða „Vinaleið” ekkert annað en trúboð þó reynt sé að breiða yfir það með því að tala um sálgæslu. Ekkert trúfélag á erindi með trúboð í grunnskóla landsins. Starfsemi hinnar svokölluðu „Vinaleiðar” er þar að auki innt af höndum djáknum sem eru fulltrúar þjóðkirkjunnar og kristilegar trúar. Sálfræðingar og félagsráðgjafar eru mun betur í stakk búnir til að sinna sálgæslu í grunnskólum enda hafa þeir sérfræðimenntun á þessu sviði. Það er ólíðandi að grunngildi eins og jafnrétti og hlutleysi í
skólastarfi skuli látin víkja til hliðar vegna offramleiðslu á guðfræðingum sem vantar atvinnu.

Ung vinstri – græn vilja einnig íteka þá skoðun sína að kristinfræðikennsla í grunnskólum er einhliða trúarbragðafræðsla og því tímaskekkja í nútímasamfélagi þar sem jafnrétti á að ríkja á öllum sviðum. Í stað kristinfræðikennslu ættu skólar að veita fræðslu um siðfræði, almenn mannréttindi og almenna trúarbragðafræðslu.

Fjölmiðlafrumvarp 2006

Núna er nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram. En þetta er sama vitleysan og var troðið uppá fólk árið 2004. En þessu frumvarpi er beint gegn frjálsum fjölmiðlum hérna á landi. En það er greinilegt að það á að byrja að banna fyrirtækjum að eiga 25% í fjölmiðlum ef þeir eru ákveðið stórir. Og síðan geta stór fyrirtæki ekki átt saman útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar og dagblöð. En þetta var einnig í fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004. En þetta er betur falið núna í fjölmiðlafrumvarpinu árið 2006, en er þarna samt. En umræða um þetta frumvarp er þessa stundina mjög lítil og léleg. En svipað gerðist þegar samgönguráðherra kom í gegn frumvarp sem heimilar stórfelldar hleranir á Íslandi, bæði yfir síma og internet.

Meira seinna.

[Uppfært klukkan 23:31 þann 27.04.2006]